Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára Heimir Már Pétursson skrifar 27. október 2020 19:21 Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex. Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira
Eins árs leiðangur tuga vísindamanna alls staðar að úr heiminum á Norðurskautið staðfestir að hraðar breytingar eru að eiga sér stað þar sem muni hafa mikil áhrif á veður og loftslag alls staðar í heiminum. Norðurskautið gæti orðið íslaust að sumri innan tuttugu ára. MOSAIC verkefnið er umfangsmesti vísindaleiðangur sem farinn hefur verið á Norðurskautið. Hann hófst í september í fyrra og lauk í september á þessu ári og í dag kynnti Alfred Wegener stofnunin í Þýskalandi fyrstu niðurstöðurnar á webinar hjá Arctic Circle. Ekkert svæði í heiminum hlýnar hraðar en Norðurskautið og segja vísindamenn allt sem gerist þar endurspeglast um allan heim. Þýski ísbrjótuinn Pólstjarnan var aðalbækistöð tuga vísindamanna og fjölda annarra sem að leiðangrinum komu í heilt ár.Alfred Wegener Institute/M Hoppmann Þýski ísbrjóturinn Pólstjarnan rak með ísbreiðunni allan síðasta vetur og naut stuðnings flugvéla og annarra skipa varðandi vistir og áhafnaskipti. Markus Rex leiðangursstjóri segir tugi vísindamanna alls staðar að úr heiminum hafa safnað gífurlegu magni gagna og sýna úr ísnum, hafinu og andrúmsloftinu. „Við höfum núna meiri skilning á virkni lofslagskerfa heimskautanna. Við getum framkallað virknina betur í tölvum okkar, það er að segja í loftslagslíkönum okkar. Hingað til höfum við þurft að giska á hvernig þessir ferlar eiga sér stað," segir Rex. Markus Rex leiðangursstjóri MOSIAC leiðangursins segir mannkynið enn hafa möguleika á að snúa þróuninni á Norðurskautinu við með stórfelldri minnkun losunar á gróðurhúsalofttegundumAlfred Wegener Institude/Jan Pauls Þetta muni auðvelda vísindamönnum að þróa nákvæmara spálíkan. Þá komst leiðangurinn nær norðurpólnum að vetri til en nokkru sinni hefur áður tekist eða í um 917 metra fjarlægð. „Ísinn hörfar. Á svæðinu norður af Grænland á ísinn venjulega að vera þykkur og þar á að vera margra ára gamall ís. Þar fundum við hins vegar víðáttumikil íslaus svæði. Jafnvel á sjálfum Norðurpólnum var ísinn uppleystur, mjög bráðinn og holóttur." segir Rex. Ef ekkert verði að gert geti norðurskautið orðið algerlega íslaust yfir sumarmánuðina eftir um tuttugu ár. Breytingarnar valdi veðurfarsbreytingum og ofsaveðrum um allan heim. Hugsanlega fáum við ekki íslaus sumur á heimskautssvæðinu ef við grípum til ráðstafana til að draga úr gróðurhúsalofttegundum. Settar hafa verið fram tilgátur um að þetta takist ekki en þó er ekki öll von úti," segir Markus Rex.
Vísindi Veður Loftslagsmál Norðurslóðir Hringborð norðurslóða Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Ekki lægri meðalhiti frá árinu 1997 Veður Fleiri fréttir Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Sjá meira