Gullbjörninn hvetur fólk til að kjósa Trump Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 29. október 2020 17:00 Donald Trump á hauk í horni í Jack Nicklaus. getty/Manny Hernandez Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann. Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Jack Nicklaus, sem vann átján risamót í golfi á sínum tíma, greiddi Donald Trump atkvæði sitt í forsetakosningunum í Bandaríkjunum og hvetur aðra til að gera slíkt hið sama. Í færslu á Twitter segist Nicklaus, sem er oft kallaður Gullbjörninn, hafa kynnst Trump vel undanfarin ár. Hann segir að forsetinn hafi sýnt þrautseigju þrátt fyrir andstöðu úr mörgum áttum og staðið við loforð sín. Nicklaus segir jafnframt að stefna Trumps muni hjálpa mörgum fjölskyldum víðs vegar um landið að upplifa ameríska drauminn. Hann lýkur svo færslu sinni á þessum orðum. „Ég veit að það eru aðeins nokkrir dagar í kosningar og mörg ykkar hafa eflaust ekki enn gert upp hug ykkar. En ef við viljum áfram eiga möguleika á ameríska draumnum og ekki þróast í sósíalísk Bandaríki þar sem ríkið ræður öllu hvet ég ykkur eindregið til að íhuga að kjósa Donald Trump til næstu fjögurra ára. Það hef ég gert og greitt honum atkvæði mitt,“ skrifar Nicklaus. Get out and vote. I did! pic.twitter.com/IfQb3NeSO3— Jack Nicklaus (@jacknicklaus) October 29, 2020 Nicklaus er ekki eini þekkti kylfingurinn sem styður Trump því John Daly er einn þekktasti stuðningsmaður forsetans. Hann var m.a. viðstaddur aðrar kappræður Trumps og Joes Biden í síðustu viku. Miðað við skoðanakannanir verða Nicklaus, Daly og aðrir stuðningsmenn Trump fyrir vonbrigðum með niðurstöðu kosninganna 3. nóvember því Biden mælist með gott forskot á forsetann.
Golf Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Mest lesið Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Keane gagnrýndi Arsenal: „Hvað gerir annað sætið fyrir þig? Þú vilt vinna titla“ Enski boltinn „Við erum of mistækir“ Handbolti Barnalegir og hefðu getað kastað leiknum frá sér Enski boltinn Sjáðu markið hans Alberts gegn Napoli Fótbolti Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Körfubolti LeBron frá í vikur frekar en daga Körfubolti Glódís úr leik í fyrsta sinn á ferlinum Fótbolti Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína og sleppir Players Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira