Segir heilbrigðisráðherra hafa vitað af málinu síðan í febrúar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 18. október 2020 18:30 Formaður MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði. Heilbrigðisráðherra hafi lengi vitað af málinu og ekkert gert. Nú sé verið að skoða lagalega stöðu konunnar. Við höfum undanfarið sagt frá máli Margrétar Sigríðar sem er með MS-taugasjúkdóminn en frá því í janúar hefur hún verið heimilislaus og var vistuð frísk á bráðadeild Landspítalans í næstum sjö mánuði og dvelur nú í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur í næsta mánuði. Björg Ásta Þórðardóttir formaður MS- félagsins segir félagið hafa verið í samtali við heilbrigðisráðherra strax í febrúar. „Við teljum að mannréttindi hennar hafi verið fótum troðin í marga mánuði núna. Mér hefur einhvern veginn þótt málið velkjast um í kerfinu og á meðan er konan föst í kerfinu húsnæðislaus í bráðum heilt ár. Þetta úrræðaleysi er algjört,“ segir Björg. Hún segir fleiri í sömu stöðu. „Já því miður er það staðan, þetta er ekki einsdæmi. Þá teljum við mikilvægt að fá sérstaka lausn fyrir ungt fólk sem þarf á umönnun að halda að halda vegna fötlunar sinnar en eins og staða er núna þá er slíkt ekki fyrir hendi. Það eru t.d. 130 manns sem eru ennþá ungir, vistaðir á hjúkrunarheimilum þar sem langflestir aðrir íbúar eru komnir á eldri ár. Þetta þarf líka að laga því yngra fólk hefur allt aðrar þarfir en það sem er farið að eldast mikið,“ segir hún. Hún segir að verið sé að kanna hvort fara eigi lengra með mál Margrétar. „Það er núna til skoðunnar og það er auðvitað Margrét Sigríður og hennar fólk sem tekur ákvörðun í framhaldinu en við munum styðja hana hvað sem hún ákveður í framhaldinu. Ms-félagið sendi frá sér áskorun til stjórnvalda í dag þar sem hvatt er til að lausn fáist í máli Margrétar. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi og mál Margrétar Sigríðar.Vísir „Þetta mál er held ég það svæsnasta sem ég hef heyrt eða lesið um af sambærilegum tilfellum. Hann segir mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni meira saman í lausn á slíkum málum. „Aðalmálið er að fjármagnið með einstaklingum má ekki stoppa því þá verður til stífla og vandinn flæðir út um allt. Það væri best er fjármagnið fylgdi hverjum einstakling en væri ekki á hendi opinberra aðila eins og nú er,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Heilbrigðisráðuneytinu í dag en fékk þær upplýsingar að þær bærust í næstu viku. Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
Formaður MS-félagsins segir mannréttindi konu með MS fótum troðin þegar henni var synjað um heimaþjónustu og húsnæði. Heilbrigðisráðherra hafi lengi vitað af málinu og ekkert gert. Nú sé verið að skoða lagalega stöðu konunnar. Við höfum undanfarið sagt frá máli Margrétar Sigríðar sem er með MS-taugasjúkdóminn en frá því í janúar hefur hún verið heimilislaus og var vistuð frísk á bráðadeild Landspítalans í næstum sjö mánuði og dvelur nú í bráðabirgðavistun á Droplaugastöðum sem lýkur í næsta mánuði. Björg Ásta Þórðardóttir formaður MS- félagsins segir félagið hafa verið í samtali við heilbrigðisráðherra strax í febrúar. „Við teljum að mannréttindi hennar hafi verið fótum troðin í marga mánuði núna. Mér hefur einhvern veginn þótt málið velkjast um í kerfinu og á meðan er konan föst í kerfinu húsnæðislaus í bráðum heilt ár. Þetta úrræðaleysi er algjört,“ segir Björg. Hún segir fleiri í sömu stöðu. „Já því miður er það staðan, þetta er ekki einsdæmi. Þá teljum við mikilvægt að fá sérstaka lausn fyrir ungt fólk sem þarf á umönnun að halda að halda vegna fötlunar sinnar en eins og staða er núna þá er slíkt ekki fyrir hendi. Það eru t.d. 130 manns sem eru ennþá ungir, vistaðir á hjúkrunarheimilum þar sem langflestir aðrir íbúar eru komnir á eldri ár. Þetta þarf líka að laga því yngra fólk hefur allt aðrar þarfir en það sem er farið að eldast mikið,“ segir hún. Hún segir að verið sé að kanna hvort fara eigi lengra með mál Margrétar. „Það er núna til skoðunnar og það er auðvitað Margrét Sigríður og hennar fólk sem tekur ákvörðun í framhaldinu en við munum styðja hana hvað sem hún ákveður í framhaldinu. Ms-félagið sendi frá sér áskorun til stjórnvalda í dag þar sem hvatt er til að lausn fáist í máli Margrétar. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi. Bergur Þorri Benjamínsson formaður Sjálfsbjargar hefur ekki séð annað eins dæmi og mál Margrétar Sigríðar.Vísir „Þetta mál er held ég það svæsnasta sem ég hef heyrt eða lesið um af sambærilegum tilfellum. Hann segir mikilvægt að ríki og sveitarfélög vinni meira saman í lausn á slíkum málum. „Aðalmálið er að fjármagnið með einstaklingum má ekki stoppa því þá verður til stífla og vandinn flæðir út um allt. Það væri best er fjármagnið fylgdi hverjum einstakling en væri ekki á hendi opinberra aðila eins og nú er,“ segir hann. Fréttastofa leitaði viðbragða frá Heilbrigðisráðuneytinu í dag en fékk þær upplýsingar að þær bærust í næstu viku.
Landspítalinn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Félagsmál Tengdar fréttir MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48 Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31 „Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00 „Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26 Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Mínútuþögn á Menningarnótt Innlent Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Erlent Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf Innlent Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Innlent „Það er engin sleggja“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent Fleiri fréttir Kjósa um sameiningu Skorradalshrepps og Borgarbyggðar í september Enginn handtekinn vegna þjófnaðar á hraðbanka í Mosfellsbæ Brugðið eftir viðtal við borgarstjóra Mínútuþögn á Menningarnótt Kópavogsbær tekur aftur upp samræmd próf „Það er engin sleggja“ Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Sjá meira
MS- félagið skorar á stjórnvöld að leysa mál Margrétar MS-félag Íslands segir að yfirvöldum hafi margítrekað verið bent á aðstæður Margrétar Sigríðar Guðmundsdóttur en hún hefur verið heimilislaus síðan í janúar. Félagið harmar stöðu hennar og telur nauðsynlegt að grípa strax til aðgerða. 18. október 2020 14:48
Kópavogsbær ætlar í samvinnu við ríki að reyna að útvega konunni þjónustu Kópavogsbær hefur sent frá sér tilkynningu vegna málefna konu með MS- taugahrörnunarsjúkdóms sem var synjað um áframhald á heimaþjónustu hjá bænum. Þar kemur fram að bærinn telji óásættanlegt að fólk lendi á gráu svæði milli ríkis og sveitarfélaga. Bærinn ætli eftir bestu getu að reyna að verða viðkomandi úti um þá þjónustu sem hún á rétt á í samvinnu við ríkið. 17. október 2020 15:11
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
Baráttan við kerfið kláraði hjónabandið Fyrrverandi eiginmaður konu með MS segir að allt hafi leikið í lyndi þar til henni var synjað um nauðsynlega heimilisþjónustu hjá Kópavogsbæ og ákveðið að hún ætti að fara á hjúkrunarheimili. Hann hafi ekki lengur bolmagn til að sinna þjónustu við hana, baráttan við kerfið hafi klárað hjónabandið. 17. október 2020 18:31
„Ég á hvergi heima og fer þá bara út á guð og gaddinn“ Tæplega sextug kona í hjólastól var meira og minna í einangrun á bráðadeild Landspítalans í sjö mánuði þar sem ekkert húsnæðisúrræði hefur fundist fyrir hana. Hún er nú í bráðabirgðavistun og gæti verið á leið á götuna. 16. október 2020 21:00
„Búið að hafna mér milljón sinnum“ Ekki virðist hafa verið farið að lögum um þjónustu við fatlað fólk í máli konu sem segir að sveitarfélag hafi sagt upp heimaþjónustusamningi við sig. Þá hafi verið tekin ákvörðun án samráðs við hana að hún færi á hjúkrunarheimili. 17. október 2020 13:26