Sir Charles Barkley kemur inn fyrir Tiger Woods í „The Match 3“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. október 2020 16:31 Charles Barkley er ekki þekktur fyrir fallega sveiflu á golfvellinum. Getty/Christian Petersen Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember. Golf NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira
Tiger Woods mun ekki taka þátt í þriðju útgáfunni af „The Match“ golfeinvíginu en sjónvarpsáhorfendur fá í staðinn að fylgjast með golftöktum körfuboltamannanna Charles Barkley og Steph Curry. Í fyrsta golfeinvíginu þá keppti Tiger Woods á moti Phil Mickelson en í öðru einvíginu þá voru þeir báðir komnir með NFL-goðsögn með sér við hlið. Phil Mickelson var þá í liði með Tom Brady en Tiger Woods keppti með Peyton Manning. Nú er komið að þriðju útgáfunni og það eru forföll í báðum liðum. .@StephenCurry30, Peyton Manning, @PhilMickelson, and Charles Barkley headline golf fundraiser - all to be broadcast for our abundant entertainment. Read more: https://t.co/3UxM1GlbRE pic.twitter.com/QNQHDMHJmi— Sportico (@Sportico) October 15, 2020 Tom Brady er upptekinn við að spila með Tampa Bay Buccaneers í NFL-deildinni og Tiger Woods tekur ekki þátt að þessu sinni. Phil Mickelson og Peyton Manning mæta aftur á móti báðir aftur til leiks. Í stað þeirra Brady og Woods eru komnar tvær körfuboltahetjur, þeir Charles Barkley og Steph Curry. Steph Curry er frábær kylfingur eins og hann sýndi á Hvaleyrarvelli í Hafnarfirði í fyrra en Barkley er ekki eins frægur fyrir tilþrif á golfvellinum. Það vantar hins vegar ekki áhugann hjá kappanum. Þeir Charles Barkley og Steph Curry hafa báðir verið valdi mikilvægustu leikmenn NBA deildarinnar en á meðan Curry er enn að spila þá harles Barkley löngur hættur og starfar sem sérfræðingur um deildina á TNT sjónvarðstöðinni. Eins og áður mun þetta golfeinvígi safna peningi fyrir góðgerðasamtök. Match 2 safnaði tuttugu milljónum dollara fyrir baráttuna við COVID-19 en það gera um 2,8 milljarða íslenskra króna. Golfeinvígi númer tvö var líka mjög vinsælt sjónvarpsefni síðasta vor en það fór fram á tíma þegar nánast engar íþróttir voru í gangi í heiminum. 5,67 milljónir manns horfðu á keppnina í Bandaríkjunum sem er hæsta áhorf á golfmót í sögu kapalsjónvarpsins í landinu. Golfeinvígið númer þrjú mun hefjast föstudaginn 27. nóvember.
Golf NBA Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira