Síðasti snjómokarinn og börn á Þingeyri opna Dýrafjarðargöng Kristján Már Unnarsson skrifar 23. október 2020 22:23 Horft frá Þingeyri inn Dýrafjörð. Jarðgöngin opnast í innanverðum firðinum, um 12 kílómetra frá Þingeyri. Vísir/Vilhelm Gunnarsson Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Þar er einnig lýst fyrirkomulagi opnunarathafnarinnar, sem hefst klukkan 14, en hún verður með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Að loknum stuttum ávörpum, sem verður útvarpað og streymt á netinu, mun ráðherra biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. Skólabörn á Þingeyri við gjörninginn vorið 2010 þegar þau byrjuðu að grafa Dýrafjarðargöng.Mynd/Vegagerðin Vestfirðingum býðst að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau hafa verið opnuð. Börnin á Þingeyri munu fyrst aka í gegn Dýrafjarðarmegin, ásamt Gunnari Gísla, en hann mokað hefur Hrafnseyrarheiði í 46 ár, eða frá árinu 1974. Skólabörn á Þingeyri póstleggja bréfið til samgönguráðherra í janúar þar sem þau biðja um að fá að fara fyrst í gegn.Mynd/Vegagerðin Á vef Vegagerðarinnar er rifjað upp að skólabörn á Þingeyri hafi tekið virkan þátt í að þrýsta á samgöngubætur fyrir sveitarfélagið. Fyrir tíu árum, þann 2. júní 2010, hafi hópur krakka úr skólanum ásamt foreldrum og starfsfólki, alls um 70 manns, byrjaði að grafa göngin. Markmið gjörningsins hafi verið að vekja athygli á því að göngin höfðu nokkrum sinnum verið slegin út af samgönguáætlun. Fulltrúar nemenda í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Þingeyri hafi í byrjun þessa árs sent samgönguráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að börnin í skólanum fengju að vera þau fyrstu sem færu í gegnum göngin þegar þau yrðu opnuð. Samgönguráðherra hafi tekið vel í þessa beiðni og í svarbréfi lýst ánægju með að geta uppfyllt ósk barnanna. Ráðherra hafi jafnframt bætt því við að með þeim í för yrði mokstursmaðurinn Gunnar Gísli Sigurðsson. Fólk er hvatt til að halda sig í bílunum og tryggja þannig að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt til hins ítrasta. Dynjandisheiðin verður mokuð á sunnudag, ef þurfa þykir. Þeir sem bíða eftir því að aka í gegn eru beðnir um að safnast í einfalda bílaröð á hægri kanti vegarins og að aka viðstöðulaust í gegn eftir að opnað hefur verið. Þeim sem koma að norðan Dýrafjarðarmegin er bent á að góðar tengingar eru til að snúa við eftir ferð í gegnum göngin vestan við brú á Mjólká. Þeir sem koma að vestan Arnarfjarðarmegin geta snúið við nærri Kjaransstöðum. Gangamuninn Dýrafjarðarmegin fyrr í mánuðinum þegar unnið var að lokafrágangi. Á skiltinu hægra megin má sjá hvað göngin eru löng.Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga Ávörpum ráðherra og vegamálastjóra verður útvarpað við báða munna ganganna á FM-tíðninni 106,1. Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Vegagerðarinnar: www.facebook.com/Vegagerdin. Streymt verður á slóðinni https://livestream.com/accounts/5108236/events/9367337 Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði í maímánuði í vor: Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Grunnskólabörn á Þingeyri og Gunnar Gísli Sigurðsson, sem mokaði Hrafnseyrarheiði í síðasta sinn síðastliðið vor, verða þau fyrstu sem aka í gegnum Dýrafjarðargöng þegar þau verða opnuð á sunnudag. Frá þessu er greint á vef Vegagerðarinnar. Þar er einnig lýst fyrirkomulagi opnunarathafnarinnar, sem hefst klukkan 14, en hún verður með óhefðbundnum hætti sökum kórónuveirufaraldursins. Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra og Bergþóra Þorkelsdóttir vegamálastjóri verða stödd í húsakynnum Vegagerðarinnar í Reykjavík. Að loknum stuttum ávörpum, sem verður útvarpað og streymt á netinu, mun ráðherra biðja vaktstöð Vegagerðarinnar á Ísafirði að lyfta slánum við gangamunnana og þannig opna göngin fyrir umferð. Skólabörn á Þingeyri við gjörninginn vorið 2010 þegar þau byrjuðu að grafa Dýrafjarðargöng.Mynd/Vegagerðin Vestfirðingum býðst að safnast saman í bílum sínum við báða munna ganganna og fá þannig tækifæri til að aka í gegnum göngin um leið og þau hafa verið opnuð. Börnin á Þingeyri munu fyrst aka í gegn Dýrafjarðarmegin, ásamt Gunnari Gísla, en hann mokað hefur Hrafnseyrarheiði í 46 ár, eða frá árinu 1974. Skólabörn á Þingeyri póstleggja bréfið til samgönguráðherra í janúar þar sem þau biðja um að fá að fara fyrst í gegn.Mynd/Vegagerðin Á vef Vegagerðarinnar er rifjað upp að skólabörn á Þingeyri hafi tekið virkan þátt í að þrýsta á samgöngubætur fyrir sveitarfélagið. Fyrir tíu árum, þann 2. júní 2010, hafi hópur krakka úr skólanum ásamt foreldrum og starfsfólki, alls um 70 manns, byrjaði að grafa göngin. Markmið gjörningsins hafi verið að vekja athygli á því að göngin höfðu nokkrum sinnum verið slegin út af samgönguáætlun. Fulltrúar nemenda í 6. og 7. bekk Grunnskólans á Þingeyri hafi í byrjun þessa árs sent samgönguráðherra bréf þar sem óskað var eftir því að börnin í skólanum fengju að vera þau fyrstu sem færu í gegnum göngin þegar þau yrðu opnuð. Samgönguráðherra hafi tekið vel í þessa beiðni og í svarbréfi lýst ánægju með að geta uppfyllt ósk barnanna. Ráðherra hafi jafnframt bætt því við að með þeim í för yrði mokstursmaðurinn Gunnar Gísli Sigurðsson. Fólk er hvatt til að halda sig í bílunum og tryggja þannig að öllum reglum um sóttvarnir sé fylgt til hins ítrasta. Dynjandisheiðin verður mokuð á sunnudag, ef þurfa þykir. Þeir sem bíða eftir því að aka í gegn eru beðnir um að safnast í einfalda bílaröð á hægri kanti vegarins og að aka viðstöðulaust í gegn eftir að opnað hefur verið. Þeim sem koma að norðan Dýrafjarðarmegin er bent á að góðar tengingar eru til að snúa við eftir ferð í gegnum göngin vestan við brú á Mjólká. Þeir sem koma að vestan Arnarfjarðarmegin geta snúið við nærri Kjaransstöðum. Gangamuninn Dýrafjarðarmegin fyrr í mánuðinum þegar unnið var að lokafrágangi. Á skiltinu hægra megin má sjá hvað göngin eru löng.Framkvæmdaeftirlit Dýrafjarðarganga Ávörpum ráðherra og vegamálastjóra verður útvarpað við báða munna ganganna á FM-tíðninni 106,1. Viðburðinum verður streymt á Facebook síðu Vegagerðarinnar: www.facebook.com/Vegagerdin. Streymt verður á slóðinni https://livestream.com/accounts/5108236/events/9367337 Hér má sjá frétt Stöðvar 2 af síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði í maímánuði í vor:
Dýrafjarðargöng Ísafjarðarbær Samgöngur Umferðaröryggi Byggðamál Tengdar fréttir Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04 Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Fleiri fréttir Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Sjá meira
Horfa á 25. október til að klippa á borðann í Dýrafjarðargöngum Eftirvæntingar gætir á Vestfjörðum vegna væntanlegrar opnunar Dýrafjarðarganga, nú þegar jarðgöngin eru nánast tilbúin. Þegar slegið var í gegn í fyrra nefndi samgönguráðherra dagsetninguna 14. september 2020. En hvenær rennur stóri dagurinn upp? 14. október 2020 21:04
Vesturleiðin opnast með síðasta stóra snjómokstrinum á Hrafnseyrarheiði Vonast er til að vesturleiðin til Ísafjarðar opnist á morgun en snjóruðningsmenn Vegagerðarinnar kappkosta nú við að moka Hrafnseyrarheiði. Þetta er að öllum líkindum síðasti snjómokstur á þessum erfiða farartálma áður en Dýrafjarðargöng opnast. 6. maí 2020 22:35
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent