Rannsaka hrottalegt morð á kennara sem hryðjuverk Kjartan Kjartansson skrifar 16. október 2020 20:20 Lögreglumenn á vettvangi árásarinnar í úthverfinu norðvestur af París. AP/Michel Euler Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa. Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Franska lögreglan rannsakar nú morð á kennara sem sýndi skopmyndir af Múhammeð spámanni í kennslustund sem hryðjuverk. Kennarinn var hálshöggvinn og skutu lögreglumenn árásarmanninn til bana. Maður vopnaður stórum hníf er sagður hafa ráðist á kennarann og afhöfðað hann nærri skóla í Conflans-Sainte-Honorine, úthverfi Parísar, um klukkan 17:00 að staðartíma í dag. Árásarmaðurinn flúði af vettvangi og hafði í hótunum við lögreglumenn sem reyndu að handsama hann. Skutu lögreglumennirnir þá manninn sem lést af sárum sínum skömmu síðar, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Saksóknarar sem rannsaka hryðjuverk stýra nú rannsókn málsins og lögreglu hefur beðið fólk um að halda sig fjarri vettvangi. AP-fréttastofan segir að fórnarlambið hafi verið sögukennari sem ræddi við framhaldsskólanemendur sínar um skopmyndir af Múhammeð spámanni fyrir tíu dögum. Honum hefði borist hótanir og foreldri nemanda hafði kvartað undan honum. Lögregla telur þó ekki að árásarmaðurinn hafi átt barn í skólanum. Reuters-fréttastofan hefur eftir frönsku sjónvarpsstöðinni BFM TV að árásarmaðurinn hafi verið átján ára gamall og fæddur í Moskvu í Rússlandi. Réttarhöld standa nú yfir í París yfir samverkamönnum hryðjuverkamanna sem myrtu tólf manns á ritstjórnarskrifstofum skopblaðsins Charlie Hebdo árið 2015. Blaðið hafði birt skopmyndir af Múhammeð spámanni. Fyrir þremur vikum réðst pakistanskur maður á karl og konu og særði þau fyrir utan húsið þar sem skrifstofurnar voru áður til húsa.
Frakkland Trúmál Tengdar fréttir Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34 Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03 Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08 Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Árásarmaðurinn sagður hafa verið á eftir starfsmönnum Charlie Hebdo Ungur maður sem er talinn hafa sært tvennt með kjötöxi utan við fyrri skrifstofur skopritsins Charlie Hebdo í París í gær segir lögreglu að skotmark hans hafi verið starfsmenn blaðsins. 26. september 2020 14:34
Sjö handteknir vegna stunguárásanna í París Lögreglan í París hefur handtekið sjö manns í tengslum við stunguárásir nærri fyrri skrifstofum skopritsins Charlie Hebdo í gær. Tvennt var sært í árásunum sem eru rannsakaðar sem hryðjuverk 26. september 2020 09:03
Maður vopnaður hnífi réðst á fólk í París Lögreglan í París handtók karlmann sem er talinn hafa sært fólk með hnífi nærri fyrri skrifstofu skopdagblaðsins Charlie Hebdo í dag. Árásin er rannsökuð sem hryðjuverk. 25. september 2020 11:08
Réttað fyrir fjórtán vegna árásarinnar á skrifstofu Charlie Hebdo Réttarhöld hófust í morgun í máli fjórtán manna sem ákærðir eru fyrir aðkomu að hryðjuverkaárásinni þar sem sautján manns voru drepnir á skrifstofum tímaritsins Charlie Hebdo og í matvöruverslun gyðinga í frönsku höfuðborginni París í janúar 2015. 2. september 2020 12:32