Hvernig erum við búin undir þessa kreppu? Björn Berg Gunnarsson skrifar 20. október 2020 08:01 Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Berg Gunnarsson Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Efnahagsmál Mest lesið Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Atvinna handa öllum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Að breyta borg: Frá sálrænum akkerum til staðleysu Páll Jakob Líndal skrifar Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Sjá meira
Kórónukreppan mun renna sitt skeið. Óvíst er þó hvenær viðspyrnan hefst og í hvaða ástandi íslenska hagkerfið verður þegar þar að kemur. Ólíkt fyrri kreppum höfum við óvenju mikið svigrúm til að draga úr neikvæðum áhrifum hennar að þessu sinni. Ástæðan er einna helst sú að ákveðið var, svona rétt einu sinni, að bregða út af vananum og læra af reynslunni. Þetta reddast í þetta skiptið Í stað þess að spenna bogann eins og mögulegt var meðan góðærið stóð sem hæst og raula með sjálfum okkur þjóðsönginn „þetta reddast“ var hagkerfið, nánast í heild sinni, búið duglega undir tíma sem þessa. Þess vegna lítur nú út fyrir að þetta muni, þegar allt kemur til alls, reddast. Vöxtur hagkerfisins undanfarinn áratug var meðal annars nýttur til niðurgreiðslu skulda, hvort sem litið er til opinberra aðila, fyrirtækja eða heimila og hefur erlend staða þjóðarbúsins á sama tíma snúist úr því að vera neikvæð sem nemur hundruðum milljarða í að vera jákvæð um mörg hundruð milljarða. Á sama tíma var safnað í digran gjaldeyrisvarasjóð í Seðlabankanum sem reynist vel nú þegar stærsta útflutningsgrein landsins liggur í dvala. Þessi fyrirhyggja hefur reynst okkur dýrmæt og kemur til með að vera það áfram í vetur. Hið opinbera getur ráðist í kröftugar mótvægisaðgerðir og keyrt á umtalsverðum halla um nokkurt skeið án þess að stefni í óefni. Aðgengi að fjármagni er gott og á góðum kjörum. Hvað skuldir heimila varðar hafa þær ekki stökkbreyst vegna óðaverðbólgu heldur hafa lánakjör batnað til muna með lækkandi vöxtum og verðbólgan haldist merkilega lág, þrátt fyrir talsverða veikingu krónunnar. Þetta hjálpar en breytir því ekki að veturinn verður erfiður og margir samlandar okkar munu verða fyrir miklu fjárhagslegu höggi. Þeim mun mikilvægara er að fjárhagslegt svigrúm sé til að grípa þá sem höllustum fæti standa og að viðspyrna atvinnulífsins verði kröftug. Við höfum notið mikils vaxtar á undanförnum árum, ekki síst vegna ferðaþjónustunnar, en það hefur haft í för með sér að íslenskt efnahagslíf er nú mjög samofið þeirri atvinnugrein. Með hliðsjón af því er áhugavert að sjá hvernig horfur eru í efnahagslífi nokkurra tiltekinna landa, þ.m.t. Íslands, samanborið við hlutfall ferðaþjónustu af landsframleiðslu. Þó hér stefni í heilmikinn samdrátt á árinu er staðan víða verri. Það hjálpar okkur kannski lítið í þeim verkefnum sem við stöndum frammi fyrir þessi dægrin en er þó vitnisburður um að okkur hafi, meðal annars með fyrirhyggju undanfarinna ára, tekist að mýkja nokkuð efnahagsskellinn í ár sem ella hefði getað orðið mun meiri og alvarlegri. Höfundur er deildarstjóri Greiningar og fræðslu Íslandsbanka.
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar