Valur í Meistaradeild en æfingabann og leikjaleysi setur strik í reikninginn Sindri Sverrisson skrifar 21. október 2020 12:30 Sjö leikmenn Vals eru með landsliðinu í Svíþjóð og því fámennt á æfingum á Hlíðarenda þessa dagana, þar sem þar að auki þarf að fylgja ströngum sóttvarnareglum. vísir/vilhelm Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir. Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira
Ríkjandi Íslandsmeistarar Vals í knattspyrnu kvenna fá að vita á morgun hvort þær leika á heima- eða útivelli, og gegn hvaða liði, í fyrri umferð undankeppni Meistaradeildar Evrópu. Ljóst er að Valskonur spila 3. eða 4. nóvember, á Íslandi í Finnlandi eða í Færeyjum, en íþróttir með snertingu eru bannaðar á höfuðborgarsvæðinu til 3. nóvember og hafa verið bannaðar síðustu tvær vikur. Það gerir undirbúning Valsliðsins erfiðan, sem og sú staðreynd að sjö leikmanna liðsins eru nú komnir með íslenska landsliðinu til Svíþjóðar og verða þar fram yfir landsleikinn í Gautaborg 27. október. Eiður Benedikt Eiríksson, aðstoðarþjálfari Vals, tekur undir að undirbúningur fyrir Meistaradeildarleikina sé snúinn. Hann bendir á að mánuður verði liðinn frá síðasta leik Vals þegar liðið leikur í Meistaradeildinni. „Þetta er hálfömurleg staða að vera í. Við höfum verið að æfa með alla leikmenn í sitt hvoru laginu. Þær fengu bara bolta heim og sinna sínu heimaprógrammi. Í gær gat hópurinn komið saman á Hlíðarenda, þó hann telji núna aðeins um tíu leikmenn vegna landsleiksins, en við þurftum að fara eftir reglum um tveggja metra reglu og annað slíkt. Þetta er ekki besti undirbúningurinn en við reynum að gera gott út úr þessu.“ Mæta HJK Helsinki eða KÍ Klaksvík Dregist hefur á langinn að hefja undankeppni Meistaradeildarinnar vegna kórónuveirufaraldursins. Ákveðið var að breyta undankeppninni svo að í henni verða leiknar tvær stuttar umferðir, með stökum útsláttarleikjum í stað þess að leika heima og að heiman. Valur þarf því að vinna tvo leiki (og slá þar með út tvo andstæðinga) til að komast í 32-liða úrslitin. Þangað stefna Valskonur fullum fetum, segir Eiður. Seinni umferð undankeppninnar er 18. og 19. nóvember (þá verður keppni væntanlega hafin að nýju í Pepsi Max-deildinni) og 32-liða úrslitin í jólamánuðinum, 8.-9. og 15.-16. desember. Valskonur eru ríkjandi Íslandsmeistarar en töpuðu fyrir Breiðabliki í toppslagnum 3. október. Síðan þá hefur liðið ekki getað spilað vegna íþróttabanns á höfuðborgarsvæðinu.vísir/hulda margrét Dregið verður í fyrri umferðina á morgun og hefur UEFA skipt liðunum 40 í tíu hópa eftir því hvar í Evrópu þau eru staðsett. Innan hvers hóps eru svo tvö sterkari lið, sem ekki geta mæst, og tvö lægra skrifuð lið. Valur og Vålerenga frá Noregi eru í efri styrkleikaflokki og geta dregist gegn HJK Helsinki frá Finnlandi eða KÍ Klaksvík frá Færeyjum. Sömuleiðis er dregið um það hvaða lið fá heimaleiki. Saman á hóteli í Reykjavík eða úti Eiður segir ljóst að ef Valskonur fái ekki að æfa með hefðbundnum hætti fram til 3. nóvember þá fari liðið í vinnusóttkví á Íslandi verði leikurinn hér, eða til Finnlands eða Færeyja eins fljótt og auðið er. „Ef að við fengjum leik heima á Íslandi hugsa ég að við færum saman á hótel og æfðum saman í „búbblu“ eins og landsliðin hafa verið að gera. Landsliðskonurnar gætu þá komið strax til móts við okkur þar. Sama yrði uppi á teningnum ef við færum í útileik. Þá myndu þær sem eru í landsliðinu hugsanlega koma beint þangað frá Svíþjóð,“ segir Eiður. Þurfa ekki að hætta við eins og handboltaliðin Valur dró handknattleikslið sín úr Evrópukeppnum vegna kórónuveirufaraldursins nú í haust. Eiður segir hins vegar ekkert annað hafa komið til greina en að knattspyrnukonur félagsins myndu spila í Meistaradeildinni. Það sé enda staðreynd að vegna peninga frá UEFA komi Valur svo að segja út á sléttu við að taka þátt í keppninni, og hagnist af þátttöku komist liðið í 16-liða úrslit, en að þátttaka í handboltakeppnunum kosti aftur á móti nokkrar milljónir.
Meistaradeild Evrópu Valur Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Fótbolti Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Fótbolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Fleiri fréttir William Cole kom inn af bekknum í Meistaradeildarsigri Dortmund Ísland náði jafntefli gegn Spáni PSV og Zagreb skoruðu fjögur Diaz með þrennu í þægilegum sigri Liverpool Vandræði Real halda áfram eftir Milan-sigur á Santiago Bernabéu Ótrúlegur sigur Sporting í síðasta heimaleik Amorim Komu KR upp um deild og stýra liðinu áfram „Júlíglugginn kostaði FH þetta tímabil“ Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Stuðningsmenn Arsenal mega ekki kaupa áfengi í Mílanó Afar vandræðaleg samskipti Amorims og blaðamanns Slot lofar Xabi Alonso fyrir leik þeirra Ancelotti: Þeir áttu að fresta öllum fótbolta á Spáni Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Áslaug og Katla féllu en Arnór og Ísak óhultir Snýr aftur í Bestu deildina með ÍBV Sjáðu ævintýralega björgun og mistök Glódísar Lampard gæti orðið næsti stjóri Roma Rekinn út af fyrir að hrækja á dómara Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Hætti ungur í landsliðinu og fór beint á Prikið Jökull laus allra mála hjá Reading | Á heimleið? „Er þetta ekki komið gott af pólitík?“ Mourinho þolir ekki tyrkneska dómara: „Erum að berjast gegn kerfinu“ Áslaug Munda með mark og stoðsendingu fyrir framan mömmu Skoraði furðulegt sjálfsmark í stað þess að bjarga marki: „Hvað ertu að gera?“ Sjá meira