Höfðu áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. október 2020 09:01 Áslaug Thelma Einarsdóttir fyrir utan dómsal í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Bera þarf grímur í héraðsdómi um þessari mundir vegna faraldurs kórónuveiru. Vísir/Vilhelm Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að bæði hún og starfsmaður Capacent hafi haft áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. Áslaug hefði ekki „valdið starfinu“ og hún ekki búið yfir þeirri hæfni sem starfið krefðist. Ákveðið hefði verið strax vorið 2018 að segja Áslaugu upp en beðið með uppsögnina fram yfir sumarfrí. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls Áslaugar gegn ON í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Keðja uppsagna hjá ON Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Í lok júní í fyrra stefndi Áslaug ON fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Fyrirtækið hafnar báðum kröfum Áslaugar. Rof á trausti milli Áslaugar og Bjarna Aðalmeðferð í máli Áslaugar gegn ON fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur gær. Þar kom fram að Áslaug hefði verið ráðin til starfa hjá ON árið 2015, þá sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála. Nokkru síðar hafi verið gerðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og Áslaug í kjölfarið fengið stöðu forstöðumanns einstaklingssviðs, með aukinni ábyrgð. Ása Karín Hólm Bjarnadóttir starfsmaður Capacent gerði mat á störfum Áslaugar hjá ON og gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gegnum síma í gær. Hún sagðist við mat sitt hafa rætt við undirmenn Áslaugar, sem og yfirmann hennar Bjarna Má, og af því hefði verið ljóst að styrkleikar Áslaugar nýttust ekki í starfið sem hún hefði sinnt eftir skipulagsbreytingar. Ása sagði að matið hefði sýnt að Áslaug byggi ekki yfir þeirri hæfni sem þurfti í starfið. Hún hefði ekki „verið að valda starfinu“, verið mikið fjarverandi og töluvert óskipulögð. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR. Ása kvaðst hafa upplýst mannauðsteymi fyrirtækisins um mat sitt, sem og Bjarna Má. Ása hefði jafnframt metið það svo að rof hefði orðið á trausti milli Áslaugar og Bjarna Más og á endanum hefði það verið faglegt mat hennar að erfitt yrði að byggja upp það traust að nýju. Það væri engum greiði gerður með því að Áslaug sæti áfram í breyttu starfi sem hún réði ekki við. „Samansafn hluta“ leiddi til uppsagnar Sólrún Kristjánsdóttir starfsmannastjóri ON gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti því líka að efasemdir hefðu verið uppi um það hvort Áslaug réði við nýja starfið sem hún fékk innan fyrirtækisins. Ása Karín hefði lýst yfir áhyggjum af frammistöðu Áslaugar, sömu áhyggjum og Sólrún hafi sjálf verið með. Bjarni Már hefði hins vegar viljað gefa Áslaugu tækifæri. Þá sagði Sólrún að það hefði að endingu verið „samansafn hluta“ sem leiddi til þess að ákveðið var að segja Áslaugu upp. Árangur af verkefnum í hennar umsjón hefði ekki verið nógu góður og upplifun starfsmanna heldur ekki nógu góð. Þá taldi Sólrún að þegar hefði verið búið að ákveða um vorið 2018 að segja Áslaugu upp störfum en beðið með uppsögnina fram yfir sumarfrí. Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum í dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.Vísir/vilhelm Sólrún sagði að kvörtun Áslaugar vegna hegðunar Bjarna Más hefði ekki átt þátt í þeirri ákvörðun að segja henni upp. Jafnframt hefði aldrei verið unnið með kvörtun Áslaugar sem kynbundna áreitni heldur „samskiptamál“. Ósérhlífinn en ekki dónalegur Ása Karín og Sólrún báru einnig vitni um hegðun Bjarna Más. Ása sagðist hafa áttað sig fljótt á því að Bjarni hefði ákveðinn „galla í samskiptum“. Hann væri árangursdrifnn, ósérhlífinn og gæti verið grófur í talsmáta. Hann segði umbúðalaust það sem hann hugsaði og gæti auðveldlega móðgað, sært og farið yfir strikið gagnvart starfsfólki. Unnið hefði verið í þessum málum með Bjarna Má, ítrekað hefði verið rætt við hann um það og hann sýnt mikinn vilja til að breyta sínu hátterni. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON. Innt eftir því hvort hún myndi skilgreina framkomu Bjarna Más sem kynbundna sagði Ása að framkoman hefði sannarlega getað virkað niðrandi gagnvart konum. Húmor Bjarna Más hefði verið kaldhæðinn og að hennar mati stundum farið yfir strikið. Slíkt gerði þó ekki eingöngu Bjarni Már, aðrir hefðu oft tekið undir með honum, þar á meðal Áslaug Thelma. Ása kvaðst ekki geta tekið undir að húmor Bjarna Más væri klámfenginn. Sólrún starfsmannastjóri sagðist hafa verið meðvituð um að Bjarni Már gæti verið ónærgætinn í samskiptum og að hann hefði þurft að taka sig á í þeim efnum. Hún kvaðst ekki myndu lýsa honum sem „dónalegum“ heldur væri hann stundum ónærgætinn. Innt eftir því hvort henni hefði þótt tilefni til að áminna Bjarna Má fyrir framkomu sína sagði Sólrún að honum hefði verið tjáð að hann þyrfti að leggja sig virkilega fram við að breyta sínum samskiptastíl. Hann hefði tekið vel í það og sagst ætla að leggja sig fram. Bjarni Már fór í samskiptaþjálfun hjá sálfræðingi, líkt og hann lýsti sjálfur fyrir dómi, og sagði það hafa gengið vel og gert sér gott. Sagði hjónin hafa hótað að yfirgefa fundinn Áslaug var rekin frá ON 10. september 2018. Daginn eftir, 11. september, sendi Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og eiginmaður Áslaugar, Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgdi afrit af títtnefndum tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar. Fjölmiðlaumfjöllun um mál hennar hófst eftir að Einar birti harðorða Facebook-færslu eftir fund þeirra hjóna með stjórnendum OR 12. september 2018.Vísir/vilhelm Í póstinum var hlekkur á frétt Smartlands Mbl þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Bjarni Bjarnason boðaði Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu daginn eftir, 12. september. Þann fund sátu Áslaug og Einar, auk Bjarna, Sólrúnar og Óskars Norðmann, lögfræðings í starfsmannamálum hjá OR. Óskar gaf skýrslu um efni fundarins fyrir dómi. Hann sagði fundinn hafa verið „spennuþrunginn“ og að miklu leyti snúist um Bjarna Má og samskipti hans við Áslaugu. Bjarni Bjarnason hefði jafnframt upplýst á fundinum að Áslaug ætti rétt á að fá ástæður uppsagnarinnar uppgefnar. Áslaug og Einar hefðu hins vegar sagst myndu ganga út af fundinum ef farið yrði yfir þau mál. Ákveðið var að segja Bjarna Má upp störfum síðar þennan sama dag. Seinnipartinn birti Einar harðorða færslu á Facebook sem vakti mikla athygli og fjölmiðlaumfjöllun, þar sem hann lýsti upplifun sinni af fundinum - án þess þó að nefna persónur og leikendur. Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Starfsmannastjóri Orkuveitu Reykjavíkur segir að bæði hún og starfsmaður Capacent hafi haft áhyggjur af frammistöðu Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns einstaklingssviðs Orku náttúrunnar, áður en henni var sagt upp í september 2018. Áslaug hefði ekki „valdið starfinu“ og hún ekki búið yfir þeirri hæfni sem starfið krefðist. Ákveðið hefði verið strax vorið 2018 að segja Áslaugu upp en beðið með uppsögnina fram yfir sumarfrí. Þetta kom fram við aðalmeðferð máls Áslaugar gegn ON í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Keðja uppsagna hjá ON Brottrekstur Áslaugar frá ON vakti mikla athygli á sínum tíma. Henni var sagt upp störfum í september 2018 og kvaðst hún ekki hafa fengið haldbærar skýringar á því. Enn fremur sagði hún uppsögnina hafa borið að eftir að hún kvartaði ítrekað undan hegðun yfirmanns síns, Bjarna Más Júlíussonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ON. Nokkrum dögum eftir að Áslaugu var sagt upp var Bjarna Má einnig sagt upp og vísað til „óviðeigandi hegðunar“ hans. Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar gerði í kjölfarið úttekt á vinnustaðarmenningu innan ON. Í niðurstöðum endurskoðunarinnar, sem kynntar voru í nóvember 2018, kom fram að uppsögn bæði Áslaugar og Bjarna hefði verið réttmæt. Í lok júní í fyrra stefndi Áslaug ON fyrir ólögmæta uppsögn og kynbundinn launamismun. Fyrirtækið hafnar báðum kröfum Áslaugar. Rof á trausti milli Áslaugar og Bjarna Aðalmeðferð í máli Áslaugar gegn ON fór fram í Héraðsdómi Reykjavíkur gær. Þar kom fram að Áslaug hefði verið ráðin til starfa hjá ON árið 2015, þá sem forstöðumaður markaðs- og kynningarmála. Nokkru síðar hafi verið gerðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu og Áslaug í kjölfarið fengið stöðu forstöðumanns einstaklingssviðs, með aukinni ábyrgð. Ása Karín Hólm Bjarnadóttir starfsmaður Capacent gerði mat á störfum Áslaugar hjá ON og gaf skýrslu við aðalmeðferð málsins í gegnum síma í gær. Hún sagðist við mat sitt hafa rætt við undirmenn Áslaugar, sem og yfirmann hennar Bjarna Má, og af því hefði verið ljóst að styrkleikar Áslaugar nýttust ekki í starfið sem hún hefði sinnt eftir skipulagsbreytingar. Ása sagði að matið hefði sýnt að Áslaug byggi ekki yfir þeirri hæfni sem þurfti í starfið. Hún hefði ekki „verið að valda starfinu“, verið mikið fjarverandi og töluvert óskipulögð. Sólrún Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri OR. Ása kvaðst hafa upplýst mannauðsteymi fyrirtækisins um mat sitt, sem og Bjarna Má. Ása hefði jafnframt metið það svo að rof hefði orðið á trausti milli Áslaugar og Bjarna Más og á endanum hefði það verið faglegt mat hennar að erfitt yrði að byggja upp það traust að nýju. Það væri engum greiði gerður með því að Áslaug sæti áfram í breyttu starfi sem hún réði ekki við. „Samansafn hluta“ leiddi til uppsagnar Sólrún Kristjánsdóttir starfsmannastjóri ON gaf einnig skýrslu fyrir dómi. Hún lýsti því líka að efasemdir hefðu verið uppi um það hvort Áslaug réði við nýja starfið sem hún fékk innan fyrirtækisins. Ása Karín hefði lýst yfir áhyggjum af frammistöðu Áslaugar, sömu áhyggjum og Sólrún hafi sjálf verið með. Bjarni Már hefði hins vegar viljað gefa Áslaugu tækifæri. Þá sagði Sólrún að það hefði að endingu verið „samansafn hluta“ sem leiddi til þess að ákveðið var að segja Áslaugu upp. Árangur af verkefnum í hennar umsjón hefði ekki verið nógu góður og upplifun starfsmanna heldur ekki nógu góð. Þá taldi Sólrún að þegar hefði verið búið að ákveða um vorið 2018 að segja Áslaugu upp störfum en beðið með uppsögnina fram yfir sumarfrí. Áslaug Thelma Einarsdóttir ásamt Sigurði G. Guðjónssyni lögmanni sínum í dómsal 402 í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærmorgun.Vísir/vilhelm Sólrún sagði að kvörtun Áslaugar vegna hegðunar Bjarna Más hefði ekki átt þátt í þeirri ákvörðun að segja henni upp. Jafnframt hefði aldrei verið unnið með kvörtun Áslaugar sem kynbundna áreitni heldur „samskiptamál“. Ósérhlífinn en ekki dónalegur Ása Karín og Sólrún báru einnig vitni um hegðun Bjarna Más. Ása sagðist hafa áttað sig fljótt á því að Bjarni hefði ákveðinn „galla í samskiptum“. Hann væri árangursdrifnn, ósérhlífinn og gæti verið grófur í talsmáta. Hann segði umbúðalaust það sem hann hugsaði og gæti auðveldlega móðgað, sært og farið yfir strikið gagnvart starfsfólki. Unnið hefði verið í þessum málum með Bjarna Má, ítrekað hefði verið rætt við hann um það og hann sýnt mikinn vilja til að breyta sínu hátterni. Bjarni Már Júlíusson, fyrrverandi framkvæmdastjóri ON. Innt eftir því hvort hún myndi skilgreina framkomu Bjarna Más sem kynbundna sagði Ása að framkoman hefði sannarlega getað virkað niðrandi gagnvart konum. Húmor Bjarna Más hefði verið kaldhæðinn og að hennar mati stundum farið yfir strikið. Slíkt gerði þó ekki eingöngu Bjarni Már, aðrir hefðu oft tekið undir með honum, þar á meðal Áslaug Thelma. Ása kvaðst ekki geta tekið undir að húmor Bjarna Más væri klámfenginn. Sólrún starfsmannastjóri sagðist hafa verið meðvituð um að Bjarni Már gæti verið ónærgætinn í samskiptum og að hann hefði þurft að taka sig á í þeim efnum. Hún kvaðst ekki myndu lýsa honum sem „dónalegum“ heldur væri hann stundum ónærgætinn. Innt eftir því hvort henni hefði þótt tilefni til að áminna Bjarna Má fyrir framkomu sína sagði Sólrún að honum hefði verið tjáð að hann þyrfti að leggja sig virkilega fram við að breyta sínum samskiptastíl. Hann hefði tekið vel í það og sagst ætla að leggja sig fram. Bjarni Már fór í samskiptaþjálfun hjá sálfræðingi, líkt og hann lýsti sjálfur fyrir dómi, og sagði það hafa gengið vel og gert sér gott. Sagði hjónin hafa hótað að yfirgefa fundinn Áslaug var rekin frá ON 10. september 2018. Daginn eftir, 11. september, sendi Einar Bárðarson, framkvæmdastjóri Votlendissjóðs og eiginmaður Áslaugar, Bjarna Bjarnasyni, forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, og Sólrúnu starfsmannastjóra harðorðan tölvupóst. Póstinum fylgdi afrit af títtnefndum tölvupósti sem Bjarni Már sendi kvenundirmönnum sínum og hjólreiðafélögum í mars. Einar Bárðarson, eiginmaður Áslaugar. Fjölmiðlaumfjöllun um mál hennar hófst eftir að Einar birti harðorða Facebook-færslu eftir fund þeirra hjóna með stjórnendum OR 12. september 2018.Vísir/vilhelm Í póstinum var hlekkur á frétt Smartlands Mbl þess efnis að hjólreiðafólk stundaði betra kynlíf. Bjarni Bjarnason boðaði Einar á fund sinn með lögfræðingi klukkan tíu daginn eftir, 12. september. Þann fund sátu Áslaug og Einar, auk Bjarna, Sólrúnar og Óskars Norðmann, lögfræðings í starfsmannamálum hjá OR. Óskar gaf skýrslu um efni fundarins fyrir dómi. Hann sagði fundinn hafa verið „spennuþrunginn“ og að miklu leyti snúist um Bjarna Má og samskipti hans við Áslaugu. Bjarni Bjarnason hefði jafnframt upplýst á fundinum að Áslaug ætti rétt á að fá ástæður uppsagnarinnar uppgefnar. Áslaug og Einar hefðu hins vegar sagst myndu ganga út af fundinum ef farið yrði yfir þau mál. Ákveðið var að segja Bjarna Má upp störfum síðar þennan sama dag. Seinnipartinn birti Einar harðorða færslu á Facebook sem vakti mikla athygli og fjölmiðlaumfjöllun, þar sem hann lýsti upplifun sinni af fundinum - án þess þó að nefna persónur og leikendur.
Dómsmál Úttekt á uppsögnum hjá OR Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Sigmundi vísað úr VMA eftir að hann krotaði á varning annarra flokka Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent „Ég ætla ekki að vera föst á þessum Klausturbar“ Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira