Stjórnarformaður Samsung og ríkasti maður Suður-Kóreu látinn Kjartan Kjartansson skrifar 25. október 2020 09:05 Lee Kun-hee árið 2011 þegar hann stýrði sendinefnd Suður-Kóreu sem sóttist eftir að halda Vetrarólympíuleikana árið 2018. AP/Schalk van Zuydam Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung Group, er látinn 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara, jafnvirði hátt í þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Samsung Group er stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu. Lee tók við fyrirtækinu af föður sínum sem stofnaði það árið 1938. Hann byrjaðir fyrst að vinna fyrir samsteypuna árið 1968 og tók við sem stjórnarformaður eftir andlát föður síns árið 1987. Í tíð Lee varð Samsung Group að einu mesta viðskiptaveldi í heimi. Þrátt fyrir auðævi og velgengni í viðskiptalífinu forðaðist Lee sviðsljósið og var þekkur sem „einsetukóngurinn“ í Suður-Kóreu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var ekki óumdeildur og var í tvígang sakfelldur fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hafa mútað Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta landsins. Eftir að Lee var ákærður fyrir skattvik og fjárdrátt árið 2008 vék hann úr stóli stjórnarformanns. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en hlaut forsetanáðun ári síðar og tók aftur við sem stjórnarformaður. Stýrði hann umsókn Suður-Kóreu um Vetrarólympíuleikana árið 2018. Ekki hefur verið greint frá banameini Lee en hann hefur þurft á umönnun að halda frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2014. Samsung Suður-Kórea Andlát Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira
Lee Kun-hee, stjórnarformaður Samsung Group, er látinn 78 ára að aldri. Hann átti þátt í að byggja upp viðskiptaveldi á sviði tæknibúnaðar, vöruflutninga og trygginga og var ríkasti maður Suður-Kóreu með auðævi sem voru metin á hátt í 21 milljarð dollara, jafnvirði hátt í þrjú þúsund milljarða íslenskra króna. Samsung Group er stærsta fyrirtækjasamsteypa Suður-Kóreu. Lee tók við fyrirtækinu af föður sínum sem stofnaði það árið 1938. Hann byrjaðir fyrst að vinna fyrir samsteypuna árið 1968 og tók við sem stjórnarformaður eftir andlát föður síns árið 1987. Í tíð Lee varð Samsung Group að einu mesta viðskiptaveldi í heimi. Þrátt fyrir auðævi og velgengni í viðskiptalífinu forðaðist Lee sviðsljósið og var þekkur sem „einsetukóngurinn“ í Suður-Kóreu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var ekki óumdeildur og var í tvígang sakfelldur fyrir glæpi, þar á meðal fyrir að hafa mútað Roh Tae-woo, fyrrverandi forseta landsins. Eftir að Lee var ákærður fyrir skattvik og fjárdrátt árið 2008 vék hann úr stóli stjórnarformanns. Hann var dæmdur í þriggja ára skilorðsbundið fangelsi en hlaut forsetanáðun ári síðar og tók aftur við sem stjórnarformaður. Stýrði hann umsókn Suður-Kóreu um Vetrarólympíuleikana árið 2018. Ekki hefur verið greint frá banameini Lee en hann hefur þurft á umönnun að halda frá því að hann fékk hjartaáfall árið 2014.
Samsung Suður-Kórea Andlát Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjónvarpskóngur allur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Bölvað basl á Bond Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS TikTok fær síðasta séns fyrir Hæstarétti Ræða samruna Honda og Nissan Bitcoin nær nýjum hæðum vegna Trumps Enn þynnri og samanbrjótanlegur iPhone Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Verð á kaffi sögulega hátt Loka á aðgengi Bandaríkjamanna að mikilvægum málmum Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Danska ríkið kaupir Kastrup Sjá meira