Nokkurra vikna slappleiki og 19 skipverjar með Covid-19 Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 20. október 2020 12:11 Fyrsta verk heilbrigðisstarfsfólks á Vestfjörðum verður að taka blóðprufu af öllum skipverjunum til að meta veikindi þeirra betur. Hraðfrystihúsið Gunnvör hf Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“ Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sjá meira
Nú um hádegisleytið tekur heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á móti áhöfn frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar Ís 270 á Ísafirði en langflestir um borð eru með Covid-19. Til greina kemur að opna tímabundið farsóttarhús á Vestfjörðum. Frystiskipið kom til hafnar á Ísafirði á sunnudag þar sem allir skipverjar fóru í sýnatöku. Að henni lokinni lagði skipið úr höfn áður en niðurstöðurnar lágu fyrir. Síðar kom í ljós að mikill meirihluti væri sýktur af Covid-19. Veiðum var þá hætt þegar í stað og skipinu snúið til hafnar. Nú um hádegisbil er von á áhöfninni sem telur 25 manns. Staðfest smit um borð eru 19 en fleiri hafa þó fundið fyrir einkennum. Sumir þeirra höfðu jafnvel verið veikir í nokkrar vikur um borð. Heilbrigðisstarfsfólk á Vestfjörðum á mikið verk fyrir höndum því taka þarf blóðprufu úr hverjum og einum til að meta hvort smitið sé virkt. Þeir sem ekki hafa virkt smit losna úr einangrun þá þegar. Niðurstöður munu þó ekki liggja fyrir fyrr en á morgun. Því þurfa skipverjarnir að dvelja um borð í skipinu eina nótt í viðbót. Á morgun þarf síðan að ákveða hvar skipverjarnir munu sæta áframhaldandi einangrun. Til skoðunar að opna farsóttarhús á Vestfjörðum Súsanna Björg Ástvaldsdóttir er umdæmislæknir sóttvarna á Vestfjörðum. „Meirihlutinn býr hérna fyrir vestan og ég á eftir að tala við hvern og einn hvernig aðstaðan er heima fyrir til að sjá hvort það sé yfir höfuð möguleiki að þeir sæti einangrun heima hjá sér, eða þurfi að fara í sóttvarnahúsið í Reykjavík eða hvort við setjum sóttvarnahús upp fyrir vestan. Þá gætu sumir valið kannski að vera áfram um borð í skipinu.“ Þegar fréttastofa náði tali af Súsönnu var hafði hún nýlokið fjarfundi með sóttvarnalækni en fjölmargir koma að aðgerðunum fyrir vestan. Súsanna var spurð út í líðan skipverjanna. „Ég mat þá á sunnudaginn og það var enginn með alvarleg veikindi þá og þeir hafa ekkert verið í bandi en ég bauð þeim upp á að hafa samband ef einhver veiktist alvarlega. En þeir verða hérna rétt fyrir utan þannig að ef einhver veikist þá bara náum við í hann.“
Ísafjarðarbær Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Sjávarútvegur Hópsmit á Júlíusi Geirmundssyni Tengdar fréttir Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23 Mest lesið „Af hverju ertu svona í framan?“ Innlent Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Innlent „Algjörlega alveg út í hött“ Innlent Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Erlent Umferðin færist inn á íbúðagötur Innlent Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Innlent Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast Innlent Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rannsaka mögulega stunguárás Innlent Fleiri fréttir Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Andar sem eru ekki hér en voru í myndinni þeir sveima og fylgjast með Dugar ekki lengur að dorga og nú þurfi að kasta út neti Vann á öllum deildum leikskólans Segja Rússa heyja stríð við Vesturlönd og síðustu ævidagarnir á Grund „Kópavogsmódelið er ekkert annað en þjónustuskerðing“ Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sjá meira
Sneru aftur í land eftir að meirihluti áhafnar reyndist smitaður Meirihluti áhafnar frystiskipsins Júlíusar Geirmundssonar ÍS-270 hefur greinst með kórónuveirusmit 19. október 2020 21:23