Vonar að MAX-þoturnar fari í loftið í febrúar og trúir því að fólk muni treysta þeim Birgir Olgeirsson skrifar 16. október 2020 18:40 Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“ Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Flugrekstrarstjóri Icelandair vonar að fyrsta ferðin með MAX-þotu verði farin í febrúar. Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu býst við grænu ljósi í lok þessa árs. Patrick Ky, forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafa verið á Boeing MAX-þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. „Það er virkilega ánægjulegt að Patrick Ky skuli láta þessi orð falla. Þetta er búið að vera langt ferli, búið að taka eitt og hálft ár,“ segir Haukur Reynisson flugrekstrarstjóri Icelandair. Icelandair pantaði upprunalega 16 MAX-þotur. Nú stendur til að fá 12 MAX-þotur í flotann. Boeing Max 8 þota Icelandair.Vísir/Kristján Már „Við erum með sex 737 MAX í rekstri næsta sumar, og fáum reyndar þrjár líka á næsta sumri en þær verða sennilega ekki til fyrr en á miðju sumri eða um haustið,“ segir Haukur. Það mun taka Icelandair um tvo mánuði að koma MAX-þotum í loftið eftir að leyfi fæst. „Það veltur að sjálfsögðu líka á því hvernig ástandið verður varðandi Covid. Hvort við verðum farin að fljúga að fullu áætlunina okkar eða hvort við þurfum að seinka móttöku í tengslum við það.“ Hvenær heldur þú að fyrsta flugið verði? „Ég ætla að leyfa mér að vona að það verði í febrúar/mars.“ Hann hefur trú á að fólk muni vilja ferðast með þessum umdeildu þotum. „Og það sem er jákvætt við þetta, ef maður getur sagt að eitthvað sé jákvætt við þetta, að flugöryggiskerfi flugiðnaðarins greip inn í þann hátt að vélarnar voru stoppaðar af fyrir einu og hálfu ári síðan. Það var farið í mjög ítarlega skoðun á vélunum og það er búið að gera þær breytingar sem þarf að gera til að tryggja að þær séu öruggar í rekstri. Ég hef trú á að farþegar komi til með að sjá, eins og við sem eru í flugrekstrinum, að það sé búið að gera það sem hægt er að gera til að tryggja öryggi.“
Icelandair Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49 Mest lesið Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Viðskipti innlent Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Viðskipti innlent Óvænt en breytir þó ekki spám Viðskipti innlent Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Viðskipti innlent Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Viðskipti innlent „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Viðskipti innlent Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Viðskipti innlent Ráðin markaðsstjóri Prís Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rekstur Árborgar jákvæður og bæjarstjóri fagnar Reiknuðu með halla en enduðu í hundruð milljóna króna plús Óvænt en breytir þó ekki spám Verðbólgan hjaðnar þvert á spár Segir stefna í að Vélfag verði lagt niður vegna þvingananna Fjórir ráðnir nýir fagstjórar hjá Kvikmyndaskólanum Fiskar komnir í fyrstu 25 metra eldistankana Ráðin markaðsstjóri Prís Helga nýr fjármálastjóri Ísorku Stefna á gervigreindarver við Húsavík Arnar og Eiríkur til Fossa „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Sjá meira
Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu segir MAX vélarnar öruggar Forstjóri Flugöryggisstofnunar Evrópu, EASA, Patrick Ky, segist telja að þær breytingar sem gerðar hafi verið á Boeing MAX þotunum geri það að verkum að þær teljist nú öruggar. 16. október 2020 08:49