Stjörnvöld sökuð um að hafa varpað allri ábyrgð á þríeykið Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. október 2020 19:08 Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“ Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira
Þingmaður Miðflokksins sakar ríkisstjórnina um að hafa varpað allri ákvarðanatöku í faraldrinum yfir á þríeykið í stað þess að meta ástandið heildstætt. Sóttvarnaraðgerðir stjórnvalda voru til umræðu í þingsal í dag eftir að forsætisráðherra gerði grein fyrir nýlegri álitsgerð um valdheimildir sóttvarnarlæknis og heilbrigðisráðherra. Fyrirhuguð er heildarendurskoðun á sóttvarnarlögum sem forsætisráðherra sagði að ákveðið hafi verið að flýta í ljósi athugasemda í álitsgerðinni. „Ég leyfi mér að segja að í vor sáum við ekki fyrir hversu mikil áhrif þessi faraldur myndi hafa og hversu langvinnur hann yrði,“ sagði Katrín Jakobsdóttir á Alþingi í dag. „En þegar ljóst var í ágúst síðastliðnum að þessari viðureign væri hvergi nærri lokið og horfur gætu verið á að við þyrftum að glíma við veiruna fram á næsta ár taldi ríkisstjórnin rétt að fá álitsgerð um valdheimildir stjórnvalda á þessu sviði.“ Gripið hafi verið til ýmissa ráðstafana sem skerði frelsi fólks og nauðsynlegt sé að vita hversu langt megi ganga. Katrín Jakobsdóttir sagði stjórnvöld hérlendis hafa gengið fram að meira meðalhófi en víða annars staðar.Vísir/Vilhelm „Ég get þó ekki látið hjá líða að segja að þegar aðgerðir íslenskra stjórnvalda eru bornar saman við aðgerðir stjórnvalda í löndunum í kringum okkur tel ég ljóst vera að hér hefur verið gengið fram af meira meðalhófi en víðast hvar annars staðar í álfunni með hagsmuni samfélagsins að leiðarljósi,“ sagði Katrín og vísaði til þess að þetta væri ljóst í áherslu stjórnvalda á að viðhalda skólahaldi. Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins, fór hörðum orðum um viðbrögð ríkisstjórnarinnar; sagði hana hafa útvistað allri ábyrð og ákvarðanatöku á þríeykið og einungis einblínt á Covid-19 tölfræði. „Sérfræðingar í sóttvörnum eru góðir sem slíkir en á endanum eru það lýðræðislega kjörin yfirvöld sem verða að taka upplýstar ákvarðanir eftir að allt hefur verið tekið með í reikninginn. Ekki bara afmörkuð viðfangsefni,“ sagði Bergþór. Þetta geti haft alvarlegar afleiðingar. „Síðast en ekki síst mun langvarandi tekjusamdráttur óhjákvæmilega fyrr eða síðar koma fram í versnandi heilsu og versnandi heilbrigðiskerfi á sama tíma.“ Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segir nauðsynlegt að hækka grunnatvinnuleysisbætur.Vísir/vilhelm Logi Einarsson, formaður Samfylkarinnar sagði stjórnvöld blessunarlega hafa fylgt tilmælum sóttvarnaryfirvalda. En fyrir vikið beri þau ríka skyldu til að bæta eða lágmarka tjónið sem af þeim hlýst og hækka grunnatvinnuleysisbætur. „Það er grafalvarlegt þegar þúsundir fjölskyldna eru sviptar stórum hluta afkomu sinnar í langan tíma vegna aðgerða stjórnvalda. Þetta fólk hefur skuldbundið sig og gert ráðstafanir sem miðast við réttmætar væntingar um laun sem eru ekki lengur til staðar. Og það þarf ekki fjörugt ímyndunarafl til að að sjá hvað bíður þessara fjölskyldna á næstu mánuðum ef það verður ekki meira gert fyrir þær,“ sagði Logi. „Kostnaður vegna fátæktar, andlegrar vanlíðunar og félagslegra vandamála gæti komið hressilega í bakið á okkur ef við grípum ekki til meiri stuðnings. Þess vegna eru allar heimspekilegar vangaveltur um við hvaða upphæð atvinnuleysisbætur fara að letja fólk til vinnu vinsamlega afþakkaðar þangað til þessi faraldur er búinn.“
Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Innlent Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Innlent Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bílvelta í Kömbunum Innlent Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Innlent Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Innlent Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Innlent Fleiri fréttir Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Lögregla kölluð til eftir að bremsuvírar voru klipptir á reiðhjólum barna Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi Sjá meira