Íslenski boltinn

Breiða­blik sækir liðs­styrk í Hafnar­fjörð

Anton Ingi Leifsson skrifar
Arnar Númi Gíslason við Blikamerkið eftir undirskriftina.
Arnar Númi Gíslason við Blikamerkið eftir undirskriftina. HEIMASÍÐA BREIÐABLIKS

Arnar Númi Gíslason hefur skrifað undir samning við Breiðablik en hann kemur til liðsins frá Haukum.

Arnar Númi er sextán ára gamall og hefur bæði leikið með Haukum og FH á sínum yngri árum.

„Arnar Númi er sóknarsinnaður leikmaður. Hann er áræðinn, býr yfir góðum hraða og er leikinn með boltann,“ segir á heimasíðu Blika.

Hann hefur leikið fjóra leiki með Haukum í 2. deildinni í sumar en einnig hefur hann verið viðloðandi U17 ára landslið Íslands.

Blikarnir hafa verið duglegir að sækja yngri leikmenn eftir komu Óskars Hrafns Þorvaldssonar í stjórastólinn í Kópavogi.

Þeir hafa nú þegar sótt Róbert Orra Þorkelsson og Jason Daði Svanþórsson frá Aftureldingu. Róbert er kominn til félagsins en Jason Daði kemur eftir yfirstandandi leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×