Rotaðist í fjallgöngu í skjálftanum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. október 2020 15:26 Eins og sjá má blæddi úr höfði Benedikts eftir höggið, rothöggið. Aðsend Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Jarðskjálfti og rothögg voru ekki ofarlega í huga Benedikts Þórðar Jakobssonar sem skellti sér í fjallgöngu með hundi sínum á Keili á Reykjanesi eftir hádegið í gær. Eftir að hafa toppað fjallið fann hann jörðina hreyfast, hann hafði enga stjórn og rotaðist í skamma stund. Úr varð að sauma þurfti spor í hnakka Benedikts sem í fyrsta skipti í gær ákvað að hafa sárabindi með í fjallgöngu. Benedikt lýsti því í samtali við Mbl.is í dag að hann hefði verið á toppi fjallsins að taka ljósmyndir þegar fæturnir fóru bara undan. Flestir á suðvesturhorninu fundu fyrir skjálftanum en voru sem betur fer fæstir á fjöllum. Stærðin var 5,6 og upptökin ekki langt frá Keili. Fjallið tók kipp. Keilir er tignarlegt fjall á Reykjanesinu. Gangan að fjallinu er í lengri kantinum en flestum fært að komast upp.Vísir/Vilhelm „Ég var að virða fyrir mér útsýnið þegar allt fer af stað og ég missi lappirnar. Það er mjög erfitt að lýsa þessu,“ segir Benedikt Þórður í samtali við Vísi. Honum hafi liðið eins og hann væri að missa meðvitund eða jafnvægisskynið. „Ég hrundi niður og náði ekkert að sporna við því,“ segir Benedikt. Hann segist hafa fengið höfuðhögg og ekkert munað eftir sér í skamma stund. Hann rankaði við sér aðeins neðar í hlíðinni og afráðið strax að koma sér ofar, á öruggari stað. Benedikt og Benzi Labrador hundur Benedikts og nafni, Benzi, var með í för og greinilega nokkuð brugðið. En slapp þó vel. „Þegar ég spretti upp og kem mér ofar er hann kominn í lappirnar á mér. Hann var væntanlega smá hissa á þessu öllu saman,“ segir Benedikt. Benedikt með sárabindið og Keilir tignarlegur í bakgrunni.Aðsend Hann segist hafa látið vita af fyrirhugaðri göngu og fljótlega fóru símtöl að berast. Líka frá forvitnu fólki sem vildi vita hvort hann hefði fundið skjálftann. Líklega algengasta spurning gærdagsins. Hann tekur undir að það sé mikilvægt að láta vita af ferðum sínum, hvort sem er á fjöll eða annað. Hann ímyndar sér að hann hefði ekkert endilega verið betur staddur á göngu í gegnum hraunið að fjallinu þegar skjálftinn varð. Eintóm heppni Benedikt segist eftir nokkrar mínútur hafa fundið fyrir einhverju á hnakkanum. Þar blæddi úr en ótrúlegt en satt var Benedikt með sárabindi með sér. Eitthvað sem hann hafi aldrei áður gert. Útsýnispalluirnn á Keili í gær.Benedikt Jakobsson „Það var eintóm heppni. Ég hef aldrei áður verið vel búinn en í þetta eina skipti var eitthvað sem sagði mér að það væri best að taka þetta með.“ Hann sé enginn göngugarpur. Hafi bara gaman af útiverunni. „Ég vildi bara viðra mig og hundinn, njóta veðursins. Ekkert meira en það. Þetta átti að verða góður dagur,“ segir Benedikt léttur. Fjögur eða fimm spor Sauma þurfti fjögur eða fimm spor í hnakka Benedikts. Hundurinn Benzi á röltinu innan um laust grjótið.Benedikt Jakobsson „Læknirinn sagði fjögur spor. En svo tók ég mynd af þessu og vinkona mín benti mér á að þetta væru fimm spor. Svo þetta eru fjögur skástrik fimm spor,“ segir hann léttur. Í fregnum í gær kom fram að ekkert benti til þess að nokkur hefði slasast í skjálftanum. „Ég brosti að því,“ segir Benedikt en ekki er vitað til þess að fleiri hafi slasað sig í skjálftanum. Bendikt mætti pari á niðurleið þegar hann gekk upp fjallið. Eftir að hafa náð áttum svipaðist hann um eftir þeim og sá að þau voru á ferð, að vinna sig rólega niður fjallið.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Vogar Fjallamennska Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira