Býst við fleiri smitum á Landakoti Kjartan Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifa 24. október 2020 11:34 Þetta er í annað skiptið sem kórónuveirusmit koma upp á Landakoti. Fyrst gerðist það í mars. Vísir/Vilhelm Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Tuttugu og sex starfsmenn og sjúklingar á Landskotsspítala hafa nú greinst smitaðir af kórónuveirunni og býst sóttvarnalæknir við að þeim gæti fjölgað eitthvað á næstu dögum. Hópsmitið sýni hversu lítið þarf til að veiran komist inn í viðkvæma hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir. Landakotsspítala var lokað eftir að hópsmitið kom upp. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, segir að nú séu sextán sjúklingar og tíu starfsmenn smitaðir. Hátt í hundrað starfsmenn séu í sóttkví. „Ég held að það séu nú kannski ekki öll kurl komin til grafar ennþá. Við eigum eftir að fá fleiri sem bætast í þennan hóp en vonandi ekki svo marga í viðbót,“ segir hann. Uppruni sýkingarinnar hefur ekki verið rakinn en Þórólfur segir aðeins þrjá leiðir sem veiran hafi getað farið inn á sjúkrahúsið: með starfsmönnum, sjúklingum eða aðstandendum þeirra. „Það sýnir sig bara hvað þetta er viðkvæmt og oft erfitt. Það þarf ekki mikið til að veiran geti komist inn í þessa viðkvæmu hópa þrátt fyrir strangar reglur og takmarkanir,“ segir hann. Stór hluti þeirra 76 einstaklinga sem greindust smitaðir af veirunni innanlands í gær var á Landakoti. Nýju smitum hafði fækkað nokkuð undanfarna daga en fjöldinn í gær er sá mesti frá 14. október. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm Þórólfur segir þetta nokkuð bakslag en breyti þó ekki stöðu faraldursins svo mikið. „Við höfum alltaf talað um það að við getum búist við því að sjá svona hópsýkingar þannig að kúrfan getur verið upp og niður á milli daga,“ segir hann og bendir á að af þeim sem greindust í gær hafi um 80% verið í sóttkví. „Það er ljósi punkturinn í þessu þannig að vonandi tekst bara að ná fljótt utan um þetta,“ segir sóttvarnalæknir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Landspítalinn Hópsýking á Landakoti Tengdar fréttir Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40 Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48 Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53 Mest lesið Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns Innlent Árni Grétar Futuregrapher látinn Innlent Höfnuðu skopmynd sem sýndi eigandann í vondu ljósi Erlent Austurríkiskanslari segir af sér eftir árangurslausar viðræður Erlent Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Innlent Lentu með veikan farþega í Keflavík Innlent Fleiri fréttir Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Kalt en bjart um helgina Húsráðandi bað lögreglu um að vísa fimmtíu úr samkvæmi „Það er eins og Snæfellsnesið sé komið í gang“ Óttast að Suðurlandið verði að „eyðimörk“ í náinni framtíð Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingar Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Sjá meira
Hópsmit á Landakoti Hópsmit er komið upp á Landakoti og hafa nú alls sextán sjúklingar og sex starfsmenn greinst með veiruna. Landakoti hefur nú verið lokað. 23. október 2020 18:40
Starfsmenn og sjúklingur á Landakoti greindust með veiruna Nokkrir starfsmenn og einn sjúklingur á Landakoti, öldunarlækningadeild Landspítala, greindust með kórónuveiruna síðdegis í gær. 23. október 2020 10:48
Sjö sjúklingar og tíu starfsmenn á Landakoti með smit Sjö sjúklingar á öldrunarspítalanum Landakoti hafa greinst með kórónuveiruna auk tíu starfsmanna. Þetta sagði Páll Matthíasson, forstjóri Landspítalans, á upplýsingafundi vegna kórónuveirunnar í dag. 6. apríl 2020 14:53