TikTok er snjallforrit þar sem notendur geta hlaðið upp myndböndum og sömuleiðis horfa á myndbönd annarra notenda.
Forritið hefur notið gríðarlegra vinsælda og með hundruð milljónir notenda. TikTok notendur sýna reglulega frá allskyns brögðum eins og að opna flöskur með hníf, braka sjálfur í bakinu og margt fleira.
YouTube-stjarnan Sniper Wolf hefur mikinn áhuga á TikTok og birti hún á dögunum myndband á síðu sinni þar sem hún hefur tekið saman myndbönd sem áttu að gleða aðdáendur hennar.
Um er að ræða gríðarlega vinsæl myndbönd á miðlinum sem eiga þau öll sameiginleg að vera mjög spaugileg eins og sjá má hér að neðan.