Madsen var með gervisprengjubelti Samúel Karl Ólason skrifar 20. október 2020 20:12 Lögreglan notaði róbóta til að kanna belti Madsen nánar. EPA/Nils Meilvang Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Danski morðinginn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur verið ákærður fyrir að reyna að flýja úr fangelsi eftir flóttatilraun hans í dag. Verið er að skoða hvort ákæra eigi hann fyrir að brjóta önnur lög. Meðal annars notaði hann hlut sem leit út eins og byssa og gervisprengibelti en Madsen gekk þó aðeins laus í nokkrar mínútur. Hann var handtekinn eftir að hann stökk upp í sendiferðabíl. Útlit er fyrir að ökumaður sendiferðabílsins hafi ekki komið að flóttatilraun Madsen með nokkrum hætti. Lögreglunni hefur þó gengið erfiðlega að yfirheyra bílstjórann vegna tungumálaörðugleika. Fram kom í dag að hinn 49 ára gamli Madsen tók sálfræðing sem gísl og notaði hann og hlut sem leit út fyrir að vera byssa til að komast út. Fangaverðir töldu lífi sálfræðingsins ógnað og hleyptu Madsen því út. Hann gekk þó ekki laus lengi. Eftir að hann var kominn út, hljóp hann á brott. Myndbandsupptökur sem blaðamenn Ekstrabladet hafa komið höndum yfir sýna Madsen ganga eftir götu og virtist hann ekki vera að flýta sér. Það er þar til einhver sást hlaupa á eftir honum og kallaði sá á hann: „Peter, leggstu niður“. Þá hljóp Madsen inn á milli tveggja húsa en hann fór vitlausa leið og þurfti að snúa við. Skömmu eftir það stökk hann inn í sendiferðabílinn þar sem hann var handtekinn. Eftir að Madsen hafði verið handjárnaður sáu lögregluþjónar að hann var með belti sem leit út eins og sprengjubelti. Því hörfuðu þeir og umkringdu Madsen, þar sem hann sat sat í grasi í vegarkanti. Hér má sjá kort sem sýnir hvar fangelsið er og hvar Madsen var handtekinn. Staðirnir eru merktir rauðum táknum. Í yfirlýsingu frá lögreglunni segir að enn sé verið að rannsaka beltið. Madsen var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2018 fyrir morðið á sænsku blaðakonunni Kim Wall . Madsen hafði boðið Wall um borð í heimasmíðaðan kafbát sinn og í siglingu að kvöldi 10. ágúst 2017. Hún skilaði sér hins vegar ekki í land og hófst þá mikil leit í Køge-flóa. Líkamspartar Wall fundust svo á hafsbotni eftir umfangsmikla leit. Hér má sjá myndband frá Guardian, þar sem rætt er við vegfaranda sem fylgdist með handtöku Madsen.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42 Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52 Mest lesið Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Erlent Skora á Snorra að gefa kost á sér Innlent Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Banna dróna yfir Danmörku Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Innlent Fleiri fréttir Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Sjá meira
Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi Danski morðinginn Peter Madsen reyndi að flýja úr fangelsi í morgun. Ekstra bladet greinir frá þessu í morgun og birtir myndir af Madsen þar sem situr í grasi í vegarkanti í Albertslund, um 400 til 500 metrum frá fangelsinu. 20. október 2020 09:42
Peter Madsen viðurkennir loks að hafa drepið Kim Wall Danski kafbátasmiðurinn og uppfinningamaðurinn Peter Madsen hefur loks viðurkennt að hafa drepið sænsku blaðakonuna Kim Wall í kafbát hans í Køgeflóa tíunda dag ágústmánaðar 2017. 9. september 2020 08:52