Endurtekin sóttkví barna áhyggjuefni Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 21. október 2020 22:31 Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
Óalgengt er að börn veikist alvarlega af kórónuveirunni og almennt vara veikindin stutt, að sögn Valtýs Thors Stefánssonar barnasmitsjúkdómalæknis á barnaspítalanum. Endurtekin sóttkví sé hins vegar áhyggjuefni enda íþyngjandi fyrir börn og fjölskyldur. Ríflega 220 börn eru nú í einangrun með kórónuveirusmit. „Við höfum alveg séð krakka sem verða lasin, eins og fullorðna, en þá sérstaklega unglinga sem verða veikir og fá háan hita og líður bölvanlega. En ekkert þeirra náð því stigi að þurfa innlögn á spítala eða meðhöndlun með einhverjum sértækum lyfjum við Covid-sýkingu,“ segir Valtýr. „En við erum þeirrar gæfu aðnjótandi að það er mjög fátítt að börnin veikist alvarlega.“ Þau börn sem fá einkenni fá hefðbundin flensueinkenni; kvef, hósta og hita, en þau hressast almennt á þremur til fjórum dögum. Þau þurfa þó alltaf að vera í einangrun í tvær vikur. „Það má kannski halda það að sumum þyki það of langt, sérstaklega fyrir þá sem eru algjörlega einkennalausir. Og sum lönd í kringum okkur hafa verið með styttri tíma í einangrun fyrir þá sem eru einkennalausir. Það getur vel verið að það muni verða síðar meir hjá okkur, þegar við erum komin með betri upplýsingar þess eðlis,“ segir hann. „En grundvallar spurningin er samt hvað er best fyrir almannaheill og hingað til hefur það verið talið besta leiðin til þess að hamla útbreiðslu.“ Þá sé sóttkví ekki síður íþyngjandi. „Það er vissulega eitthvað sem við höfum haft áhyggjur af. Hvernig verður útkoman úr slíkum endurteknum sóttkvíum og fjarvistum frá skóla. Við vitum hreinlega ekki nægilega mikið um það til þess að geta svarað því á þessari stundu hvaða áhrif það hefur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Börn og uppeldi Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira