Klerkur á villigötum Einar Örn Gunnarsson skrifar 16. október 2020 14:01 Þann 14. október síðastliðinn birtist á Vísi grein eftir Gunnlaug Stefánsson með yfirskriftinni „37 milljarðar gefins á silfurfati“. Tilefnið er að Matvælastofnun veitti laxeldisfyrirtækinu Löxum 10.000 tonna framleiðsluleyfi í Reyðarfirði en félagið hefur unnið að öflun leyfisins frá árinu 2012. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnlaugur tekur sér penna í hönd og ræðst gegn laxeldi en greinar hans eru að mörgu leyti bókmenntalegar því þær fjalla almennt um ímyndaðan veruleika og lögmál sem eiga sér aðeins stað í hugarheimi hans. Þannig bera greinarnar svip af vænisýki og ofstæki. Með guðfræðina að vopni Eins og flestum er kunnugt þá eru leyfi til laxeldis veitt eftir langt, kostnaðarsamt og gagnsætt ferli hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun. Í ferlinu er leitað eftir umsögnum fagstofnana svo sem Hafrannsóknastofnunar, Orkustofnunar, Fiskistofu og fl. Hjá öllum þessum stofnunum starfa fjöldi hámenntaðra sérfræðinga sem taka hvert erindi og fjalla sérstaklega um það út frá fagþekkingu sinni. Almenningi og hlutaðeigandi sveitarfélögum gefst einnig kostur á að koma með sjónarmið sín þar sem erindið er auglýst opinberlega, ítrekað. Þrátt fyrir þetta langa og stranga ferli telur Gunnlaugur að varúðar sé ekki gætt. Með áratuga gamla guðfræðiþekkingu sína að vopni hefur hann talið sig þekkja betur til lífeðlisfræðinnar, erfðafræðinnar og vistfræðinnar en sérfræðingar á hverju sviði. Grundvallarmunur á leyfum Í áðurnefndri grein heldur hann því enn einu sinni fram að eldisleyfi í Noregi og á Íslandi séu sömu gerðar og hafi sama verðgildi. Stór grundvallarmunur er á þeim þar sem hefð er fyrir laxeldi í Noregi þar sem öflugir innviðir hafa byggst upp á áratugum. Aldir hafa verið tugir kynslóða af laxi í fjörðum og góð reynsla er af þeim. Manngert umhverfi greinarinnar í Noregi er eins og best verður á kosið. Norsk leyfi eru varanleg eign sem hægt er að veðsetja en á Íslandi er um að ræða tímabundna opinbera heimild til framkvæmda og reksturs. Norsk yfirvöld hófu ekki sölu eldisleyfa fyrr en eftir aldamótin 2000 þegar iðnaðurinn hafði byggst upp og sannað sig þar í landi eftir áratuga þróun. Fram að því greiddu fyrirtæki aðeins hóflegt gjald fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Verðmæta leyfanna er því ekki samanburðarhæft. Í greininni heldur Gunnlaugur því ranglega fram að leyfi til laxeldis séu færð fyrirtækjunum án nokkurs endurgjalds. Fyrir það fysta þurfa félögin að kosta umhverfismatsferli sem veltur á tugum milljóna króna í hverju falli. Auk þess þá greiða félögin 20 SDR eða um 4.000 krónur fyrir hvert tonn sem þeim er heimilt að framleiða á hverju ári og er þá ekki allt upptalið. Órökstuddur hugarburður Í greininni fullyrðir Gunnlaugar án minnstu skírskotunar eða rökstuðnings að sjókvíaeldi á laxi sé mesta ógn sem steðji að umhverfinu, að verið sé að beina eldinu upp á land i lokuð kerfi í nágrannalöndunum og að ört stækkandi hópur neytenda neiti að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem “lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn.” Allt er þetta órökstuddur hugarburður. Að mati hámenntaðra sérfræðinga hjá stofnunum ríkisins og fleiri fagaðila er hér engin hætta á ferðum og alls ekki talið að eldið ógni umhverfinu. Öfugt farið við fullyrðingar Gunnlaugs þá er laxeldi umhverfisvæn atvinnugrein með lágt kolefnisspor. Má nefna að kolefnisspor á hvert kg framleitt af laxi er um 2,5 kg kolefnistvíildis á hvert framleitt kjötkíló, sem er innan við tíundi hluti þess sem er við kjötframleiðslu með nautgripaeldi. Það segir sig sjálft að hér er um matvælaiðnað að ræða á Íslandi þ.e. í þróuðu ríki þar sem virkar eftirlitsstofnarnir starfa. Engin hætta er á því að eiturefnum sé mokað ofan í kvíarnar. Það eru engin áform hvorki í Evrópu, Nýja Sjálandi, Suður Ameríku, Bandaríkjunum né Kanada að færa allt eldi upp á land. Öðru nær eru þjóðir að auka heimildir og stefna til dæmis norsk stjórnvöld að því að auka sjókvíaeldi úr 1,4 milljónum tonna á ári upp í fimm milljónir tonna árlega innan fárra áratuga. Gegn atvinnuuppbyggingu Það kann að vera eitthvað fallegt við prest á eftirlaunum sem hefur verið svo lengi í starfi að hann treystir hvorki Guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar. En reyndin er sú að það hugarþel sem endurspeglast í greinum Gunnlaugs er ekki í anda hinnar fögru kristnu trúar þar sem hann hefur ítrekað gert saklausum mönnum upp hugsanir og hugarfar. Órökstuddar fullyrðingar hans eru oft á tíðum stórar og flokkast vart undir annað en persónuníð eða grófan atvinnuróg. Það er athyglivert að sjá mann sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem ágætlega launaður prestur á hlunnindajörð berjast með óvönduðum hætti gegn atvinnutækifærum íbúa og þeirri atvinnuuppbyggingu sem er á svæðinu. Það væri virðingarvert ef sá hinn sami hefði fyrir því að kynna sér raunverulegar staðreyndir og kæmi fram með málefnalegum hætti en því er ekki fyrir að fara. Annarlegar hvatir Erfitt er að átta sig á hvaða annarlegu hvatir reka mann til þess að ryðjast fram á ritvöllinn hvað eftir annað og tjá sig um málefni sem hann virðist ekki hafa fyrir því að kynna sér. Í viðleitni til að skilja hvað fyrir honum vakir hverfur hugurinn aldir aftur í tíma þegar dauðasótt geysaði á Íslandi og ungur maður spurði sveitalækni hver væri skelfilegasta og skaðlegasta veiki sem herjað hefði á mannkynið. „Það er öfundsýkin,“ svaraði læknirinn. Höfundur er einn af stofnendum Laxa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Mest lesið Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Skoðun Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Með vægi í samræmi við það Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugvíkkandi efni: Forvitni umfram dómhörku Bergsveinn Ólafsson skrifar Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Þann 14. október síðastliðinn birtist á Vísi grein eftir Gunnlaug Stefánsson með yfirskriftinni „37 milljarðar gefins á silfurfati“. Tilefnið er að Matvælastofnun veitti laxeldisfyrirtækinu Löxum 10.000 tonna framleiðsluleyfi í Reyðarfirði en félagið hefur unnið að öflun leyfisins frá árinu 2012. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Gunnlaugur tekur sér penna í hönd og ræðst gegn laxeldi en greinar hans eru að mörgu leyti bókmenntalegar því þær fjalla almennt um ímyndaðan veruleika og lögmál sem eiga sér aðeins stað í hugarheimi hans. Þannig bera greinarnar svip af vænisýki og ofstæki. Með guðfræðina að vopni Eins og flestum er kunnugt þá eru leyfi til laxeldis veitt eftir langt, kostnaðarsamt og gagnsætt ferli hjá Skipulagsstofnun, Umhverfisstofnun og Matvælastofnun. Í ferlinu er leitað eftir umsögnum fagstofnana svo sem Hafrannsóknastofnunar, Orkustofnunar, Fiskistofu og fl. Hjá öllum þessum stofnunum starfa fjöldi hámenntaðra sérfræðinga sem taka hvert erindi og fjalla sérstaklega um það út frá fagþekkingu sinni. Almenningi og hlutaðeigandi sveitarfélögum gefst einnig kostur á að koma með sjónarmið sín þar sem erindið er auglýst opinberlega, ítrekað. Þrátt fyrir þetta langa og stranga ferli telur Gunnlaugur að varúðar sé ekki gætt. Með áratuga gamla guðfræðiþekkingu sína að vopni hefur hann talið sig þekkja betur til lífeðlisfræðinnar, erfðafræðinnar og vistfræðinnar en sérfræðingar á hverju sviði. Grundvallarmunur á leyfum Í áðurnefndri grein heldur hann því enn einu sinni fram að eldisleyfi í Noregi og á Íslandi séu sömu gerðar og hafi sama verðgildi. Stór grundvallarmunur er á þeim þar sem hefð er fyrir laxeldi í Noregi þar sem öflugir innviðir hafa byggst upp á áratugum. Aldir hafa verið tugir kynslóða af laxi í fjörðum og góð reynsla er af þeim. Manngert umhverfi greinarinnar í Noregi er eins og best verður á kosið. Norsk leyfi eru varanleg eign sem hægt er að veðsetja en á Íslandi er um að ræða tímabundna opinbera heimild til framkvæmda og reksturs. Norsk yfirvöld hófu ekki sölu eldisleyfa fyrr en eftir aldamótin 2000 þegar iðnaðurinn hafði byggst upp og sannað sig þar í landi eftir áratuga þróun. Fram að því greiddu fyrirtæki aðeins hóflegt gjald fyrir starfs- og rekstrarleyfi. Verðmæta leyfanna er því ekki samanburðarhæft. Í greininni heldur Gunnlaugur því ranglega fram að leyfi til laxeldis séu færð fyrirtækjunum án nokkurs endurgjalds. Fyrir það fysta þurfa félögin að kosta umhverfismatsferli sem veltur á tugum milljóna króna í hverju falli. Auk þess þá greiða félögin 20 SDR eða um 4.000 krónur fyrir hvert tonn sem þeim er heimilt að framleiða á hverju ári og er þá ekki allt upptalið. Órökstuddur hugarburður Í greininni fullyrðir Gunnlaugar án minnstu skírskotunar eða rökstuðnings að sjókvíaeldi á laxi sé mesta ógn sem steðji að umhverfinu, að verið sé að beina eldinu upp á land i lokuð kerfi í nágrannalöndunum og að ört stækkandi hópur neytenda neiti að borða fisk úr opnum sjókvíum þar sem “lúsin herjar, eiturefnum er mokað ofan í kvíarnar og úrgangurinn mallar í kringum fiskinn.” Allt er þetta órökstuddur hugarburður. Að mati hámenntaðra sérfræðinga hjá stofnunum ríkisins og fleiri fagaðila er hér engin hætta á ferðum og alls ekki talið að eldið ógni umhverfinu. Öfugt farið við fullyrðingar Gunnlaugs þá er laxeldi umhverfisvæn atvinnugrein með lágt kolefnisspor. Má nefna að kolefnisspor á hvert kg framleitt af laxi er um 2,5 kg kolefnistvíildis á hvert framleitt kjötkíló, sem er innan við tíundi hluti þess sem er við kjötframleiðslu með nautgripaeldi. Það segir sig sjálft að hér er um matvælaiðnað að ræða á Íslandi þ.e. í þróuðu ríki þar sem virkar eftirlitsstofnarnir starfa. Engin hætta er á því að eiturefnum sé mokað ofan í kvíarnar. Það eru engin áform hvorki í Evrópu, Nýja Sjálandi, Suður Ameríku, Bandaríkjunum né Kanada að færa allt eldi upp á land. Öðru nær eru þjóðir að auka heimildir og stefna til dæmis norsk stjórnvöld að því að auka sjókvíaeldi úr 1,4 milljónum tonna á ári upp í fimm milljónir tonna árlega innan fárra áratuga. Gegn atvinnuuppbyggingu Það kann að vera eitthvað fallegt við prest á eftirlaunum sem hefur verið svo lengi í starfi að hann treystir hvorki Guði né mönnum fyrir heiminum án sinnar íhlutunar. En reyndin er sú að það hugarþel sem endurspeglast í greinum Gunnlaugs er ekki í anda hinnar fögru kristnu trúar þar sem hann hefur ítrekað gert saklausum mönnum upp hugsanir og hugarfar. Órökstuddar fullyrðingar hans eru oft á tíðum stórar og flokkast vart undir annað en persónuníð eða grófan atvinnuróg. Það er athyglivert að sjá mann sem hefur í gegnum tíðina þjónað sem ágætlega launaður prestur á hlunnindajörð berjast með óvönduðum hætti gegn atvinnutækifærum íbúa og þeirri atvinnuuppbyggingu sem er á svæðinu. Það væri virðingarvert ef sá hinn sami hefði fyrir því að kynna sér raunverulegar staðreyndir og kæmi fram með málefnalegum hætti en því er ekki fyrir að fara. Annarlegar hvatir Erfitt er að átta sig á hvaða annarlegu hvatir reka mann til þess að ryðjast fram á ritvöllinn hvað eftir annað og tjá sig um málefni sem hann virðist ekki hafa fyrir því að kynna sér. Í viðleitni til að skilja hvað fyrir honum vakir hverfur hugurinn aldir aftur í tíma þegar dauðasótt geysaði á Íslandi og ungur maður spurði sveitalækni hver væri skelfilegasta og skaðlegasta veiki sem herjað hefði á mannkynið. „Það er öfundsýkin,“ svaraði læknirinn. Höfundur er einn af stofnendum Laxa.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun