Fauci telur að bóluefni verði tilbúið fyrir árslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 25. október 2020 19:46 Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að bóluefni gegn kórónuveirunni geti verið tilbúið fyrir lok árs. Getty/Alex Edelman Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Anthony Fauci, helsti sóttvarnasérfræðingur Bandaríkjastjórnar, telur að það verði komið á hreint fyrir árslok hvort bóluefni sem nú eru í þróun verði nothæf og virki gegn Covid-19 veirunni. Hann segir spurninguna þó vera, ef nothæft bóluefni verður tilbúið, hverjum eigi að gefa það fyrst og hvernig eigi að gefa það. Það sé ljóst að ekki verði hægt að bólusetja alla í einu. „Í desember verður sannarlega ekki til nóg af bóluefni til að bólusetja alla. Við munum þurfa að bíða í nokkra mánuði af næsta ári. Það sem hefur hins vegar verið gert er að það hefur verið forgangsraðað, þannig að einstaklingar líkt og heilbrigðisstarfsmenn verða líklegast þeir sem fá fyrstir bóluefnið,“ sagði Fauci í viðtali hjá breska ríkisútvarpinu. Næstir til að verða bólusettir verði svo líklega þeir sem eru í áhættuhópum. Hann telur að bólusetning þessara fyrstu hópa geti hafist í lok árs eða á fyrstu mánuðum 2021. „En þegar við tölum um að bólusetja nægilega stóran hóp fólks til þess að það hafi áhrif á þróun faraldursins tekst það að öllum líkindum ekki fyrr en seint á næsta ári,“ sagði Fauci. Átta bóluefni gegn Covid-19 eru nú á lokastigi prófana á heimsvísu. Sérfræðingar hafa sagt að fýsilegast væri ef bóluefnið myndi mótefni gegn kórónuveirunni hjá um 70 prósentum bólusettra. Aldrei megi minna en 50% bólusettra mynda mótefni við veirunni.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33 Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30 Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Ætluðu að gefa jólasveinum forgang að bóluefni fyrir áróðursherferð Heilbrigðisráðuneyti Bandaríkjanna hefur snarlega hætt við margra milljóna dollara opinbera kynningarherferð sem átti að vekja von á meðal almennings í kórónuveirufaraldrinum. 25. október 2020 14:33
Kappræður Trump og Biden: Biden talaði um veiruna en Trump um spillingu Trump lýsti sjálfan sig „minnsta rasistann“ á staðnum og hélt uppi hörðum en óljósum ásökunum um að Biden væri spilltur í síðustu kappræðum forsetaframbjóðendanna í nótt. 23. október 2020 04:30
Næðum ekki hjarðónæmi án alvarlegra afleiðinga Hjarðónæmi við kórónuveirunni næst ekki án alvarlegra afleiðinga og enginn vísindalegur rökstuðningur hefur verið settur fram fyrir hugmyndum um að aflétta sóttvarnaaðgerðum og treysta á náttúrulegt hjarðónæmi, að sögn íslenskra sérfræðinga. 21. október 2020 07:01