Menn sem gætu hugsað sér til hreyfings: Selfyssingur og efnilegur Valsari á toppnum Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2020 11:30 Þessir fimm ættu að hugsa sér til hreyfings að mati sérfræðinga Seinni bylgjunnar. stöð 2 sport Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Sérfræðingar Seinni bylgjunnar völdu fimm leikmenn sem helst ættu að hugsa sér til hreyfings eða væru áhugaverðir fyrir önnur félög, í Olís-deild karla í handbolta. Innslagið úr þættinum er að finna hér neðst í greininni. Þorsteinn Gauti Hjálmarsson úr Aftureldingu var í 5. sæti á listanum. „Hann var burðarás í Aftureldingarliðinu í fyrra en virðist vera í mun minna hlutverki núna. Nú fer Blær væntanlega líka að tikka inn í skyttustöðuna og það fer að verða þrengra um menn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson. Bjarni Ófeigur Valdimarsson í FH kom næstur og veltu sérfræðingarnir því fyrir sér hvort hann ætti að skipta um umhverfi til að ná fyrri hæðum: „Þetta er strákur sem ég er mjög hrifinn af en hann virðist ekki alveg finna fjölina í ár,“ sagði Rúnar. Tveir afar efnilegir hjá Haukum og Val Guðmundur Bragi Ástþórsson, ung og efnileg skytta Hauka, var í 3. sæti: „Hann er að rústa Grill-deildinni einn síns liðs. Ég held að hann hafi verið með 14 mörk í síðasta leik fyrir ungmennalið Hauka. Hann hefur verið að koma inn á í „rusltíma“ í Olís-deildinni, fékk smátíma alla vega á undirbúningstímabilinu til að koma inn á. Hann fengi klárlega hlutverk í lélegri liðunum í deildinni, stærra hlutverk en hjá toppliði Hauka, og það er spurning hvort að þeir ættu að láta hann fara og koma þá með meiri reynslu til baka.“ Svipaða sögu var að segja af næsta manni, Benedikt Óskarssyni úr Val, sem fæddur er 2002 eins og Guðmundur. Benedikt er sonur Óskars Bjarna Óskarssonar, aðstoðarþjálfara Vals og eins mesta Valsara sem um getur, svo rætur hans eru sterkar á Hlíðarenda: „Hann er miðjumaður, lykilmaður í ungmennaliði Vals, með 10 mörk í leik. Ef við horfum á leikmannahóp Vals þá er Anton Rúnarsson leikstjórnandi númer 1, 2 og 3. Tumi Steinn [Rúnarsson] kemur inn, þó í mikið minna hlutverki en hjá Aftureldingu í fyrra, en Benedikt er alveg þar á eftir.“ Efstur á listanum var Magnús Öder, leikmaður Selfoss: „Hann er búinn að vera á skýrslu alla fjóra leikina hjá Selfossi en hefur ekki látið taka til sín sóknarlega. Eins og við vitum er þetta maður sem getur alveg skotið á markið. Það eiga sum lið í vandræðum með að skjóta markið, svo það er spurning hvort hann hugsi sér til hreyfings,“ sagði Rúnar. Klippa: Seinni bylgjan: Fimm sem ættu að hugsa sér til hreyfings
Olís-deild karla Seinni bylgjan Tengdar fréttir Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00 Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00 Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00 Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Miklu fleiri bakteríur í ræktinni en á klósettsetunni Sport Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Handbolti Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Enski boltinn Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn Í beinni: Man. Utd - Leicester | Síðasti leikur fyrir komu Amorims Enski boltinn Sonur Scottie Pippen kom sér og föður sínum í sögubækurnar Sport Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Gleymdi að kjósa Vinicius Junior Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Georgía - Ísland | Næsti slagur eftir langt ferðalag Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sigurjón hættur með Gróttu Þrjár breytingar á landsliðshópnum | Aron ekki með Mæta Svíum í tveimur leikjum fyrir HM Guðmundur Bragi öruggur á vítalínunni Sjá meira
Topp fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands Theodór Ingi Pálmason valdi fimm framtíðar landsliðsmenn Íslands úr Olís-deild karla í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 14:00
Haukur um meiðslin: Mikill skellur en algjör klassi að fá að koma heim Vonarstjarna íslenska handboltans meiddist á hné eftir aðeins nokkra mánuði í atvinnumennsku. Það er samt enginn uppgjafartónn í Hauki Þrastarsyni eins og Henry Birgir Gunnarsson komst að í Seinni bylgjunni. 20. október 2020 12:00
Þórólfur sóttvarnalæknir og Gummi Gumm „alveg eins“ „Þeir eru bara alveg eins,“ segir Rúnar Sigtryggsson um Þórólf Guðnason sóttvarnalækni og Guðmund Guðmundsson landsliðsþjálfara í handbolta. 20. október 2020 10:00