Fótbolti

Cristiano Ronaldo fékk aftur jákvætt COVID-19 próf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo missir af fleiri leikjum með Juventus.
Cristiano Ronaldo missir af fleiri leikjum með Juventus. Getty/Silvia Lore

Lionel Messi og Cristiano Ronaldo munu ekki spila móti hvor öðrum í Meistaradeildinni á miðvikudaginn kemur þegar lið þeirra Juventus og Barcelona mætast. Juventus og Barcelona unnu bæði leik sínn í þessari viku.

Cristiano Ronaldo er ennþá með kórónuveiruna og missir því af næstu leikjum Juventus. Spænska stórblaðið Marca segir frá því að Portúgalinn hafi fengið jákvæða niðurstöðu úr öðru kórónuveiruprófi.

Margir eru búnir að bíða eftir einvíginu á milli Lionel Messi og Cristiano Ronaldo sem hafa ekki spilað í sömu deild síðan Ronaldo fór til Ítalíu haustið 2018. Nú er bara að vonast til þess að þeir geti báðir spilað seinni leikinn sem fer fram 8. desember.

Ronaldo greindist með COVDI-19 í landsleikjaglugganum og missti af þeim sökum bæði af leik með portúgalska landsliðinu sem og síðustu leikjum með Juventus í bæði deild og Meistaradeild.

Ronaldo er ekki að sýna nein einkenni en fékk jákvæða niðurstöðu úr öðru prófi og það kallar á meiri fjarveru frá liði sínu.

Cristiano Ronaldo hefur verið í sóttkví heima hjá sér á Ítalíu og hefur sýnt myndir af sér að æfa einn á samfélagsmiðlum.

Ronaldo verður að vera áfram í einangrun en hann má ekki koma nálægt æfingasvæði Juventus á meðan hann getur smitað félaga sína.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×