Ætla byrja nýja NBA tímabilið fyrir jól Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. október 2020 07:30 LeBron James gæti tekið sér lengra frí og sleppt fyrstu leikjum Los Angeles Lakers á nýju tímabili. Getty/Mike Ehrmann NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020 NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira
NBA tímabilinu í körfubolta er nýlokið í búbblunni í Disneygarðinum en það lítur út fyrir að það sé stutt í næsta tímabil líka. NBA hélt í gær netfund með framkvæmdastjórum og forsetum félaganna þar sem plönin fyrir næsta tímabil voru lögð fram. Samkvæmt heimildum bandarískra fréttamanna þá verður þetta sumarfrí leikmanna NBA-deildarinnar afar stutt að þessu sinni. Lokaleikur NBA úrslitanna fór fram 11. október síðastliðinn en það lítur út fyrir að NBA-deildin hefjist aðeins 72 dögum síðar. Sumarfrí NBA leikmanna er vanalega frá miðjum júní fram í lok október en tímabilin hafa þó verið að fara fyrr af stað undanfarin ár. Sources: The NBA held a call this afternoon with team GMs & presidents to detail the plan for a 72-game season set to begin December 22 & end before the Olympics in July. The league intends to schedule games in a way that reduces travel by 25% with teams playing MLB style series.— Kevin O'Connor (@KevinOConnorNBA) October 28, 2020 Samkvæmt planinu eins og það virðist líta út fyrir í dag þá er ætlunin að hefja tímabilið aftur 22. desember og klára það síðan fyrir Ólympíuleikana í júlí. Til að svo geti farið þá þarf að fækka leikjum úr 82 í 72. Það var að sjálfsögðu ekkert 82 leikja tímabil í ár vegna kórónuveirunnar. Leikjadagskráin verður einnig sett upp þannig að liðin þurfi að ferðast sem minnst en stefnan hefur verið sett á að minnka ferðalög liðanna um 25 prósent. Liðin munu því líka mætast nokkrum sinnum á stuttum tíma og klára þannig alla innbyrðis leiki sína í röð. A 'substantial faction of players and star players' are pushing to start the NBA season on Jan. 18, per @ChrisBHaynes pic.twitter.com/IIyUPG8sjw— Bleacher Report (@BleacherReport) October 28, 2020 NBA-deildin kláraðist eins og áður sagði um miðjan október en hún átti auðvitað að klárast í júní. Margra mánaða hlé varð á deildinni vegna kórónuveirunnar en NBA tókst engu að síður að klára hana í búbblu á Flórída sem tókst að mörgu leyti mjög vel. NBA vill alls ekki missa út jólaleikina sína en NBA hefur átt Jóladag í bandarísku íþróttasjónvarpi. Á móti kemur er búist við því að margir af reynsluboltum deildarinnar taki sér lengra frí og verði því ekki að spila fyrstu vikur eða fyrsta mánuðinn á nýrri leiktíð en það á eftir að koma betur í ljós. Margir af reynslumeirum leikmönnum deildar eru að berjast fyrir því að tímabilið hefjist ekki fyrr en 18. janúar á nýju ári. The longest NBA season ever began one year ago today pic.twitter.com/GitdL7nNvv— SportsCenter (@SportsCenter) October 22, 2020
NBA Mest lesið Kennir kynlífi með kærastanum um að hún féll á lyfjaprófi Sport Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ Körfubolti Missti tönnina, tók hana upp og fór í bikarúrslit Handbolti Íslandsmethafinn segir enga virðingu borna fyrir íþróttafólkinu: „Út í hött“ Sport Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Handbolti Annar keppandi stal skíðum Fróða á HM Sport Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Körfubolti „Þú ert að tengja þetta við Rashford“ Enski boltinn Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Handbolti Fleiri fréttir Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Sjá meira