Handbolti

Afturelding dregur lið sitt úr Evrópukeppninni í handbolta

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mosfellingar hafa gefið viðureign sína á móti litháensku félagi.
Mosfellingar hafa gefið viðureign sína á móti litháensku félagi. vísir/huldamargrét

Karlalið Aftureldingar mun ekki taka þátt í Evrópukeppninni eins og stefnan var en félagið sendi frá sér yfirlýsingu í dag.

Handknattleiksdeild Afturelding hefur ákveðið að draga liðið úr Evrópukeppninni í handbolta í ár vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins.

Afturelding fylgir þarna í fótspor Valsmanna sem höfðu líka hætt við þátttöku í Evrópukeppninni.

Afturelding átti að leika við Granitas-Karys frá Litháen í tveimur leikjum sem áttu að vera 14. nóvember og 21. nóvember næstkomandi. Granitas mun því fara sjálfkrafa áfram í þriðju umferð keppninnar.

Vegna ferðatakmarkana og sóttvarnarákvæða af völdum kórónuveirufaraldursins, sér stjórn handknattleiksdeildar...

Posted by Handknattleiksdeild Aftureldingar on Föstudagur, 16. október 2020



Fleiri fréttir

Sjá meira


×