Kona á níræðisaldri lést eftir að hafa smitast í tvígang Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 12:25 Greining á veirunni sýndi að um mismunandi afbrigði var að ræða í seinna skiptið. Getty/Carlos Mir 89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
89 ára gömul kona í Hollandi er látin af völdum kórónuveirunnar. Konan hafði áður smitast af veirunni fyrr á árinu en reyndist aftur smituð þegar hún veiktist snemma í krabbameinslyfjameðferð. Ekki er vitað til þess að manneskja hafi áður látist eftir að hafa greinst í annað sinn með veiruna. Á vef CNN er greint frá því að konan hafi verið að berjast við sjaldgæft krabbamein í beinmerg sem kallast Waldenström's macroglobulinemia. Meðferðin við krabbameininu olli skemmdum á frumum líkamans og var því ónæmiskerfi hennar í verra ástandi en ella. Rannsókn sem gerð var við læknadeild Maastricht-háskóla sýnir fram á að náttúrulegt ónæmissvar hennar hefði þó getað dugað til til þess að berjast gegn veirunni. Meðferðin við krabbameininu hefði ekki endilega átt að leiða til „lífshættulegs sjúkdóms“. Nánast útilokað að um sömu sýkingu hafi verið að ræða Líkt og áður sagði hafði konan greinst fyrr á árinu eftir að hafa fengið mikinn hita og vondan hósta. Hún var útskrifuð fimm dögum síðar en tveimur dögum eftir að hún hóf krabbameinslyfjameðferð, 59 dögum eftir að hún greindist upphaflega með veiruna, reyndist hún aftur smituð af veirunni með tilheyrandi einkennum. Engin mótefni mældist í blóði hennar á fimmta og sjötta degi og versnaði ástand hennar til muna á þeim áttunda. Hún lést svo tveimur vikum síðar. Konan fór þó ekki í sýnatöku eftir útskriftí fyrra skiptið og lá því neikvæð niðurstaða aldrei fyrir eftir að hún greindist upphaflega. Við greiningu á sýkingunum kom þó í ljós að um mismunandi afbrigði af veirunni var að ræða og því ólíklegt að hún hafi verið veik allan þann tíma.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Holland Tengdar fréttir Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46 Mest lesið Valtýr furðar sig á óhróðri, níði og aðdróttunum systkina Innlent Sendir Svein Andra í mál við ríkið Innlent Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Innlent Gögn sem fyrst voru ekki til brunnu síðar Innlent Bergþór dregur framboðið til baka Innlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna Innlent Mætti með hníf í sund og var vísað út Innlent „Þetta er pólitísk vakning“ Innlent Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Innlent Fleiri fréttir Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Harðar árásir á Kænugarð í nótt Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Vopnahlé tekur gildi Annar andstæðingur Trumps ákærður Hægagangur á rússneska hagkerfinu Sagðir skoða að færa Eurovision verði Ísraelum meinuð þátttaka Dómur þyngdur yfir nauðgara Pelicot Myndir: Hágrátið og hlegið þegar fréttir bárust af friðarsamkomulagi Von um frið en uggur um efndir Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Kenna Evrópu- og Bandaríkjamönnum um litlar líkur á friði Handtekinn fyrir að kveikja skæðasta eld Los Angeles Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Sjá meira
Greindist tvisvar með Covid-19 Bandarískur karlmaður hefur greinst tvisvar með Covid-19 og voru einkennin mun verri í síðara skiptið sem hann veiktist. Læknar vestanhafs greindu frá þessu í gær. 13. október 2020 06:46