Bóluefni hjá heilsugæslunni nánast búið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 22. október 2020 09:01 Fólk bíður þess að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd klukkan tíu í morgun. Vísir/Vilhelm Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar. Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Löng röð hefur myndast fyrir utan Smáratorg þar sem fólk bíður þess að verða bólusett fyrir inflúensu. Bóluefni virðist enn vera til hjá apótekum landsins en það er uppurið á flestum heilsugæslum á höfuðborgarsvæðinu. „Bóluefni er til á stöðvum fyrir þá sem þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa,“ segir Sigríður Dóra Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri lækninga hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Starfsmenn Vinnuverndar og þeir sem mæta í sprautu eru með grímu enda tekst ekki að viðhalda tveggja metra fjarlægð við bólusetningu.Vísir/Vilhelm Myndin að ofan var tekin klukkan hálf níu í morgun en þá voru um fimmtíu manns í röð, í kulda og rigningu, eftir að komast í bólusetningu hjá Vinnuvernd. Um er að ræða starfsfólk einstakra fyrirtækja sem bjóða starfsmönnum upp á bólusetningu. Apótekin bjóða sömuleiðis upp á bólusetningu á höfuðborgarsvæðinu, þeirra á meðal Lyfja bæði í Lágmúla og á Smáratorgi. Nokkur verðmunur er á bólusetningu hjá apótekunum og heilsugæslunni. Þannig kostar bólusetning hjá Lyfju sem dæmi 3490 krónur en 2290 krónur fyrir öryrkja og eldri borgara. Fyrirtæki sem hafa keypt bólusetningu gegn inflúensu fyrir starfsfólk sitt senda það á Smáratorg 1. Þar myndaðist mjög löng röð strax þegar opnað var klukkan 8:15 í morgun.Vísir/HMP Hjá heilsugæslunni greiðir fólk 700 krónur í komugjald en ókeypis er fyrir eldri borgara og öryrkja. Fram kom á heimasíðu Heilsugæslunnar í morgun að bóluefni væri uppurið. Þær upplýsingar hafa verið uppfærðar og segir þar nú: Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist. Fram kom í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að eftirspurnin væri afar mikil í ár. Pantað hefði verið umtalsvert meira magn í ár en fyrri ár. Pöntunin hafi verið gerð áður en kórónuveirufaraldurinn skall þegar ómögulegt var að vita hversu mikil eftirspurnin yrði. Allt kapp sé lagt á að fá fleiri skammta eins fljótt og auðið sé. Karlmaður bólusettur í morgun.Vísir/Vilhelm Að sögn Sigríðar Dóru verða pantaðir fleiri skammtar á næsta ári. Hún velti því upp í fréttum Stöðvar 2 í gær hvort heilsugæslan gæti keypt bóluefnið af lyfjafyrirtækjunum til að tryggja að fólk í áhættuhópum fengi bólusetningu. „Það er yfirleitt ungt og frískt fólk sem verið er að bólusetja til að halda fyrirtækjunum gangandi en við myndum gjarnan vilja sjá þetta bóluefni hjá okkur til að geta bólusett forgangshópana.“ Fréttin var uppfærð eftir að þær Heilsugæslan á höfuðborgarsvæðinu áréttaði að þeir sem ættu pantaðan tíma fengu bólusetningar.
Bóluefni gegn inflúensu er á þrotum á heilsugæslustöðvunum okkar. Bóluefni er til fyrir þá sem nú þegar eiga bókaðan tíma í bólusetningu. Einstaka stöðvar eiga eftir bóluefni sem verður notað fyrir forgangshópa. Reynt verður að fá meira en ekki er víst að það takist.
Heilbrigðismál Heilsa Bólusetningar Tengdar fréttir Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Fleiri fréttir „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Sjá meira
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30