Afkoma Arion tæpir fjórir milljarðar á þriðja ársfjórðungi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2020 17:27 Benedikt Gíslason er bankastjóri Arion banka. Arion banki Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér. Íslenskir bankar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Sjá meira
Afkoma Arion banka á þriðja ársfjórðungi var alls 3,9 milljarðar króna, sem er umtalsvert betri afkoma en á þriðja ársfjórðungi síðasta árs að því er fram kemur í tilkynningu frá bankanum. Afkoma fjórðungsins nam 3.966 milljónum króna og 6.708 milljónum króna fyrstu níu mánuði ársins. Arðsemi eiginfjár var 8,3 prósent á fjórðungnum og 4,7 prósent á fyrstu níu mánuðum ársins. Afkoma af áframhaldandi starfsemi bankans var 4.961 milljónir króna og jókst um 31 prósent frá þriðja ársfjórðungi á síðasta ári. Heildareignir námu 1.236 milljörðum króna í lok september 2020, samanborið við 1.082 milljarða króna í árslok 2019. Lausafé bankans jókst þar sem ekki varð af fyrirhugaðri 10 milljarða króna arðgreiðslu og vegna útgáfu skuldabréfa undir viðbótar eiginfjárþætti 1 í febrúar og aukningar innlána. Lán til viðskiptavina hækkuðu lítillega frá áramótum, aðallega húsnæðislán. Innlán jukust um 22 prósent frá áramótum. Heildar eigið fé í lok september nam 192 milljörðum króna, samanborið við 190 milljarða króna í árslok 2019. Niðurfærslur útlána aukast, aðallega vegna neikvæðari forsendna vegna Covid-19 en endurskipulagning hjá Valitor dregur úr neikvæðum áhrifum félagsins á uppgjör bankans, að því er segir í tilkynningu. „Eftirspurn eftir íbúðalánum var óvenju mikil á ársfjórðungnum sem ásamt öðru leiddi til þess að lánasafn bankans hefur vaxið. Lausafjár- og eiginfjárstaða bankans heldur áfram að styrkjast og er sterkari en nokkru sinni. Bankinn er í raun í þeirri stöðu að vera með of mikið eigið fé sem nær ómögulegt er að ávaxta í takt við markmið bankans. Framundan er vetur sem mun einkennast af umtalsverðri óvissu. Við sjáum það t.a.m. á varúðarniðurfærslum í lánasafninu og niðurfærslu á eignum bankans til sölu á þriðja ársfjórðungi. Þetta er einfaldlega sá raunveruleiki sem við búum við þessi misserin. Við munum vinna með viðskiptavinum okkar og gera okkar besta til að styðja við þá í gegnum þetta tímabil,“ er haft eftir Benedikti Gíslasyni, bankastjóra Arion banka í tilkynningunni sem lesa má í heild sinni hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Viðskipti innlent „Oft velur maður frekar það sem maður er góður í“ Atvinnulíf Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Viðskipti innlent „Hef einstaklega gaman af þessari stanslausu niðurlægingu“ Atvinnulíf Verkefnin í fyrra: Stelpupabbar, forðunarhegðun, mismunun og áherslan á jákvæðnina Atvinnulíf Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Sorpa endurskoðar verðskrá vegna losunar hrossataðs Neytendur Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Garðar Hannes hættir hjá Eik fasteignafélagi Fluttur til Austin vegna útrásar súkkulaðismjörsins Sjá fótgangendur með endurskin fimm sinnum fyrr Furðar sig á blekkingarbrigslum Heimildarinnar Play telur ríkið geta sparað sér tugi milljóna Segja umfjöllun sem geri Carbfix tortryggilegt fulla af rangfærslum Hafa bæst í eigendahóp PwC Ráðin sviðsstjóri hafnarinnviða Ráðinn nýr framkvæmdastjóri Domino's á Íslandi Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Sjá meira