Segir Lagerbäck ekki fara með rétt mál Sindri Sverrisson skrifar 23. október 2020 07:30 Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck skiptust á skoðunum. Getty Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt. EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Skilaboðin halda áfram að fljúga á milli Alexander Sörloth og Lars Lagerbäck eftir hávaðarifrildi þeirra í kjölfar þess að norska landsliðið í fótbolta féll út úr EM-umspilinu. Noregur tapaði 2-1 fyrir Serbíu um leið og Ísland vann 2-1 sigur á Rúmeníu og komst áfram í umspilinu. Lagerbäck, sem stýrði Íslandi upp um yfir 100 sæti á heimslista FIFA á sínum tíma, skipti leikmönnum sínum í nokkra hópa dagana eftir tapið og bað þá um að svara spurningum um spilamennsku liðsins. Þegar funda átti með hverjum hópi sauð upp úr á milli Sörloth og Lagerbäck sem hnakkrifust fyrir framan allan leikmannahópinn. Verdens Gang fjallaði um málið í byrjun þessarar viku. Í yfirlýsingu frá norska knattspyrnusambandinu var haft eftir Lagerbäck að Sörloth hefði farið svoleiðis yfir strikið að hann hefði aldrei kynnst öðru eins á 30 ára ferli. Sörloth hefði meðal annars sakað þjálfarateymið um vanhæfni. Í yfirlýsingu sambandsins stóð að Sörloth hefði verið boðið að láta sína hlið fylgja með en hann ekki þáð það. Sörloth segir það ekki rétt. Hann hafi vissulega viljað útkljá málið innan liðsins, og talið því lokið þar sem þeir Lagerbäck hefðu „horfst í augu og tekist í hendur“. En úr því að senda hafi átt út yfirlýsingu hafi hann óskað eftir að sjá hvað þar stæði áður en hann tjáði sig. Þeirri beiðni hafi ekki verið svarað. Sörloth, sem er framherji RB Leipzig, sagði þetta í yfirlýsingu sem umboðsmaður hans sendi út síðdegis í gær. Þar sagði hann einnig: „Ég hef aldrei sagt að einhver í þjálfarateyminu sé vanhæfur. Aldrei. Það sem að ég gerði var að eftir að við leikmenn vorum beðnir um að gefa okkar umsögn, þá sagði ég að ég væri mjög gagnrýninn á það hvernig við undirbjuggum okkur fyrir leikinn við Serbíu. Einnig varðandi þær taktísku breytingar sem gerðar voru í leiknum,“ sagði Sörloth, og bætti við: „Allt það sem ég sagði við þjálfarana snerist um fótboltalega þætti með það að markmiði að liðið yrði enn betur búið fyrir leiki. Og sérstaklega þennan leik.“ Erling Haaland og Alexander Sörloth eru tveir af stjörnum norska landsliðsins.Getty/Liam McBurney Í lok yfirlýsingarinnar vísaði Sörloth til þess þegar Lagerbäck skaut á hann fyrir að klúðra algjöru dauðafæri í leik gegn Kýpur fyrir tveimur árum, og sagði: „Nú er þessu máli lokið hvað mig varðar. Ég mun alveg örugglega klúðra einhvern tímann fyrir opnu marki aftur. En ég get lofað einu. Ég mun alltaf leggja mig allan fram fyrir Noreg.“ Norska sambandið segist standa við fyrri yfirlýsingu. Í fjóra daga hafi Sörloth gefist tækifæri til að tjá sig um hvað gerðist og segja að menn væru sammála um að málinu væri lokið eftir að hann hefði beðist afsökunar á upphlaupi sínu. Hin nýja yfirlýsing framherjans passi ekki við það sem þjálfararnir hafi sagt.
EM 2020 í fótbolta Þjóðadeild UEFA Tengdar fréttir Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01 Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01 Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53 Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Fótbolti Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn „Ég elska peninga“ Sport Fleiri fréttir „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Sjá meira
Framherjinn sagði Lagerbäck vanhæfan: Aldrei upplifað þetta á þrjátíu ára ferli Lars Lagerbäck hefur sent frá sér yfirlýsingu eftir að greint var frá harkalegum deilum hans við Alexander Sörloth, framherja norska landsliðsins. 22. október 2020 12:01
Lagerbäck í hávaðarifrildi við eina af stjörnum Noregs Lars Lagerbäck, fyrrverandi landsliðsþjálfari Íslands, átti í háværum deilum við framherjann Alexander Sörloth fyrir framan allan norska landsliðshópinn eftir að EM-draumurinn hvarf. 21. október 2020 08:01
Haland hlóð í þrennu gegn Rúmenum Norðmenn, undir stjórn Lars Lagerback, hristu af sér vonbrigði fimmtudagsins og völtuðu yfir Rúmena í B-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 11. október 2020 17:53
Ekkert vandamál að hætta sagði Lagerbäck eftir tapið Lars Lagerbäck var skiljanlega svekktur í gærkvöldi eftir að ljóst var að hann er ekki að fara með norska landsliðið á Evrópumótið næsta sumar. 9. október 2020 09:31