Komu í veg fyrir 10.000 manna brúðkaup í New York Kjartan Kjartansson skrifar 19. október 2020 16:27 Tveir strangtrúaðir gyðingar ganga um grímulausir í Williamsburg í Brooklyn. Smituðum í samfélagi þeirra hefur farið fjölgandi undanfarið. Vísir/EPA Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram. Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í New York komu í veg fyrir að samfélag strangtrúaðra gyðinga í Brooklyn héldi brúðkaupsveislu fyrir allt að 10.000 manns í dag. Fimmtíu manns samkomutakmarkanir eru í gildi í borginni vegna kórónuveirufaraldursins en strangtrúaðir gyðingar hafa amast gegn reglunum. Leiðtogar safnaðarins í Yetev Lev D‘Satmar-bænahúsinu sökuðu yfirvöld í New York um „tilefnislausar árásir“ á brúðkaup barnabarns rabbínans sem átti að fara fram í dag. Athöfnin og hátíðarmálsverður hefði aðeins verið opinn nánustu fjölskyldu og almenningi hefði aðeins verið boðið að vera viðstaddur hluta hátíðarhaldanna. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála í New York ákvað að grípa persónulega inn í brúðkaupsáformin vegna ótta yfirvalda við að þúsundir manna gætu komið saman þar. Yfirvöld höfðu spurnir af því að von væri á gestum frá öðrum landshlutum þar sem skæðar kórónuveiruhópsýkingar geisa. Lét hann lögreglufulltrúa afhenda leiðtogum bænahússins tilskipun um bannið á föstudag, að sögn New York Times. New York-borg fór sérstaklega illa út úr fyrstu bylgju faraldursins í vetur og vor en hann hefur blossað upp aftur nú í haus, sérstaklega í Brooklyn, Queens og í sýslum fyrir norðan borgina. Töluverður núningur hefur verið á milli Andrews Cuomo, ríkisstjóra, og samfélags strangtrúaðra gyðinga sem telur á sig hallað með sóttvarnaaðgerðum. Sumir þeirra hafa sakað yfirvöld um að beina spjótum sínum sérstaklega að sér vegna trúar þeirra. Veira hefur breiðst út í hópi strangtrúaðra gyðinga sem búa þétt í nánu sambýli við aðra. Þeir eru jafnframt sagðir vantreysta veraldlegum yfirvöldum og vísindum. Cuomo segir aftur á móti að aðgerðirnar hafi leitt til fækkunar nýrra smita. Ástandið sé hins vegar enn ekki nógu gott í sumum hlutum borgarinnar, þar á meðal í Wlilliamsburg þar sem brúðkaupið átti að fara fram.
Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Trúmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kölluð til vegna vasaþjófa í miðborginni Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira