Stútfullt í tíma í World Class en Hreyfing hættir við að opna Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. október 2020 12:20 Hér má sjá nokkra þeirra tíma sem í boði eru seinni partinn í World Class. Fólk er minnt á að mæta með handklæðin sín enda á að taka vel á því. Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Forsvarsmenn líkamsræktarstöðvarinnar Hreyfingar hafa ákveðið að opna ekki fyrir hóptíma í stöð sinni á morgun eins og til stóð. Fullt er í flesta hóptíma í World Class í dag samkvæmt skráningu á vefsíðu stöðvarinnar. Að neðan má sjá myndband úr World Class í Laugardal í hádeginu í dag. Reglugerð heilbrigðisráðherra heimilar hóptíma í líkamsræktarstöðvum í trássi við tilmæli sóttvarnalæknis sem vildi hafa stöðvarnar lokaðar næstu tvær til þrjár vikurnar. Ný reglugerð tók gildi í dag og er óhætt að segja að reglugerðin sé sú umdeildasta hingað til. Íþróttastarf barna á höfuðborgarsvæðinu liggur niðri en líkamsræktarstöðvum er frjálst að hafa opið í hóptíma að uppfylltum sóttvarnaskilyrðum. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segist ekki hafa látið undan þrýstingi frá líkamsræktarstöðvunum með ákvörðun sinni. Ágústa Johnson, eigandi Hreyfingar, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að stöðin myndi opna fyrir hóptíma á miðvikudag. Hún kallaði eftir skýrari reglum. Fréttina og viðtalið við Ágústu má sjá í spilaranum að neðan. Annað hljóð er komið í Ágústu í dag. Á heimasíðu Hreyfingar segir að nú að eftir að hafa skoðað málið vandlega hafi verið ákveðið að nýta sér ekki glufu í reglugerð heilbrigðisráðuneytisins til að opna fyrir hóptíma með miklum takmörkunum, eins og fram kemur á heimasíðu Hreyfingar. „Við lítum svo á að samfélagsleg ábyrgð og samstaða sé mikilvæg og munum því fara eftir tilmælum sóttvarnalæknis í þessum efnum. Enn eru of mörg smit í samfélaginu og ljóst að staðan er viðkvæm,“ segir í tilkynningunni. „Við munum bíða eftir því að fá fullt leyfi til að opna starfsemina á ný, þrátt fyrir að sóttvarnir séu til fyrirmyndar hjá okkur og engin hópsmit hafi komið upp í Hreyfingu.“ Líkamsræktarstöðvarnar World Class og Sporthúsið tilkynntu í gær að starfsemi hefðist á ný í dag, innan þess ramma sem kveðið væri á um í reglugerð heilbrigðisráðherra um íþróttastarf. Þannig má halda úti hóptímum með fjarlægðartakmörkunum þar sem iðkendur nota ekki sömu tól og tæki. Fullt er í vel flesta hóptíma hjá World Class í dag. Nítján geta skráð sig í flesta tíma hjá kennara enda tuttugu manna samkomubann í gildi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Almannavarnir Líkamsræktarstöðvar Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira