Andrea Kolbeinsdóttir bætti sinn besta árangur er hún hljóp á HM í hálfu maraþoni sem fram fór í Póllandi í dag. Kom Andrea í mark á tímanum 1:17:52 klukkustundir og er það hennar besti árangur í greininni til þessa.
Hafnaði hún í 89. sæti.
Elín Edda Sigurðardóttir hljóp einnig í dag og endaði í 101. sæti. Hún hljóp á 1:24:20 klukkustundum.
Þær Andrea og Elín eru margfaldir Íslandsmeistarar þegar kemur að langhlaupum. Eiga þær annan og þriðja besta tíma íslenskra kvenkyns hlaupara í hálfu maraþoni frá upphafi.