Strákarnir okkar fara á hótel og þurfa undanþágu til æfinga Sindri Sverrisson skrifar 20. október 2020 08:01 Aron Pálmarsson er í sóttkví vegna smits í herbúðum Barcelona en nær nokkrum æfingum með spænska liðinu áður en hann mætir til Íslands til móts við íslenska landsliðið. EPA/ANDREAS HILLERGREN Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“ Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands mun sækja um undanþágu til að „strákarnir okkar“ í íslenska landsliðinu nái að æfa saman fyrir komandi landsleiki í nóvember. Engar miðasölutekjur verða af leikjunum tveimur sem framundan eru í Laugardalshöll, í undankeppni EM. Þá felst umtalsverður aukakostnaður í því að hafa íslensku leikmennina og starfsmenn íslenska liðsins á hóteli, öfugt við það sem venja er. Þeir þurfa að vera í vinnusóttkví líkt og gestaliðin, en Ísland mætir Litháen 4. nóvember og Ísrael 7. nóvember. Æfingar og keppni í íþróttum með snertingu er bönnuð á höfuðborgarsvæðinu en það er hluti af sóttvarnaaðgerðum stjórnvalda vegna kórónuveirufaraldursins. „Eins og reglugerð heilbrigðisráðherra er þá er keppni heimiluð eftir 3. nóvember. Fyrri landsleikurinn er 4. nóvember þannig að hann er í raun leyfður samkvæmt reglugerð. Reglugerðin tekur gildi [í dag] og við munum þá senda inn undanþágubeiðni um að fá að hefja landsliðsæfingar með snertingu fyrr. Við reiknum með að byrja æfingar 2. nóvember,“ segir Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ. Því miður verða engir áhorfendur á komandi landsleikjum.vísir/andri marinó Róbert segir að auk þess sem koma þurfi landsliðunum fyrir á hóteli, með meira rými en ella til að uppfylla kröfur um sóttvarnir, þá þurfi að skipta Laugardalshöll upp í sóttvarnahólf og tryggja að leikmenn séu ekki í snertingu við aðra. Engar tekjur af miðasölu og aukakostnaður við að hýsa leikmenn Róbert segir reglugerð heilbrigðisráðherra nokkuð afdráttarlausa með það að áhorfendabann sé í gildi til 10. nóvember. Ætla megi að HSÍ verði af 2-2,5 milljónum króna á hvorum leik vegna þess og við það bætist að dýrara en vanalega er að hýsa landsliðin. „Það eru engar áhorfendatekjur af leikjunum og einnig mikil aukakostnaður við hótel og uppihald. Við þurfum að láta búa til sóttvarnarými á hótelunum. Við þurfum að hafa allt íslenska liðið og starfsmenn þess á hótelinu, sem við erum ekki með vanalega, þannig að það fellur til töluverður aukakostnaður,“ segir Róbert, en íslensku landsliðsmennirnir sem koma að utan eiga margir eigin íbúðir á höfuðborgarsvæðinu eða hafa dvalið hjá sínum nánustu. „Við höfum ekki tekið kostnaðinn saman í heildina, og erum að ganga frá samningum í tengslum við þetta. Miðað við fyrstu sýn er þetta töluvert dýrara en vanalega. Kostnaðurinn hleypur á milljónum.“
Handbolti Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30 Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30 HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46 HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01 Mest lesið Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Körfubolti Tók tapsáran Willum töluverðan tíma að jafna sig Sport Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Körfubolti Ólympíufari lést í eldsvoða Sport Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Íslenski boltinn Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Handbolti Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ Körfubolti „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ Körfubolti Fleiri fréttir Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið „Trúi ekki öðru en að við fáum fullt hús af áhorfendum“ Varði fimm skot gegn gömlu félögunum Uppgjörið: Grótta - Valur 19-30 | Meistararnir eru deildarmeistarar Oddaleikur framundan milli Íslendingaliðanna Minnkuðu muninn í eitt mark úr lokaskotinu Sló (líklega) metið yfir flest mörk að meðaltali í leik „Mér þykir virkilega vænt um þennan titil“ Grótta í umspil eftir tap gegn Aftureldingu Ómar Ingi og Gísli Þorgeir fóru mikinn í Búkarest Uppgjörið: FH - ÍR 33-29 | FH-ingar deildarmeistarar annað árið í röð „Bestu liðin hafa ekkert að fela og deila upplýsingum“ Portúgölsku Íslendingaliðin með mikilvæga sigra Bjarki Már öflugur Elliði Snær átti sinn þátt í óvæntum sigri Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Aldís með níu mörk í naumum sigri Andrea og stöllur í góðri stöðu eftir fyrri leikinn Valskonur taka tveggja marka tap með sér heim á Hlíðarenda Uppgjör og viðtal: Haukar - Izvidac 30-27 | Haukar fara með naumt forskot til Bosníu Marta hetja Eyjakvenna Grótta vann gríðarmikilvægan sigur gegn Stjörnunni Gísli fór mikinn í fyrsta leiknum eftir meiðsli Fram tryggði annað sætið með sigri gegn ÍR Íslendingalið mætast í úrslitakeppninni Donni markahæstur meðan Guðmundur skoraði eitt gegn Ágústi Íslendingar í riðli með Færeyingum „Verður hörkueinvígi, þeir eru drullugóðir“ Spennan gríðarleg þegar ein umferð er eftir Sjá meira
Ísland í ruslflokk og bann ef KKÍ neitaði að spila landsleikina í nóvember Landslið Íslands í körfubolta verða ekki í sínu besta ástandi þegar þau leika í undankeppnum stórmóta í nóvember. FIBA neitaði að fresta leikjunum. 19. október 2020 15:30
Æfingar hefjast á morgun en ströng skilyrði gilda Íþróttaæfingar geta hafist að nýju á morgun, hjá liðum á höfuðborgarsvæðinu, að uppfylltum afar ströngum skilyrðum. 19. október 2020 12:30
HSÍ hefur sótt um undanþágu vegna leikjanna í nóvember HSÍ hefur sótt um undanþágu svo landsleikir Íslands í undankeppni Evrópumótsins 2022 geti farið fram. Fyrr í dag voru allar íþróttir með snertingu bannaðar en Ísland mætir Litáen og Lettum í byrjun nóvembermánaðar. 16. október 2020 17:46
HSÍ féllst á beiðni Ísraela Íslenska karlalandsliðið í handbolta mun taka á móti Litháen og Ísrael í undankeppni EM í Laugardalshöll 4. og 7. nóvember. 12. október 2020 13:01