Björgvin Páll ósáttur með eineltisumræðu: „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 23:34 Björgvin Páll Gústavsson segir „gjörsamlega galið“ að fólk hafi skipst í fylkingar í umræðu um eineltismál. vísir/afp Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020 Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson landsliðsmaður í handbolta segir það gjörsamlega galið að fólk skuli hafa skipt sér í fylkingar í umræðu um eineltismál í grunnskólum. Hann hafi grátið bæði af leiða og vonbrigðum yfir okkur sem samfélagi. Björgvin birti í gær myndband á Facebook-síðu sinni þar sem hann fjallaði um eineltismál og sagði hann í færslunni með myndbandinu mikilvægt að opna á umræðuna um einelti og skoða hana frá öllum hliðum. Einelti hefur verið mikið í umræðunni eftir að móðir Ólívers, drengs á ellefta ári, greindi frá alvarlegu einelti sem hann hefur orðið fyrir undafarin misseri. Björgvin Páll birti færslu á Facebook í kvöld þar sem hann segist vonsvikinn yfir viðbrögðum almennings við fréttunum um Ólíver. „Fólk er hreinlega tilbúið að taka 10 ára börn af lífi og láta þung orð falla um mál sem það veit ekkert um. Við leysum ekki vandamálin með því að „glæpavæða“ gerendur eineltis, einbeita okkur að refsiaðgerðum og klína ábyrgðinni á kerfið, skólann eða fólk sem er að gera sitt besta,“ skrifar Björgvin. Hann segir galið að fólk haldi því fram að eineltismál hafi eitthvað með skólakerfið okkar, ákveðna skóla eða ákveðið starfsfólk að gera. „Skólarnir eru stútfullir af hæfileikaríku fólki sem vill gera vel. Það að rífa kennara eða skólastjórnendur niður í svaðið er alveg sérstaklega ömurlegt því að þau geta ekki svarað fyrir sig með neinum hætti,“ skrifar hann. „Ábyrgðin liggur alveg eins hjá okkur sem samfélagi í hlutum eins og einelti. Það sem að ég hef orðið vitni af á samfélagsmiðlum og eins í kommentankerfum sýnir að mínu mati rót vandans,“ skrifar Björgvin. Hann segir mikilvægt að við munum að tvær hliðar séu á öllum peningum, hliðin sem ekki sjáist sé oft full af vanlíðan. Síðasti sólarhringur hefur verið ein mín mesta rússíbanaferð í lengri tíma. Þetta byrjaði allt þegar ég setti mig í...Posted by Björgvin Páll Gústavsson on Sunday, October 25, 2020
Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Brosir hringinn eftir skilaboð frá þeim sem hann dýrkar og dáir mest 24. október 2020 22:46 Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34 „Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33 Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Jón Daði tengir við eineltið í Sjálandsskóla: „Þú ert hæfileikaríkur og flottur gæi“ Jón Daði Böðvarsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, segist tengja við eineltið sem ungur Garðbæingur hefur orðið fyrir en Vísir fjallaði í dag um barn sem hætti nýverið í Sjálandsskóla í Garðabæ sökum eineltis. 23. október 2020 20:34
„Mér líður svo illa í skólanum að mig langar að deyja“ Móðir barns sem nýverið hætti í Sjálandsskóla í Garðabæ lýsir grimmu einelti í garð sonar síns í bæjarfélaginu, bæði í skólanum og á íþróttaæfingum hjá Stjörnunni. Svo slæmt var ástandið orðið að sonur hennar hafði orð á því að hann vildi deyja. Hún segir skólakerfið eiga erfitt með að taka á eineltismálum. 23. október 2020 14:33