Allir bjartsýnir á Sólvöllum þrátt fyrir smit Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. október 2020 14:12 Allt heimilis- og starfsfólk Sólvalla er í sóttkví eftir að kórónuveirusmit greindist á heimilinu. Vísir/Ja.is Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
Tveir íbúar á hjúkrunarheimilinu Sólvöllum á Eyrarbakka greindust með kórónuveiruna í gærkvöldi og hafa allir íbúar og starfsmenn verið sendir í sóttkví. Bakvarðasveitin hefur verið fengin til að aðstoða íbúana. Einn íbúi flutti nýverið á Sólvelli eftir að hafa dvalið á Landakoti og eru smitin rakin til hópsýkingarinnar sem greindist þar í gær. „Það er búið að taka sýni af starfsfólki og við eigum von á að fá niðurstöður jafnvel í kvöld. Þetta er allt saman í ferli, rakningarteymið er að vinna í þessu líka og alls konar aðilar sem halda vel utan um okkur,“ segir Jóhanna Harðardóttir, hjúkrunarfræðingur á Sólvöllum, en 24 starfsmenn og 17 heimilismenn eru nú í sóttkví. Hún segir íbúa nokkuð bratta og að þeir sem smituðust séu með lítil einkenni, en að þeir hafi verið sendir á Landspítalann til frekari aðhlynningar. „Fólk ber sig vel. Við erum búin að undirbúa þetta og heimilismenn hafa fylgst með Covid fréttum og eru vel með á nótunum. Síðan hefur stundum verið heimsóknarbann hjá okkur og fólk er vant þessu. Það eru allir með síma og sjónvarp og ipad inni hjá sér til að nota og fólk gerir bara það besta úr þessu.“ Jóhanna segir að vissulega sé þetta viðkvæmur hópur en heldur í jákvæðnina. „Við erum brött og bjartsýn á að þetta muni allt ganga vel,“ segir hún.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Árborg Eldri borgarar Tengdar fréttir „Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33 Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34 76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07 Mest lesið Ástand mannsins mjög alvarlegt Innlent Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Innlent Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Innlent Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Innlent Ungur maður lést í flugeldaslysi í Danmörku Erlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Tíu látnir eftir að bíl var ekið á fólk í New Orleans Erlent Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Innlent Fleiri fréttir Úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald vegna stunguárásar Eldur í Ártúnsbrekkunni Fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Engin umferðarljós og bara tvö hringtorg í Rangárþingi ytra „Ég lít á það sem skref í átt til jafnréttis“ Mengun margfalt yfir heilsuverndarmörkum en varði skemur en óttast var Árásin á Kjalarnesi: Hinir handteknu allir á fimmtugsaldri Stunguárás og álag á bráðamóttöku vegna ofbeldismála Álag vegna ölvunar og ofbeldis og tvö tilfelli vegna flugeldaslysa Auðun hættur hjá K100 eftir átta ár Ástand mannsins mjög alvarlegt Efna til samráðs við almenning um hagræðingu í ríkisrekstri Fyrsta barn ársins 2025 komið í heiminn Ógnaði fólki nærri Hallgrímskirkju Tveir alvarlega særðir eftir stunguárás á Kjalarnesi Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Sjá meira
„Má alveg búast við að hún dreifist víða og út fyrir veggi Landspítalans“ Sextán sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna. Allt kapp er lagt á að hefta útbreiðslu veirunnar. 24. október 2020 12:33
Býst við fleiri smitum á Landakoti Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. 24. október 2020 11:34
76 ný kórónuveirusmit í gær Sjötíu og sex manns greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær. Af þeim voru tæp 80% í sóttkví þegar þeir greindust. Einn hefur bæst við á gjörgæsludeild á milli daga. 24. október 2020 11:07