Að hlýða eða hlýða ekki – þar er efinn Jakob Bjarnar skrifar 16. október 2020 17:36 Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Golf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hvar eru málefni barna og ungs fólks? Gunnar E. Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Þetta með verðgildin Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Eins og frægt er orðið var golfvöllum höfuðborgarsvæðisins lokað í sóttvarnarskyni og kylfingum sem þar búa bannað að sækja golfvelli utan þess svæðis. Málið virðist við fyrstu sýn pínlega hjákátlegt. Hver vorkennir fólki í köflóttum buxum það að komast ekki til að slá litla kúlu um koppagrundir? Ekki ég. Ekki hætishót. Eru ekki önnur mál mikilvægari? Höfum við ekki feitari gelti að flá en eltast við þessa vitleysu? Í alvöru? Jú, nema meinið er að þetta litla skrítna kjánalega mál varpar ljósi á mikilvæga þætti sóttvarna og hvernig að þeim er staðið. Hvar samstaðan er lykilatriði, eins og Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hefur sagt. Með lögum skal land byggja OG ólögum eyða eins og segir í Njálu. Seinni hluti þessarar setningar sem lögreglan gerði að einkunnarorðum sínum vill oft gleymast. Hvorki sóttvarnalæknir né Haukur Örn Birgisson forseti GSÍ hafa í ýmsum viðtölum um málið svarað þeim gildu spurningum sem eru uppi. Annað hvort skilja þeir málið ekki og/eða vilja eyða því með afvegaleiðingum. Því annað hvort er það nema spyrlum hafi láðst að spyrja hreint út? Málið snýst nefnilega ekki um spæling kylfinga að komast ekki í golf. Reyndar er móðgandi að stilla málum þannig upp. Ekkert skortir á gremju kylfinga en þar í hópi eru einnig margir sem hafa ama að þessari umræðu og óttast hana jafnvel. Telja hana sem slíka meinsemd. En þetta snýst ekki um að „eitt verði yfir alla að ganga“ og við „verðum að hlýða“ hlýðninnar og samstöðunnar vegna. Hér er öllu á haus snúið. Það eru ekki þeir sem benda á misræmi sem bera ábyrgð á hugsanlegum skorti hinnar mikilvægu samstöðu heldur þeir sem setja ólögin. Þetta er ekki ákall um að hlýða ekki — því er öfugt farið. Spurningunum sem er ósvarað eru eftirfarandi: a) Ljóst er að reglurnar standast ekki skoðun, um það þarf ekki að deila — um þetta eru allir sammála að hætta á smiti í golfi er nánast engin — og því er spurt: Er ekki hætta á því þegar fólki er gert að fara eftir reglum sem ekki standast skoðun að slíkt grafi undan þeim reglum sem sannarlega eiga fullan rétt á sér? (Ef einhver sér reglu sem hann telur ekki ástæðu til að taka mark á er hætt við að sá hinn sami telji það eiga við um næstu reglu einnig.) b) Um er að ræða tilmæli (ekki „bein tilmæli“ né „beina tilskipun“ – sic) sem snúa að íþróttahreyfingunni í heild sinni. Þar er augljóslega verið að vísa til keppnisíþrótta og þá ekki síst íþrótta sem krefjast snertingar. Í minnisblaði heilbrigðisráðuneytisins er hvatt til þess að fólk stundi útivist og lýðheilsulega hætti. Golfíþróttinni eins og hún er stunduð á Íslandi og víðar svipar að 90 prósentum til almennrar heilsuræktar, 10 prósent hennar (ef það) gengur út á keppni sem þá flokkast sem íþróttastarf. Meira að segja án snertingar. Í ljósi þessa: Af hverju stekkur GSÍ til, þegar um er að ræða almenn tilmæli til íþróttahreyfingarinnar, að teknu tilliti til aðstæðna vel að merkja; hoppar, veifar og hrópar og kallar og spyr: Eigum við ekki alveg örugglega að loka öllu líka? Það er nefnilega svo að kreddur hlýðninnar fólks geta reynst helsti óvinur sóttvarna. Kannski óvænt niðurstaða? Höfundur er blaðamaður og áhugakylfingur.
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson skrifar
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Við sem förum til Tenerife - Vaxta og húsnæðispyntingar á almenningi komið frá lífeyrissjóðum og leigufélögum Hreinn Pétursson Skoðun