Alls var kröfum upp á tæplega 433 milljónir króna lýst í þrotabú Tölvuteks, sem samþykkt var að taka til gjaldþrotaskipta í júlí á síðasta ári. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu en mbl greindi fyrst frá.
Tæplega 61 milljón fékkst upp í kröfurnar, eða 14% heildarkrafna. Þar af voru 5,3 milljónir sem fengust upp í samþykktar búskröfur, en samþykktar veðkröfur voru rúmlega 5,3 milljónir, og fékkst upp í 29,32% þeirra.
Ekki kom til úthlutunar upp í forgangs-, almennar og eftirstæðar kröfur. Samþykktar forgangskröfur námu tæðum 76 milljónum króna, en ekki var tekin afstaða til almennra og eftirstæðra krafna.
Í kjölfar þess að búið var tekið til gjaldþrotaskipta síðasta sumar var stofnað nýtt félag með sama nafni, og starfar það í dag sem dótturfélag Origo.