„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. október 2020 19:23 „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi. Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
„Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími,“ segir Ásta Olga Magnúsdóttir, varaformaður íbúaráðs Vesturbæjar aðspurð um það hvað henni finnist um að langur tími gæti liðið þangað til að rústir hússins sem brann við Bræðraborgarstíg í sumar verði fjarlægt. Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. Ásta Olga ræddi við Lillý Valgerði Pétursdóttur í beinni útsendingu í fréttum Stöðvar 2 í kvöld um málið. „Það eru náttúrulega ömurlegar fréttir sem voru að berast í dag að það gæti liðið svona langur tími. Okkur datt það ekki í hug,“ sagði Ásta Olga. Íbúaráðið telur mikilvægt að rústir hússins verði fjarlægðar strax í nóvember. Hætta stafi af rústunum og þær veki óhug hjá nágrönnum. Þetta kom fram í bókun íbúaráðs sem lögð var fram á fundi ráðsins á miðvikudag í síðustu viku. Bent var á að rústir hússins hafi staðið í fjóra mánuði en rannsókn á vettvangi sé löngu lokið. Enn sé brunalykt af rústunum, hætta að börn fari inn í húsið, að aftur kvikni í eða að það „hrynji alveg í næstu haustlægð“. Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. Íbúar vilja hins vegar sem fyrr segir að rústirnar verði fjarlægðar sem fyrst, ekki sé boðlegt að rústirnar blasi við í vetur. „Fyrir fólk sem er hérna í næstu húsum er það alveg gjörsamlega óviðunandi.“ Karlmaður hefur verið ákærður fyrir manndráp og íkveikju vegna brunans. Fram kemur í ákæru að hann hafi kveikt eld á þremur stöðum í húsinu. Afleiðingarnar voru þær að tvær konur og einn karlmaður létust í brunanum, öll þrjú frá Póllandi.
Reykjavík Slökkvilið Bruni á Bræðraborgarstíg Tengdar fréttir Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59 Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40 Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57 21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13 Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Fleiri fréttir Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Sjá meira
Erfitt að skylda eigandann til að rífa húsið Byggingarfulltrúi Reykjavíkur segir að erfitt geti reynst að skylda eiganda hússins sem brann við Bræðraborgarstíg til að rífa það. Hann segir mikilvægt að tryggja að ekki stafi hætta af húsinu og ætlar að boða eigandann á sinn fund sem fyrst. 27. október 2020 16:59
Útilokar að húsið verði rifið á þessu ári Lögmaður eiganda hússins að Bræðraborgarstíg 1, sem brann í lok júní, segir útilokað að hægt verði að rífa húsið á þessu ári. Ágreiningur sé uppi á milli eiganda og tryggingarfélagsins, sem tryggði húsið, sem þurfi fyrst að leysa úr og það geti tekið ár. 27. október 2020 13:40
Segja rústirnar hættulegar og vekja „daglegan óhug“ Íbúaráð Vesturbæjar telur mikilvægt að rústir húss að Bræðraborgarstíg 1 sem brann í lok júní síðastliðnum verði fjarlægðar strax í nóvember. 27. október 2020 08:57
21 látið lífið í eldsvoðum á rúmum áratug Alls hefur 21 látist í eldsvoðum á Íslandi frá ársbyrjun 2010 til dagsins í dag. 20. október 2020 07:13
Bótakröfur vegna brunans hlaupi á tugum milljóna Bæði þau sem urðu fyrir líkams- eða eignatjóni vegna brunans á Bræðraborgarstíg í sumar og aðstandendur þeirra þriggja sem létust hafa farið fram á skaða- eða miskabætur frá manninum sem hefur nú verið ákærður fyrir að valda brunanum. 18. september 2020 18:55