Lítil hreyfing á fylgi frambjóðendanna á lokametrunum Kjartan Kjartansson skrifar 29. október 2020 14:44 Biden (t.v.) og Trump (t.h.) í lokakappræðum sínum á fimmtudag í síðustu viku. Kannanir hafa sýnt litlar breytingar á fylgi þeirra síðan og heldur Biden forskoti á landsvísu og í mörgum lykilríkjum. Vísir/EPA Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. Sem fyrr er munurinn á frambjóðendunum í lykilríkjum minni en á landsvísu en fátt bendir til þess að veruleg hreyfing sé á fylgi við þá. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan er nú níu prósentustiga forskot Biden á Trump á landsvísu. Fjöldi kannana sem var gerður eftir kappræður frambjóðendanna fyrir viku og var birtur í vikunni færði Trump þannig hálfu prósentustigi nær Biden á landsvísu. Á sama tíma jókst forskot Biden á Trump í þeim ríkjum sem eru talin ráða úrslitum í kosningunum um sambærilegan stigafjölda. On average, Biden has lost 0.5 points in national polls since the debate, but gained 0.7 points in state polls, closing a bit of a weird state vs national poll gap we'd seen pre-debate. No signs of a tightening race overall, and Biden is probably gaining ground in the Midwest.— Nate Silver (@NateSilver538) October 29, 2020 Spálíkan vefsíðunnar gefur Biden nú 89% líkur á að Biden sigri en Trump aðeins 11%. Það útilokar ekki að Trump gæti náð naumum meirihluta kjörmanna á landsvísu. Til þess þyrfti þó líklega að draga nokkuð saman með þeim Biden á síðustu dögum kosningabaráttunnar og kannanir að vera skakkar um nokkur prósentustig. „Trump þarf nánast örugglega verulega stærri kannanaskekkju árið 2020 en hann fékk árið 2016 til að hann geti unnið,“ tístir Harry Enten, kosningaspekingur CNN-fréttastöðvarinnar. In case it isn't clear by now, Trump will almost certainly need a significantly larger polling miss in 2020 than he got in 2016 in order for him to win...— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) October 29, 2020 Real Clear Politics sem einnig heldur utan um meðaltal skoðanakannana gefur Trump aðeins betri líkur á landsvísu og sýnir Biden með 7,5 prósentustiga forskot. Í lykilríkjunum er Biden með 3,7 prósentustiga forskot að meðaltali. Ekkert sem bendir til þess að dragi saman með frambjóðendunum Í grein Nate Silver, ritstjóra Five Thirty Eight sem á veg og vanda af spálíkaninu, bendir hann á að vandaðri skoðanakannanir sýni betri niðurstöðu fyrir Biden en þær lakari. Þannig mælist Biden með á bilinu níu til tólf prósentustiga forskot á landsvísu í könnunum Yougov, Morning Consult og Ipsos. Þetta segir Silver ekki boða gott fyrir horfur Trump. Nate Cohn, sérfræðingur New York Times í skoðanakönnunum, tekur í svipaðan streng um nýju skoðanakannanirnar. Fátt sé um góð tíðindi fyrir Trump í þeim. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að það sé að draga saman og margar kannananna sem voru birtar í dag voru gerðar að öllu leyti eftir lokakappræðurnar,“ skrifaði Cohn á The Upshot, vefsíðu New York Times, í gær. Trump naut góðs af skekkju í könnunum fyrir kosningarnar árið 2016 og vann nokkuð óvæntan sigur. Cohn birti í vikunni tölfræði sem bendir til þess að Biden væri enn með forskot víðast hvar jafnvel þó að skekkjan væri jafnmikil og þá. Sérfræðingar hafa einnig bent á að skekkjur í könnunum geti einnig verið í ólíkar áttir frá einum kosningum til annara. Today, our trusty 'if the polls are wrong' table gets a slight makeover: it shows what would happen if the polls are as wrong as they were over the final week of 2016, rather than the final three weeks https://t.co/6qVQn80pjT pic.twitter.com/q4vs73SyI1— Nate Cohn (@Nate_Cohn) October 28, 2020 Biden bætir við sig í miðvesturríkjum Það sem verra er fyrir Trump virðist fylgi Biden að aukast í miðvesturríkjunum sem voru lykillinn að sigri forsetans í kosningunum árið 2016. Biden hefur bætt við sig um 1,7 prósentustigum að meðaltali í könnunum í Michigan, Wisconsin, Minnesota og Iowa frá kappræðunum á fimmtudag fyrir viku. Það er eina landsvæðið þar sem fylgi virðist á hreyfingu og þá í átt að Biden. Sérstaka athygli vakti þegar skoðanakönnun ABC og Washington Post mældi Biden með sautján prósentustiga forskot á Trump í Wisconsin í vikunni. Silver segir ólíklegt að Trump sé svo langt á eftir Biden í ríkinu en meðaltal þeirra þriggja kannana sem hafa verið gerðar þar eftir kappræðurnar sýna Biden með 10,5 prósentustiga forskot. Harðasta baráttan í ár er háð um Pennsylvaníu sem Trump vann með innan við eins prósentustigs mun árið 2016. Munurinn á Trump og Biden þar er mun minni en víðast annars staðar. Silver segir að Pennsylvanía sé langlíklegasta ríkið til þess að valda úrslitum um hvor frambjóðandinn nær meirihluta kjörmanna á landsvísu. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Joe Biden, forsetaefni Demókrataflokksins, mælist enn með afgerandi forskot á Donald Trump Bandaríkjaforseta í skoðanakönnununum á landsvísu nú þegar fimm dagar eru til kosninga. Sem fyrr er munurinn á frambjóðendunum í lykilríkjum minni en á landsvísu en fátt bendir til þess að veruleg hreyfing sé á fylgi við þá. Meðaltal skoðanakannana sem vefsíðan Five Thirty Eight heldur utan er nú níu prósentustiga forskot Biden á Trump á landsvísu. Fjöldi kannana sem var gerður eftir kappræður frambjóðendanna fyrir viku og var birtur í vikunni færði Trump þannig hálfu prósentustigi nær Biden á landsvísu. Á sama tíma jókst forskot Biden á Trump í þeim ríkjum sem eru talin ráða úrslitum í kosningunum um sambærilegan stigafjölda. On average, Biden has lost 0.5 points in national polls since the debate, but gained 0.7 points in state polls, closing a bit of a weird state vs national poll gap we'd seen pre-debate. No signs of a tightening race overall, and Biden is probably gaining ground in the Midwest.— Nate Silver (@NateSilver538) October 29, 2020 Spálíkan vefsíðunnar gefur Biden nú 89% líkur á að Biden sigri en Trump aðeins 11%. Það útilokar ekki að Trump gæti náð naumum meirihluta kjörmanna á landsvísu. Til þess þyrfti þó líklega að draga nokkuð saman með þeim Biden á síðustu dögum kosningabaráttunnar og kannanir að vera skakkar um nokkur prósentustig. „Trump þarf nánast örugglega verulega stærri kannanaskekkju árið 2020 en hann fékk árið 2016 til að hann geti unnið,“ tístir Harry Enten, kosningaspekingur CNN-fréttastöðvarinnar. In case it isn't clear by now, Trump will almost certainly need a significantly larger polling miss in 2020 than he got in 2016 in order for him to win...— (((Harry Enten))) (@ForecasterEnten) October 29, 2020 Real Clear Politics sem einnig heldur utan um meðaltal skoðanakannana gefur Trump aðeins betri líkur á landsvísu og sýnir Biden með 7,5 prósentustiga forskot. Í lykilríkjunum er Biden með 3,7 prósentustiga forskot að meðaltali. Ekkert sem bendir til þess að dragi saman með frambjóðendunum Í grein Nate Silver, ritstjóra Five Thirty Eight sem á veg og vanda af spálíkaninu, bendir hann á að vandaðri skoðanakannanir sýni betri niðurstöðu fyrir Biden en þær lakari. Þannig mælist Biden með á bilinu níu til tólf prósentustiga forskot á landsvísu í könnunum Yougov, Morning Consult og Ipsos. Þetta segir Silver ekki boða gott fyrir horfur Trump. Nate Cohn, sérfræðingur New York Times í skoðanakönnunum, tekur í svipaðan streng um nýju skoðanakannanirnar. Fátt sé um góð tíðindi fyrir Trump í þeim. „Ég sé ekkert sem bendir til þess að það sé að draga saman og margar kannananna sem voru birtar í dag voru gerðar að öllu leyti eftir lokakappræðurnar,“ skrifaði Cohn á The Upshot, vefsíðu New York Times, í gær. Trump naut góðs af skekkju í könnunum fyrir kosningarnar árið 2016 og vann nokkuð óvæntan sigur. Cohn birti í vikunni tölfræði sem bendir til þess að Biden væri enn með forskot víðast hvar jafnvel þó að skekkjan væri jafnmikil og þá. Sérfræðingar hafa einnig bent á að skekkjur í könnunum geti einnig verið í ólíkar áttir frá einum kosningum til annara. Today, our trusty 'if the polls are wrong' table gets a slight makeover: it shows what would happen if the polls are as wrong as they were over the final week of 2016, rather than the final three weeks https://t.co/6qVQn80pjT pic.twitter.com/q4vs73SyI1— Nate Cohn (@Nate_Cohn) October 28, 2020 Biden bætir við sig í miðvesturríkjum Það sem verra er fyrir Trump virðist fylgi Biden að aukast í miðvesturríkjunum sem voru lykillinn að sigri forsetans í kosningunum árið 2016. Biden hefur bætt við sig um 1,7 prósentustigum að meðaltali í könnunum í Michigan, Wisconsin, Minnesota og Iowa frá kappræðunum á fimmtudag fyrir viku. Það er eina landsvæðið þar sem fylgi virðist á hreyfingu og þá í átt að Biden. Sérstaka athygli vakti þegar skoðanakönnun ABC og Washington Post mældi Biden með sautján prósentustiga forskot á Trump í Wisconsin í vikunni. Silver segir ólíklegt að Trump sé svo langt á eftir Biden í ríkinu en meðaltal þeirra þriggja kannana sem hafa verið gerðar þar eftir kappræðurnar sýna Biden með 10,5 prósentustiga forskot. Harðasta baráttan í ár er háð um Pennsylvaníu sem Trump vann með innan við eins prósentustigs mun árið 2016. Munurinn á Trump og Biden þar er mun minni en víðast annars staðar. Silver segir að Pennsylvanía sé langlíklegasta ríkið til þess að valda úrslitum um hvor frambjóðandinn nær meirihluta kjörmanna á landsvísu.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira