Tíu skemmtilegir hlutir sem hægt er að gera með börnunum í haustfríinu Stefán Árni Pálsson skrifar 23. október 2020 07:00 Enginn skóli í gær og í dag en það er nóg hægt á tímum eins og þessum. vísir/vilhelm Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka. Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira
Nú stendur yfir haustfrí hjá mörgum nemendum í grunnskólum höfuðborgarsvæðisins. Þetta mun vera nokkuð óhefðbundið haustfrí þar sem almannavarnir hafi mælst til þess að fólk ferðist ekki milli landsfjórðunga vegna útbreiðslu kórónuveirunnar. Svo ofan á það er tuttugu manna samkomubann og því ekki hægt að gera hvað sem er í þessu fríi. Lífið hefur tekið saman tíu skemmtilega hluti sem þó er hægt að gera með börnunum sínum í þessu haustfríi. Inni á vef Reykjavíkurborgar er búið að taka saman nokkur góð atriði sem hægt er að gera og stangast ekki á við sóttvarnarreglur. Frisbígolf í Reykjavík Frisbígolf er skemmtileg íþrótt fyrir alla fjölskylduna. Í borginni eru margir vellir til að spila saman. Sjá kort af öllum frisbígolfvöllum landsins ásamt reglum og leiðbeiningum. Húsverk Taka til í herberginu, búa um rúmið sitt, vaska upp. Tilvalið að setja á góða tónlist og gera húsverkin að leik. Gera æfingar Sniðugt er að gera allskonar æfingar eins og armbeygjur, hnébeygjur, kviðæfingar, öndunaræfingar, sippa og hoppa. Einnig er hægt að finna góð myndbönd á YouTube til að stunda Zumba og yoga fyrir krakka, koma sér vel fyrir og gera saman. Fjölskylduþrautir Á vefsíðu RÚV má finna allskonar fjölskylduþrautir sem hægt er að gera heima og virka þær einstaklega skemmtilegar. Plokka Krakkar hafa gaman af því að fara út og plokka rusl í nærumhverfinu. Það er mjög sniðugt og gefur þeim einnig hreyfingu. Muna sam að nota hanska þegar tína á upp grímur. Ferðafélag barnanna er með virkilega góðan lista á sinni Facebook-síðu og þar er af nægu að taka. Leikir með bolta Hægt er að fara út með börnin á sparkvelli víðsvegar um höfuðborgarsvæðið og æfa sig í fótbolta. En það má einnig nota boltann í aðra leiki. Svo er hægt að finna aðra skemmtilega leiki utandyra eins og má sá hér. Ratleikur Foreldrar geta búið til sína eigin ratleiki fyrir börnin, myndaratleiki til dæmis þar sem börnin eru send út með síma og eiga að taka myndir af ákveðnum hlutum. TikTok Snjallforritið TikTok er gríðarlega vinsælt meðal barna og því er um að gera að framleiða skemmtileg TikTok myndbönd með þeim og taka virkan þátt. Leyfa barninu að leikstýra myndbandinu og fara eftir fyrirmælum. Matreiðsla og bakstur Um að gera að nýta haustfríið í það að elda góðan mat og leyfa börnunum að taka virkan þátt. Einnig er tilvalið að baka með þeim. Lykilatriði að leyfa barninu að ráða hvað er í matinn og hvað skal baka.
Börn og uppeldi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Lífið Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína Lífið Graham Greene er látinn Lífið Framsóknarprins fékk formannsnafn Lífið „Guð og karlmenn elska mig“ Lífið „Og Rakel er á lausu!“ Lífið Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu Lífið Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Tíska og hönnun Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Lífið Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Lífið Fleiri fréttir Súrsætir matcha-bitar úr smiðju danska sjarmatröllsins Skein jafn skært og demantshringurinn í Feneyjum Framsóknarprins fékk formannsnafn Sylvía Hall og Viddi Sig trúlofuð Pattra og Birgitta Líf með keppnisskapið og lúkkið upp á tíu „Og Rakel er á lausu!“ Mýtur um fjármál: Hræddur við YOLO-viðhorf Íslendinga Graham Greene er látinn Erfitt að geta ekki rætt meðgönguna við móður sína „Guð og karlmenn elska mig“ Júlíana Sara tekur við af Ásu Ninnu í Bakaríinu Hárprúður Eiður heillar Dúndurgóður hverdsdagsréttur Kóngurinn með kveðju til Íslendinga Lára og lyfjaprinsinn gáfu dótturinni nafn Afmælisdagurinn bara „venjulegur dagur“ og á ekki von á gjöfum Áralangt stofufangelsi, umdeild ákæra og játning í skiptum fyrir frelsi Frosti og Helga Gabríela flytja innan hverfis Helgi í Góu minnist Pattýjar og ljóstrar upp um fjölskylduleyndarmál Hugrún kveður Reykjavík síðdegis Sagði nei takk við Durex en já við Netflix Hljóp annað maraþon á tánum og minntist Bríetar Irmu Stjörnulífið: „Hógværasti maður á jörðinni“ Fékk líflátshótanir í kjölfar ummæla um óbólusetta „Tárast yfirleitt einu sinni á dag“ BMX brós strákarnir hafa skemmt á flestum bæjarhátíðum sumarsins Unnur Birna og Daði eru nýtt par Sjö ára þrautaganga endaði með kraftaverki Krakkatía vikunnar: Kistuhylur, Kpop og Lína langsokkur Kjötsúpu í boði á Hvolsvelli fyrir alla sem vilja Sjá meira