„Mjög góður“ leigubílstjóri kom Arnari til bjargar í ævintýraferð heim til Íslands Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2020 12:00 Arnar Þór Viðarsson sat í fimm tíma í leigubíl til að komast út á völl. Samsett/Getty Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira
Ævintýri Arnars Þórs Viðarssonar eru komnar í heimsfréttirnar enda ekki á hverjum degi sem menn stýra sitthvoru fótboltalandsliði tvo daga í röð og það í mismunandi löndum. Arnar Þór Viðarsson fékk góða aðstoð við að koma sér yfir Ermarsundið og út á flugvöll til að ná flugi heim til Íslands í tæka tíð fyrir landsleikinn á móti Belgíu. Reuters fjallaði um „neyðarþjálfara“ íslenska landsliðsins í leiknum á móti Belgíu en blaðamaður þessarar þekktu fréttastofu ræddi við Arnar Þór Viðarsson um ævintýri hans aðfaranótt miðvikudagsins 14 október 2020. Arnar Þór Viðarsson var nýbúinn að stýra íslenska 21 árs landsliðinu til sigurs á móti Lúxemborg þegar fréttist af vandræðum þjálfarateymis íslenska landsliðsins en allt starfslið A-landsliðsins þurfti að fara í sóttkví. Arnar er ekki aðeins þjálfari 21 árs landsliðsins heldur er hann einnig yfirmaður knattspyrnumála hjá KSÍ. Yfirmenn hans hjá KSÍ ákváðu að hann myndi koma strax heim og stýra liðinu með Davíð Snorra Jónassyni, þjálfara sautján ára landsliðsins. Arnar keyrði fyrst 250 kílómetra leið frá Lúxemborg til heimilis síns í Lokeren. Þar skildi hann eftir bílinn sinn og tók síðan leigubíl frá Lokeren til flugvallarins í Luton. Sú leið er rúmlega 400 kílómetrar og má áætla að þeir félagar hafi verið um fimm klukkutíma á leiðinni. „Sem betur fer þá fékk ég mjög góðan leigubílstjóra sem keyrði mig á flugvöllinn í Luton. Ég náði að sofa aðeins í bílnum. Þaðan tók ég flug heim til Íslands um morguninn. Þetta var ævintýri,“ sagði Arnar Þór Viðarsson í samtali við Reuters. „Þetta snerist aðallega um það að það varð að vera þjálfari á bekknum með nauðsynleg réttindi og einhver sem gæti komið með andlegan stuðning,“ sagði Arnar Þór. „Við unnum mikilvægan leik á móti Rúmeníu í síðustu viku og sá leikur var í forgangi. Þessi leikur var góð reynsla fyrir mikil og tækifæri til að keppa á móti besta liði heims,“ sagði Arnar Þór. Hér má sjá mögulega leið leigubílstjórans frá Lokern og út á flugvöll í Luton á Englandi.GoogleMaps
Þjóðadeild UEFA Íslendingar erlendis Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Óvissa í Indlandi lætur City selja Fótbolti Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Fótbolti Fleiri fréttir Man. United - Newcastle | Án Bruno en geta komist upp fyrir Liverpool Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Óvissa í Indlandi lætur City selja Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Cunha vill skemmta og Howe treystir leikmönnum United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Haaland stóðst vigtun eftir jólin Hápunktarnir hingað til í enska boltanum Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Sjá meira