Líf í húfi Kristbjörg Þórisdóttir skrifar 26. október 2020 14:00 Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Geðheilbrigði Mest lesið Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Skoðun Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Skoðun Tryggjum gæði í mannvirkjaiðnaði Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar Skoðun Fjárfestum í vegakerfinu Stefán Broddi Guðjónsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Ísland og lausnir – I – stéttarfélög Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Skjánotkun foreldra - tímarnir breytast og tengslin með? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Til þjónustu reiðubúin í Garðabæ Almar Guðmundsson skrifar Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar Skoðun Tilvistarkreppa leikskólakennara? Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nauðgunarmál, 2. grein. Upplýsingar fást ekki Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ekki láta aðra kjósa fyrir þig Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Er tantra einungis um kynlíf? Rajan Parrikar skrifar Sjá meira
Í grein sem nýlega birtist í Læknablaðinu eftir Ólaf B. Einarsson verkefnastjóra hjá Embætti Landlæknis kemur fram að 17,6% fullorðinna á Íslandi (18 ára og eldri) hafi leyst út þunglyndislyf árið 2019. Í skýrslu OECD um stöðu heilbrigðismála í aðildarlöndunum, Health at a glance kemur fram að notkun þunglyndislyfja hafi verið mest á Íslandi um nokkurt skeið. Fyrir árið 2019 var hún 147,1 dagsskammtar á hverja 1000 íbúa (DDD/1000 íbúa á dag) og á árinu hafi 52.000 Íslendingar leyst út þunglyndislyf. Þannig hefur hlutfallslegur fjöldi þeirra sem leysa þunglyndislyf út hér á landi aukist um 35,4% á síðastliðnum 10 árum. Kannanir benda hins vegar til þess að algengi þunglyndis sé 3,8% - 4,8% á Íslandi sem er sambærilegt hinum Norðurlöndunum. Hvernig stendur á þessu? Getur verið að ein skýringin sé sú að aðgengi að gagnreyndri niðurgreiddri sálfræðimeðerð hefur verið lítið sem ekkert undanfarin ár? Heimsfaraldur ógnar geðheilsu Fyrir okkur sem störfum við geðheilbrigðisþjónustu dags daglega vekja þessar tölur virkilegan ugg í brjósti. Tölurnar eru sláandi í sjálfu sér en ekki síst í ljósi þess að sá heimsfaraldur sem við glímum nú við ógnar verulega geðheilsu almennings. Við finnum að róðurinn er að þyngjast. Það ástand sem ríkir vegna faraldursins getur haft margþætt áhrif á geðheilsu fólks og ákveðinn hópur veikist beinlínis vegna faraldursins eða þeirra alvarlegu afleiðinga sem hann hefur haft í för með sér á heilsu, afkomu, félagslega stöðu, lífsstíl og margt annað sem tengist daglegu lífi og velferð okkar. Flýta þarf uppbyggingu á þrepaskiptu geðheilbrigðiskerfi Hvað er til ráða hér á landi? Það er mitt mat að ýmislegt jákvætt hafi verið gert undanfarin misseri til þess að bæta geðheilbrigðiskerfið og auka aðgengi að sálfræðingum ásamt því að reyna að efla teymisvinnu. Það er jafnframt mitt mat að miðað við þá stöðu sem við stöndum frammi fyrir í heimsfaraldri þurfi að margfalda slagkraftinn og hraða þeim breytingum sem þarf að ráðast í. Flýta þarf uppbyggingu sálfræðiþjónustu í heilsugæslunni með það markmið að leiðarljósi að ekki myndist biðlistar. Niðurgreiða þarf þjónustu sjálfstætt starfandi sálfræðinga. Styðja þarf við félagasamtök og aðrar stofnanir samfélagsins (þriðja geirann) sem sinna geðheilbrigðismálum. Byggja þarf upp raunverulegt þrepaskipt geðheilbrigðiskerfi þar sem þjónusta á hverju þrepi virkar sem skyldi. Áskorun til stjórnvalda Ég er ein þeirra sem hef barist fyrir þessum breytingum frá árinu 2010 bæði í störfum mínum sem sálfræðingur en einnig á vettvangi stjórnmálanna. Ég skora á þingheim og ríkisstjórn að sýna í verki að við ætlum okkur að breyta þessari stöðu og byggja upp gott geðheilbrigðiskerfi. Tryggja þarf fjármagn í það frumvarp sem samþykkt var nýlega í þinginu um niðurgreiðslu á sálfræðiþjónustu ásamt þvi að gefa verulega í þá úthlutun sem ætluð er geðheilbrigðiskerfinu. Það er svo sannarlega líf í húfi! Höfundur er varaþingmaður Framsóknar og sérfræðingur í klínískri sálfræði fullorðinna.
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Skoðun Reykjavík er höfuðborg okkar allra Ásthildur Sturludóttir,Dagmar Ýr Stefánsdóttir,Eyrún Ingibjörg Sigþórsdóttir,Gerður Björk Sveinsdóttir,Íris Róbertsdóttir,Jóna Árný Þórðardóttir,Katrín Sigurjónsdóttir,Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir,Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Sigurjón Andrésson skrifar
Skoðun Vindmyllugarðar í einkaeigu ekki hagkvæmir fyrir almenning Hildur Þórðardóttir,Stefanía Gísladóttir skrifar
Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir Skoðun