Fyrsta aftaka kvenkynsfanga í 67 ár Sylvía Hall skrifar 18. október 2020 07:57 Lisa Montgomery myrti Bobbie Jo Stinnet á heimili heimili þeirrar síðarnefndu árið 2004. Getty Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“. Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Áætlað er að hin 52 ára Lisa Montgomery verði tekin af lífi með lyfjum í desember næstkomandi. Gangi það eftir verður það fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í máli kvenkyns fanga frá árinu 1953, en þá var Bonnie Heady tekin af lífi fyrir barnsrán og morð. Montgomery var dæmd árið 2007 fyrir hrottalegt morð á ungri óléttri konu árið 2004. Hún hafði komist í samband við konuna í gegnum Internetið á spjallborði um hundategundina Rat Terrier þar sem fórnarlambið, hin 23 ára gamla Bobbie Jo Stinnet, var hundaræktandi. Montgomery sagðist einnig vera ólétt, en Stinnet var komin átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Stinnet fannst svo látin á heimili sínu en hún hafði verið kyrkt og ófæddu barni hennar rænt úr móðurkviði. Barnið, sem reyndist vera stúlka, komst lífs af og er í dag sextán ára gömul. Frá jarðarför Bobbie Jo Stinnet.Getty/Larry W. Smith Talið er að Montgomery hafi komist inn á heimili Stinnet með því að þykjast vera áhugasamur kaupandi en engin ummerki voru um innbrot á heimilið þegar líkið fannst. Hún tók stúlkubarnið með sér og ætlaði sér að ala það upp sjálf. Kviðdómur var sammála um að Montgomery skyldi fá dauðarefsingu. Barack Obama, fyrrverandi forseti, lagði tímabundið bann við framkvæmd dauðarefsinga eftir að aftaka með banvænni lyfjablöndu í Oklahoma fór úrskeiðis árið 2014. William Barr, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði athugun á aftökum með lyfjum lokið í fyrra og gaf grænt ljós á að þær gætu hafist aftur. Fyrsti fanginn var svo tekinn af lífi í ár á vegum alríkisstjórnarinnar eftir sautján ára hlé á aftökum. Þá er einnig stefnt að því að annar fangi, Brandon Bernard, verði einnig tekinn af lífi í desembermánuði. Barr dómsmálaráðherra hefur lýst glæpum Montgomery og Bernard sem „sérstaklega svívirðilegum“.
Bandaríkin Dauðarefsingar Tengdar fréttir Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48 Mest lesið Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Innlent Fleiri fréttir Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Sjá meira
Fyrsta aftaka alríkisstjórnar Bandaríkjanna í sautján ár Alríkisstjórn Bandaríkjanna tók fanga af lífi í fyrsta skipti í sautján ár í dag eftir að hæstiréttur heimilaði að aftakan gæti farið fram. Fjölskyldur fórnarlamba mannsins mótmæltu því að hann yrði tekinn af lífi. 14. júlí 2020 13:48