Prófið þess eðlis að nauðsynlegt var að hafa það í formi staðprófs Atli Ísleifsson skrifar 26. október 2020 12:48 Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Háskóli Íslands/Kristinn Ingvarsson Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís. Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira
Herdís Sveinsdóttir, deildarforseti hjúkrunarfræðideildar HÍ, segist vel skilja áhyggjur nemenda af því að þurfa að taka staðpróf á tímum sem þessum. Kennari og skólinn hafi hins vegar metið að umrætt próf fyrir fjórða árs nema hafi verið þess eðlis að ekki væri hægt eða rétt að hafa það í formi heimaprófs. Þetta segir Herdís í samtali við Vísi, aðspurð um orð hjúkrunarfræðinemans Rakelar Sifjar Magnúsdóttur, sem sagði það vera „út í hött“ og „óábyrgt“ af hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands að hópa nemendur saman með því að standa fyrir staðprófi. „Ég vil ekki eiga á hættu á að bera inn smit á spítalann þar sem ég vinn með fólki í áhættuhópi,” sagði Rakel Sif sem er á fjórða ári í náminu, en neyðarstigi var komið á á Landspítalanum í gær í kjölfar hópsýkingar á Landakoti. Verða að kunna efnið upp á 10 Herdís segir að prófið hafi farið fram í húsnæði Eirbergs í morgun, þar sem nemendum, milli áttatíu og hundrað talsins, hafi verið deilt niður á stofur og tekið prófið. Hafi verið tryggt að sóttvarnareglum væri fylgt í hvívetna. „Þetta próf sem nemendur voru að fara í er svokallað lyfjaútreikningapróf, sem er stigvaxandi í náminu frá öðru ári. Nemendur verða að fá 100 prósent út úr prófinu. Þetta eru yfirleitt tíu spurningar og þú mátt ekki falla á neinni spurningu. Þú verður, værsgo, að kunna að reikna styrkleika lyfja. Í þessu tilviki var þetta í barnahjúkrun og það segir sig sjálft að það skiptir gífurlega miklu máli að geta reiknað út réttan lyfjastyrk. Það má skiljanlega ekkert út af bregða í þeim efnum,“ segir Herdís. Nemendur fái þekkinguna ekki frá næsta manni Herdís segir það hafi því verið ákveðið að hafa þetta próf í staðprófi. „Það er þannig að við erum að reyna að hafa heimapróf eins og allir aðrir þegar það á við. Við erum í ofsalega erfiðum aðstæðum, háskólinn. Við skiljum áhyggjur nemenda mjög vel, en kennari mat það svo – og ég held að það séu margir sammála því í þessu tilviki – að nemendur verði að kunna að sýna fram á þekkingu sína sjálfir, en að þeir fái hana ekki frá næsta manni.“ Háskóli Íslands Í góðum samskiptum við Landspítalann Herdís tekur einnig fram að við alla ákvarðanatöku sem snúi að þessum málum þá sé hún í góðum samskiptum við Landspítalann þar sem margir nemendanna eru að vinna með námi. „Nemendur hafa skiljanlega áhyggjur af því að smita sjúklingana þar sem þar eru. Ég gef engar leiðbeiningar út án samráðs við Landspítala. Hvort það sé í lagi að nemendur við deildina fylgi sömu reglum og aðrir nemendur háskólans og fari í staðpróf, líkt og Háskóli Íslands hefur sjálfur heimilað. Ef ég fæ það svar frá spítalanum að það sé í lagi, þá vinnum við með það. Sóttvarnalæknir hefur sömuleiðis bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir. Hann gefur leiðbeiningar til neyðarstjórnar HÍ sem hefur líka ákveðnar forsendur til að taka ákvarðanir. Sömu sögu er að segja af Landspítalanum. Ég held að það sé langsamlega best að fylgja þeim sem hafa bestu forsendurnar til að taka ákvarðanir í stað þess að hlaupa fram og til baka,“ segir Herdís.
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Fleiri fréttir Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Sjá meira