Versnandi horfur í efnahagsmálum Heimir Már Pétursson skrifar 20. október 2020 19:04 Horfur í efnahagsmálum hafa versnað verulega frá því í ágúst að mati hagfræðideildar Landsbankans. Efnahagslífið muni ekki taka almennilega við sér fyrr en árið 2023. Í hagspá Landsbankans til og með ársins 2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hagvöxtur verði hins vegar 3,4%á næsta ári og 5% árin 2022 og 2023. Atvinnuleysi haldist áfram mikið þótt bóluefni verði komið upp úr áramótum. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagdeildar Landsbankans segir verðbólguna gera Seðlabankanum erfitt fyrir með að lækka meginvexti sína meira en hann hafi nú þegar gert.Vísir/Vilhelm Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir spána gera ráð fyrir 7,8% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 8,4% á því næsta en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Grafík/HÞ „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjáverulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Í ágústspá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga yrði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta ár. Meiri svartsýni er í spá Landsbankans sem telur verðbólgu enn verða aðeins yfir markmiðinu út árið 2023 sem muni draga úr getu bankans til frekari vaxtalækkana. Grafík/HÞ „Ég tel að virkasta hagstjórnarverkfæri Seðlabankans um þessar mundir væri að beita sér af meiri hörku ágjaldeyrismarkaði. Tryggja stöðugleika í gjaldmiðlinum. Sem myndi þá gera það aðverkumað við sæum verðbólguna koma aftur niður á næsta ári.en við gerum ráð fyrir að hún gæti hækkað upp undir fjögur prósent í byrjun næsta árs,“ segir Daníel Svavarsson. Efnahagsmál Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Horfur í efnahagsmálum hafa versnað verulega frá því í ágúst að mati hagfræðideildar Landsbankans. Efnahagslífið muni ekki taka almennilega við sér fyrr en árið 2023. Í hagspá Landsbankans til og með ársins 2023 er gert ráð fyrir að landsframleiðsla dragist saman um 8,5% á þessu ári vegna kórónuveirufaraldursins. Hagvöxtur verði hins vegar 3,4%á næsta ári og 5% árin 2022 og 2023. Atvinnuleysi haldist áfram mikið þótt bóluefni verði komið upp úr áramótum. Daníel Svavarsson forstöðumaður hagdeildar Landsbankans segir verðbólguna gera Seðlabankanum erfitt fyrir með að lækka meginvexti sína meira en hann hafi nú þegar gert.Vísir/Vilhelm Daníel Svavarsson forstöðumaður hagfræðideildar Landsbankans segir spána gera ráð fyrir 7,8% atvinnuleysi að meðaltali á þessu ári, 8,4% á því næsta en lækki síðan í 5,8% árið 2022 og 4,8% árið 2023. Grafík/HÞ „Núna erum við að sjá að atvinnuleysið er mjög bundið við ferðaþjónustutengdar greinar. Við erum ekki að sjáverulega viðspyrnun í þeim greinum fyrr en seint á næsta ári. Aðalviðspyrnan komi ekki fyrr en 2022 og 2023,“ segir Daníel. Í ágústspá Seðlabankans var reiknað með að verðbólga yrði komin undir 2,5 prósenta markmið hans á fyrsta ársfjórðungi næsta ár. Meiri svartsýni er í spá Landsbankans sem telur verðbólgu enn verða aðeins yfir markmiðinu út árið 2023 sem muni draga úr getu bankans til frekari vaxtalækkana. Grafík/HÞ „Ég tel að virkasta hagstjórnarverkfæri Seðlabankans um þessar mundir væri að beita sér af meiri hörku ágjaldeyrismarkaði. Tryggja stöðugleika í gjaldmiðlinum. Sem myndi þá gera það aðverkumað við sæum verðbólguna koma aftur niður á næsta ári.en við gerum ráð fyrir að hún gæti hækkað upp undir fjögur prósent í byrjun næsta árs,“ segir Daníel Svavarsson.
Efnahagsmál Íslenskir bankar Vinnumarkaður Tengdar fréttir Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01 Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Hætta á kreppuverðbólgu á Íslandi Veiking krónunnar hefur verið meiri undanfarna mánuði en reiknað hafði verið með og skilað sér hratt út í verðlagið. Verðbólga gæti verið komin í 3,8 prósent um áramót. 29. september 2020 20:01
Verðbólga ekki meiri í sextán mánuði Verðbólga hefur ekki verið hærri en nú í september frá því í maí í fyrra. Athygli vekur að þróun húsnæðisverðs dregur úr verðbólgunni. 29. september 2020 12:18