Ágúst pantaði fjögurra punkta öryggisbelti á AliExpress en fékk fullt af kynlífsdóti Stefán Árni Pálsson skrifar 27. október 2020 12:30 Ágúst ætlaði ekki að trúa sínum eigin augum þegar hann opnaði pakkann. „Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“ Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira
„Ég var sem sagt að panta 4 punkta belti sem ég ætlaði að setja á Power Wheels rafmagns bíl sem sonur minn situr í og keyrir. Hann vildi eiga kappaksturs bíl eins og pabbi, en ég á gamlan rallý bíl sem hefur svona belti,“ segir Ágúst Bjarneyjarson, bifvélavirki frá Eyrarbakka, sem lenti heldur betur í skrautlegu atviki þegar hann ætlaði sér að panta slíkt bílbelti á vefsíðunni AliExpress. Þegar pöntunin kom til landsins var kassinn fullur af beltum sem eru oftar notuð í kynlífi, og ekki inni í bifreiðum. Ágúst auglýsti vörurnar í kjölfarið til sölu á Brask og brall og voru viðbrögðin heldur betur mikil þar. „Ég náttúrulega sprakk úr hlátri þegar ég opnaði pakkann og fór strax inn á appið og skoða hvað ég hafi verið að panta. Ég hafði pantað rétt, pöntunin var bílbeltið. Ég tók strax mynd af þessu sem ég fékk og sendi seljandanum. Það var ekkert mál að fá endurgreitt, tók einhverja daga og þá var það komið inn á kortið mitt,“ segir Ágúst sem var samt sem áður enn með vörurnar á Eyrarbakka. „Viðbrögðin inni á Brask og brall hafa alls ekki staðið á sér. Þar eru á þriðja hundrað athugasemdir og yfir þúsund manns sem hafa lækað.“ Hann segir að um tíu manns hafi sent honum skilaboð í kjölfari auglýsingarinnar. „Flest var bara bull en svo tilboð í þetta inn á milli. Allt frá framvísun á ferðaávísuninni og upp í sjö þúsund krónur. En svo gekk það síðarnefnda til baka, en ég náði samningum við einn aðila. Sá millifærði á mig og sendi mér heimilisfang vinar síns og bað mig að senda þetta nafnlaust til viðkomandi í einmitt glærum plastpoka. Ég er alltaf til í gott grín, þannig pokinn fer fljótlega í póst. Þessi aðili bað mig að bíða með það í nokkra daga að senda þetta og leyfa þessu aðeins að gleymast.“
Grín og gaman Kynlíf Árborg Mest lesið Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Lífið Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum Lífið Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lífið Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Menning Leikirnir sem beðið er eftir Leikjavísir „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Lífið Nýársswing með handbremsu Gagnrýni Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Laufey ástfangin í eitt ár Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm „En við losnum aldrei við Jón Gunnarsson“ Íris Ósk seldi hönnunarhöllina á 230 milljónir Gervifullnægingar og lélegt kynlíf tilheyri 2024 Opið samband fer úrskeiðis KSI kýlir út í íslenska loftið Benni Boga og Úlla seldu húsið á 219 milljónir Eva og Kári ætla að nýta hverja stund saman Mætti haldast í lokuðu Facebook hópunum Guðmundur í Brim nældi í treyjuna Stjörnulífið: Áramót, kossaflens og þakklátar stjörnur Hafdís leitar að húsnæði Zaldana, Brody, Moore og Culkin meðal sigurvegara kvöldsins Asninn að baki Asna allur Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Brenton Wood er látinn Sjá meira