Alkóhólismi föður míns hefur litað allt mitt líf Stefán Árni Pálsson skrifar 29. október 2020 11:30 Sigrún Ósk fer um víðan völl í þættinum og opnar sig um samband hennar við föður sinn. Vísir/vilhelm Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði. Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
Sigrún Ósk Kristjánsdóttir er orðin ein reynslumesta og vinsælasta fjölmiðlakona landsins. Á undanförnum árum hefur hún vakið gríðarlega mikla athygli fyrir þættina Leitin að upprunanum sem hafa verið á dagskrá á Stöð 2. Einnig hefur hún slegið í gegn í skemmtiþáttunum Allir geta dansað. Sigrún Ósk er gestur vikunnar í Einkalífinu. Á hennar ferli sem fjölmiðlakona hefur hún margoft rætt við Íslendinga sem hafa gengið í gegnum gríðarleg áföll en Sigrún hefur sjálf þurft að takast á við hluti í lífinu, rétt eins og flestir þurfa á einhverjum tímapunkti að gera. „Ég held að fæstir nái því að verða fertugir án þess að upplifa einhver áföll og ég er þar engin undantekning,“ segir Sigrún og heldur áfram. „Maður hefur þurft að sjá á eftir fólki sem manni þótti mjög vænt um og þurft að kveðja fólk. Ég man þegar ég var krakki þá missti maður vini í bílslysum. Það kenndi manni, eins ömurleg lexía og það er, að tíminn er takmarkaður og allt það.“ En þegar kemur að hlutum sem hafa mótað Sigrúnu sem manneskju þá svarar hún: „Þá er alkóhólismi föður míns efst á blaði og það hefur svona litað allt mitt líf frá því að ég var barn fram á fullorðins ár. Það er með það eins og annað að allir erfileikar kenna manni líka. Hlutir eins og dómharka, ég dæmi fólk bara sjaldnast. Maður er bara barn þegar maður uppgötvar það að besta fólk gerir hluti sem eru ekki til fyrirmyndar.“ Klippa: Einkalífið - Sigrún Ósk Kristjánsdóttir Sigrún segist hafa verið meðvirk sem barn og alltaf reynt að vera eins stillt og hún gat. „Það er ekki langt síðan að ég fattaði hvað þetta hafði mikil áhrif á mann af því að það eru margir sem alast upp við eitthvað miklu verra. Pabbi hefur aldrei verið vondur við mig, aldrei nokkur tímann eins veikur og hann er. Ég á mömmu sem er skotheld. Ég man þegar ég fór í gegnum öll unglingsárin að ég var bara pirruð þegar ég heyrði fólk tala um alkóhólisma sem sjúkdóm því mér fannst það bara móðgun við fólk með krabbamein. Ég var síðan orðin fullorðin þegar ég áttaði mig á því að þetta er ekki eitthvað sem nokkur maður velur sér. Ömurðin er bara þannig og fólk er kannski búið að leggja botnlaust á sig í að koma sér á betri stað en endar alltaf í sama farinu. Þá getur þetta ekki verið annað en einhver veiki.“ Í þættinum hér að ofan ræðir Sigrún einnig um þættina Leitin að upprunanum og hvernig það getur tekið á að vinna það efni, hvernig fjölmiðlaferill hennar hófst, hjónabandið og fjölskyldulífið, þætti á borð við Allir geta dansað, Neyðarlínuna og fleiri verkefni og framhaldið en á næstu misserum hefst fjórða þáttaröðin af Leitin að upprunanum sem verður með öðru sniði.
Einkalífið Fíkn Fjölmiðlar Tengdar fréttir MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00 Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31 Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Áskoraranir í fyrra: Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn Lífið Fleiri fréttir Brenton Wood er látinn „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Bráðum verður hún frú Beast Heimili Walter White til sölu eftir áralangan ágang aðdáenda Jeff Baena eiginmaður Aubrey Plaza látinn „Þurfti að berjast við tárin“ þegar Vigdís mætti í settið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Sjá meira
MeToo gjörbreytti Hollywood: Stappaði niður fætinum þegar hún var beðin um að gera aðra hluti en að leika Ragnheiður Ragnarsdóttir er heldur betur mögnuð kona. Sunddrottning sem endaði á hvíta tjaldinu í heimsfrægu þáttunum Vikings þar sem hún fór með hlutverk Gunnhildar. 25. október 2020 10:00
Neyslan, kvíðinn og skilnaðurinn sem bjargaði hjónabandinu: „Þurftum að hlaupa á þessa veggi“ Þorkell Máni Pétursson hefur starfað sem útvarpsmaður á X-inu 977 í yfir tuttugu ár. Hann er einnig starfandi umboðsmaður og með listamenn á borð við Friðrik Dór Jónsson og Jón Jónsson á sínum snærum, en lengi vel var hann umboðsmaður rokksveitarinnar Mínus. 16. október 2020 11:31