Beraði sig fyrir vinnufélögum á fjarfundi Kjartan Kjartansson skrifar 20. október 2020 13:01 Vinnufélagar Jeffreys Toobin á New Yorker sáu meira af honum en þeir kærðu sig um á fjarfundi í síðustu viku. AP/Evan Agostini/Invision Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. Toobin hefur dregið sig í hlé frá störfum fyrir CNN-fréttastöðina þar sem hann hefur komið fram sem lögfræðilegur álitsgjafi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á fjarfundi starfsmanna New Yorker og WNYC-útvarpsstöðvarinnar sem vinna saman að hlaðvarpi þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir forsetakosningar í síðustu viku. Fundurinn fór fram í gegnum forritið Zoom en þegar hlé var gert á umræðunum er Toobin sagður hafa tekið annað myndsímtal þar sem hann átti í kynferðislegum samskiptum fyrir framan furðu lostna vinnufélaga sína. Vefsíðan Vice, sem sagði fyrst frá uppákomunni, hefur eftir fólki sem tók þátt í fundinum að það hafi séð Toobin leika við sjálfan sig. „Ég hélt að ég hefði slökkt á Zoom-myndinni. Ég hélt að enginn í Zoom-símtalinu sæi mig,“ sagði Toobin í yfirlýsingu. Bað hann eiginkonu sína, fjölskyldu, vini og samstarfsmenn afsökunar á mistökunum, að því er segir í frétt New York Times. New Yorker sagði að Toobin hefði verið vikið frá störfum á meðan atvikið væri til rannsóknar. CNN sagði að hann hefði sjálfur óskað eftir leyfi vegna „persónulegs máls“. Toobin, sem er sextugur, hefur skrifað bækur um lögfræðileg málefni, þar á meðal um rannsóknir á Donald Trump forseta og hæstarétt Bandaríkjanna. Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Kynlíf Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira
Bandaríska blaðið New Yorker hefur vikið Jeffrey Toobin, rithöfundi og greinahöfundi, frá störfum eftir að hann beraði sig fyrir framan vinnufélaga á fjarfundi í síðustu viku. Toobin hefur dregið sig í hlé frá störfum fyrir CNN-fréttastöðina þar sem hann hefur komið fram sem lögfræðilegur álitsgjafi. Atvikið er sagt hafa átt sér stað á fjarfundi starfsmanna New Yorker og WNYC-útvarpsstöðvarinnar sem vinna saman að hlaðvarpi þegar þeir voru að undirbúa sig fyrir forsetakosningar í síðustu viku. Fundurinn fór fram í gegnum forritið Zoom en þegar hlé var gert á umræðunum er Toobin sagður hafa tekið annað myndsímtal þar sem hann átti í kynferðislegum samskiptum fyrir framan furðu lostna vinnufélaga sína. Vefsíðan Vice, sem sagði fyrst frá uppákomunni, hefur eftir fólki sem tók þátt í fundinum að það hafi séð Toobin leika við sjálfan sig. „Ég hélt að ég hefði slökkt á Zoom-myndinni. Ég hélt að enginn í Zoom-símtalinu sæi mig,“ sagði Toobin í yfirlýsingu. Bað hann eiginkonu sína, fjölskyldu, vini og samstarfsmenn afsökunar á mistökunum, að því er segir í frétt New York Times. New Yorker sagði að Toobin hefði verið vikið frá störfum á meðan atvikið væri til rannsóknar. CNN sagði að hann hefði sjálfur óskað eftir leyfi vegna „persónulegs máls“. Toobin, sem er sextugur, hefur skrifað bækur um lögfræðileg málefni, þar á meðal um rannsóknir á Donald Trump forseta og hæstarétt Bandaríkjanna.
Bandaríkin Fjölmiðlar Bíó og sjónvarp Kynlíf Mest lesið „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Erlent Högum þykir miður að byggingin valdi óþægindum Innlent Græna „gímaldið“ við Álfabakka: Hvernig gat þetta gerst? Innlent Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ Erlent Titringur á Alþingi Innlent Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Erlent Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Erlent Átta stiga hiti um helgina og varað við asahláku Innlent Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Erlent Hækka vöktunarstig en segja kvikuhreyfingar ekki nærri yfirborði Innlent Fleiri fréttir Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Leita nýrra leiða til að sækja sýni til Mars Kyrrsetja skuggaskipið vegna slæms ástands Ætlar að hitta kónginn í dag Belgar varaðir við því að borða jólatrén Hætta staðreyndavöktun á Facebook og Instagram Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Ummæli um vanþakklæti Afríkubúa valda reiði Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Le Pen látinn Símar framhaldskólanema læstir inni í skáp Trump-liðar vilja stöðva birtingu skýrslu Smiths Aldrei færri fangar í Guantánamo-fangelsinu Enn segjast menn vongóðir um vopnahlé á Gasa Tugir látnir eftir stóran skjálfta í Tíbet Sjá meira