Sport

Anton Sveinn setti nýtt Ís­lands- og Norður­landa­met

Anton Ingi Leifsson skrifar
Anton Sveinn McKee er að gera flotta hluti.
Anton Sveinn McKee er að gera flotta hluti. Mynd/SSÍ/Simone Castrovillari

Anton Sveinn McKee, sundkappi, setti nýtt Íslands -og Norðurlandamet í 200 metra bringusundi í gær.

Anton Sveinn er um þessar mundir að taka þátt í ISL mótaröðinni sem fram fer í Búdapest í Ungverjalandi.

Anton Sveinn sigraði í 200m bringusundi á tímanum 2.01.73, gamla metið átti hann sjálfur 2.02.94, sett á EM25 2019.

Tími Antons var einnig undir Norðurlandametinu sem Svíinn Eric Person átti 2.02.80 sem einnig var sett á EM25 í fyrra.

Anton synti einnig 50m bringusund á tímanum 26.29, Íslandsmetið er 26.14, en hann hafði synt 50 metrana rétt eftir að hafa synt 200 metra bringusundið.

Mótaröðin fer fram næstu vikurnar í Búdapest.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×