Innlent

Ekki nógu mikil árvekni orsakaði strand Ópals

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Frá því þegar Ópal kom til hafnar eftir strandið.
Frá því þegar Ópal kom til hafnar eftir strandið. Vísir/Jói K

Rannsóknarnefnd samgönguslysa telur að orsök strands farþegaskipsins Ópals við Lundey í febrúar á þessu ári hafi verið sú að mikilvæg árvekni við stjórn skipsins hafi ekki verið viðhöfð í aðdraganda strandsins.

Þetta kemur fram í skýrslu nefndarinnar um strandið sem átti sér stað á siglingu með farþega um Faxaflóa. Ópal fór úr höfn í Reykjavík um klukkan 20.30 en tæpum tveimur tímum síðar strandaði skipið austur af Lundey. 

Björgunaraðilar voru kallaðir út en skipverjar gátu losað skipið nokkrum mínútum eftir að það strandaði. Engin slys urðu á fólki og engar skemmdir komu í ljós á skipinu vegna strandsins.

Í skýrslu nefndarinnar kemur fram að skipstjórinn hafi sagt að rekja mætti strandið til mistaka. Sjálfstýring skipsins hefði ekki haldið stefnu og vegna ljósa á þilfari hefði hann ekki séð eyjuna.

Þá greindi skipstjórinn einnig frá því að hásetinn hafði farið niður að sækja veitingar fyrir farþega. Skömmu síðar hafi hann vikið frá stýrinu til að kveikja þilfarsljós og aðgæta með fokkuseglið. Það hafi tekið lengri tíma en hann áætlaði og um leið og hann kom aftur að stjórnpallinum til að aðgæta staðsetninguna tók skipið niðri.

Einnig er tekið fram að við rannsókn strandsins hafi komið í ljós að ekki hafi verið rétt lögskráð á skipið auk þess sem að samkvæmt gildandi mönnunarreglum fyrir skipið mátti ekki nota segl á siglingunni, miðað við mönnun þess.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×